Austri bikarmeistari Austurlands í sundi

Frá verðlaunaafhendingu á mótinu á Djúpavogi.

Frá verðlaunaafhendingu á mótinu á Djúpavogi.

Hin árlega bikarkeppni UÍA í sundi fór fram á Djúpavogi síðastliðinn sunnudag. Tæplega 100 keppendur á aldrinum 6-16 ára, frá 6 sunddeildum á Austurlandi, mættu til leiks og kepptust við að safna inn stigum fyrir sitt félag. Bikarmótið er stigamót þar sem að stigahæsta liðið hlýtur titilinn Bikarmeistari Austurlands.

Gestgjafarnir í Neista hafa löngum verið sigursælir á þessu móti, en mörg félög rennt hýru auga til bikarsins góða. Það fór svo að Austri batt enda á samfellda sigurgöngu Neista og sigraði í heildarstigakeppninni með 311 stig, í öðru sæti var Höttur með 245 stig. Í stigakeppni stúlkna sigraði Austri einnig með 167 stig en í stigakeppni pilta varð lið Hattar hlutskarpast með 85 stig.

Æskulýðsráð veitti Gunnari Gunnarssyni viðurkenningu

Gunnar Gunnarsson með viðurkenninguna sem Æskulýðsráð veitti honum.

Gunnar Gunnarsson með viðurkenninguna sem Æskulýðsráð veitti honum.

Gunnar Gunnarsson, formaður Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands, fékk viðurkenningu Æskulýðsráðs fyrir störf sín í þágu æskulýðsstarfs á Austurlandi sem og á landsvísu. Gunnar Gunnarsson hefur þrátt fyrir ungan aldur komið víða við í margskonar félagsstörfum innan íþrótta- og æskulýðshreyfingarinnar. 19 ára gamall tók hann við formennsku í UMF Þristi og gegndi því til ársins 2007. Þá tók hann við formennsku í nemendafélagi Menntaskólans á Egilsstöðum og þjálfaði spurningalið skólans. Gunnar hefur frá árinu 2005 setið í stjórn UÍA og verið í formennsku frá árinu 2012.

Gunnar hefur verið virkur í starfi innan UMFÍ, bæði í hinum ýmsu nefndum samtakanna, sem og í stjórn og þar á hann sæti í dag. Þá hefur Gunnar átt sæti í varastjórn NSU, den Nordiske Samorganisation for Ungdomsarbejede frá 2012-2014. Gunnar hefur nýtt reynslu sína og þekkingu úr ungmennafélagsstarfi til ýmissa annarra verka.

Eva Dögg og Pétur voru valin glímufólk ársins

Eva Dögg Jóhannsdóttir.

Eva Dögg Jóhannsdóttir.

Pétur Eyþórsson, Glímufélaginu Ármanni og Eva Dögg Jóhannsdóttir, UÍA, voru valin glímufólk ársins 2014 en stjórn Glímusambandsins ákvað þetta á stjórnarfundi sem haldinn var í gær.

Pétur Eyþórsson er 36 ára gamall og hefur stundað glímu í yfir tuttugu ár. Pétur var sigursæll á árinu líkt og undanfarin á en helsta afrek hans var þegar hann sigraði Íslandsglímuna og hlaut þar með Grettisbeltið í níunda sinn sem gerir hann að einum sigursælasta glímukappa Íslands frá upphafi.

Eva Dögg Jóhannsdóttir er 19 ára gömul og átti góðu gengi að fagna á glímuvellinum árið 2014. Eva tók þátt í öllum glímumótum á árinu 2014 og var ávalt í verðlaunasæti. Eva keppti einnig á Evrópumeistaramótinu í keltneskum fangbrögðum þar sem hún hlaut ein silfurverðlaun og tvö bronsverðlaun í -63 kg flokki. Eva sigraði svo einnig nokkur alþjóðleg mót á árinu og varð meðal annars Skoskur meistari í backhold. Eva Dögg er fyrirmyndar íþróttakona jafnt innan vallar sem utan.

Haldið upp á 70 ára afmæli HSS á Hólmavík

Vignir Örn Pálsson, formaður HSS, og Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, á afmælishátð HSS á Hólmavík.

Vignir Örn Pálsson, formaður HSS, og Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, á afmælishátð HSS á Hólmavík.

Héraðssamband Strandamanna, HSS, fagnaði 70 ára afmæli sínu 19. nóvember sl.i í félagsheimilinu á Hólmavík. Af því tilefni var aðildarfélögum, iðkendum, sjálfboðaliðum og stuðningsaðilum ásamt sveitarstjórnarfulltrúum og fulltrúum og öðrum áhugasömum boðið að gera sér glaðan dag saman.

Afmælishátíðin var var góðmenn, árangursrík og ekki síst skemmtileg. Skíðafélagið eldaði dýrindissúpu fyrir fundargesti og formaðurinn kom með kökur frá Ísafirði. Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, og Sæmundur Runólfsson, framkvæmdastjóri UMFÍ, sóttu afmælið og færðu HSS gjöf.
Ýmislegt var gert sér til skemmtunar og m.a. farið í hópefli og unnið var að því að móta framtíðarsýn héraðssambandsins.

Marín Laufey og Jana Lind unnu kvennaflokkana

Marin Laufey

Marín Laufey Davíðsdóttir úr Samhygð sigraði tvöfalt og er í efsta sæti stigakeppninnar.

Fyrsta umferðin í meistaramótaröð Glímusambands Íslands fór fram í Dalabúð í Búðardal. Mótsstjóri var Ólafur Oddur Sigurðsson og gekk mótið vel í alla staði. Fjórar glímukonur frá HSK tóku þátt í mótinu.

Marín Laufey Davíðsdóttir úr Samhygð sigraði tvöfalt og er í efsta sæti stigakeppninnar. Hún vann opinn flokk kvenna og +65 kg flokk kvenna. Jana Lind Ellertsdóttir, ung glímukona úr Garpi, var að keppa á sínu fyrsta móti í fullorðinsflokki. Hún kom mjög sterk til keppni og sigraði í -65 kg flokki kvenna. Guðrún Inga Helgadóttir úr Vöku varð í 2. sæti í sama flokki.

5. Landsmót UMFÍ 50+ verður á Blönduósi 26.-28. júní 2015

Logo 5. Landsmót UMFÍ 50+ 20155.Landsmót UMFÍ 50+ verður haldið á Blönduósi dagana 26.-28. júní 2015. Blönduós er góður staður til að halda slíkt mót, góð íþróttamannvirki eru til staðar og almenn þjónusta með ágætum. Íþróttakeppnin fer öll fram á Blönduósi og í þéttbýlisstöðum þar í kring. Undirbúningur er hafinn fyrir nokkru síðan og það er mikill metnaður í heimamönnum að gera mótið sem allra best úr garði og lögð verður áhersla að taka vel á móti öllum mótsgestum. Þetta mót verður svipað og þau fyrri en þó verður lögð meiri áhersla á afþreyingu og skemmtun.

Fyrirhugaðar keppnisgreinar á mótinu á Blönduósi eru Boccia, Bridds, Dráttarvélaakstur, Frjálsíþróttir, Golf, Hestaíþróttir, Judó, Lomber, Pútt einstaklingskeppni, Pútt liðakeppni, Ringó, Skák, Skotfimi, Starfshlaup, Stígvélakast, Sund, Þríþraut einstaklingskeppni.

Frekari upplýsingar um dagskrá koma smám saman en hafa má samband við þjónustumiðstöð UMFÍ ef eitthvað er óljóst og þarfnast svara.

Góður árangur á Silfurleikunum í frjálsum íþróttum

Raguel

Ragúel Pino Alexanderson frá Ungmennafélagi Akureyrar stóð sig vel á mótinu.

Fimm aldursflokkamet voru sett á Silfurleikum ÍR sem fram fóru í Laugardalshöll um síðustu helgi en keppendur á mótinu voru um 600 víðs vegar af að landinu. Ragúel Pino Alexanderson frá Ungmennafélagi Akureyrar bætti met í 200 metra hlaupi í 13 ára piltaflokki þegar hann kom í mark á 25,59 sek. Hann bætti einnig metið í 600 metra hlaupi á tímanum 1:32,82 mín. Félagi hans í UFA bætti met í 200 metra í 14 ára piltaflokki þegar hann kom í mark á 25,58 sek. Þórdís Eva Steinsdóttir FH bætti met í 200 metra í 14 ára stúlknaflokki, en hún kom í mark á 25,32 sek. Loks bætti Hákon Birkir Grétarsson, HSK, metið í 60 metra grindarhlaupi. í 13 ára flokki er hann kom í mark á tímanum 10,08 sek. Öll útslit mótsins má sjá hér.

Á mótinu var unnið við nýtt skráningarkerfi sem Friðrik Þór Óskarsson hefur verið að þróa undanfarin misseri. Þar er haldið utan um allan árangur keppenda í frjálsíþróttum. Það heldur utan um lista með bætingum og metum í öllum flokkum.

Jón Margeir sundmaður úr Fjölni með fjögur Íslandsmet

Jón Margeir Sverrisson sést hér stinga sér til sunds.

Jón Margeir Sverrisson sést hér stinga sér til sunds.

Sundfólk úr Ungmennafélaginu Fjölni var atkvæðamikið á Íslandsmótinu í 25 metra í Ásvallalaug í Hafnarfirði um liðna helgi. Í sundi fatlaðra setti Jón Margeir Sverrisson fjögur Íslandsmet. Hann synti 200 metra fjórsund, fyrst á 2:17,18 mínútum, og síðan á 2.15,44 mínútum. Hann synti 50 metra baksund á 29,73 sekúndum og 100 metra skriðsund á 53,41 sekúndum. Kristinn Þórarinsson úr Fjölni varð tvöfaldur Íslandsmeistari fyrst í 100 metra baksundi á nýju Fjölnismeti og undir A-lágmarki á HM og svo í 100 metra fjórsundi einnig á nýju Fjölnismeti.

Af öðrum úrslitum hjá Fjölnisliðinu má nefna að Daníel Hannes Pálsson var í fjórða sæti í 100 metra skriðsundi á nýju Fjölnismeti. Steingerður Hauksdóttir varð í 6.sæti í 100 metra baksundi. Kristján Gylfi Þórisson hafnaði í 5.sæti í 100 metra baksundi og loks varð Hilmar Smári Jónsson í 8.sæti í 100 metra skriðsundi.

Héraðssamband Strandamanna fagnar 70 ára afmæli

SONY DSC

HSS fagnar merkum tímamótum í sögu héraðssambandsins 19. nóvember.

Héraðssamband Strandamanna, HSS, fagnar 70 ára afmæli sínu 19. nóvember næstkomandi í félagsheimilinu á Hólmavík og hefst athöfnin klukkan 19.

Athöfnin hefst kl. 19:00 í Félagsheimilinu á Hólmavík og HSS býður þátttakendum fundarins upp á súpu framreidda af Skíðafélagi Strandamanna.

Af þessu tilefni er aðildarfélögum, iðkendum, sjálfboðaliðum og stuðningsaðilum ásamt sveitarstjórnarfulltrúum og fulltrúum og öðrum áhugasömum boðið að gera sér glaðan dag saman.

SamVest æfingabúðir verða haldnar á Laugum í Sælingsdal

Samstarf um frjálsar íþróttir á Vesturlandi_1

SamVest-samstarfið hefur gengið einsatklega vel.

SamVest-samstarfið stendur fyrir æfingabúðum í frjálsum íþróttum fyrir 10 ára (árgangur 2004) og eldri á Laugum í Sælingsdal í Dalabyggð 21.-22. nóvember nk. Mæting að Laugum er kl. 17 á föstudeginum og heimferð áætluð um kl. 16 á laugardeginum.

Gert er ráð fyrir að þátttakendur sjái sjálfir um að koma sér á staðinn – eða að héraðssamböndin skipuleggi ferðir (getur verið mismunandi eftir svæðum). Aðalþjálfarar verða Kristín Halla Haraldsdóttir úr Grundarfirði og Hlynur Chadwick Guðmundsson frá Aftureldingu í Mosfellsbæ.

Þátttökugjald er 2.500 kr. fyrir hvern þátttakanda (gisting og fæði) en boðið verður uppá kvöldmat á föstudeginum, morgunmat, hádegismat og kaffihressingu á laugardeginum.

Yfir sex hundruð keppendur víðs vegar af að landinu á Silfurleikunum

Þátttaka í mótinu í ár er frábær en yfir 600 hafa tilkynnt þátttöku.

Þátttaka í mótinu í ár er frábær en yfir 600 hafa tilkynnt þátttöku.

Silfurleikar ÍR í frjálsum íþróttum fara fram í Laugardalshöllinni á laugardaginn en þetta er í nítjánda sinn sem þetta skemmtilega mót fer fram. Silfurleikarnir eru haldnir til heiðurs Vilhjálmi Einarssyni og silfurverðlaunum hans á Ólympíuleikunum 1956 og er keppt í þrístökki í öllum aldursflokkum frá 11 ára aldri. Þátttaka í mótinu í ár er mjög góð en sex hundruð keppendur frá 25 félögum víðsvegar að af landinu mæta til leiks í flokkum 17 ára og yngri. Flestir keppendur koma frá ÍR eða 120.

Þátttakendur 10 ára og yngri keppa í fjölþraut barna sem er alþjóðlegt keppnisfyrirkomulag sem ÍR-ingar hafa haft forystu um að innleiða hér á landi. Keppendur 11-17 ára keppa í hefðbundnum frjálsíþróttagreinum. Yngstu aldursflokkarnir hefja keppni kl. 9:00 og fyrstu tvo tímana verður keppt á 23 stöðum samtímis bæði í gömlu Höllinni og frjálsíþróttahöllinni.

María Bragadóttir úr Aftureldingu valin besta kona mótsins

María Bragadóttir úr Ungmennafélaginu Aftureldingu stóð sig vel í Glasgow.

María Bragadóttir úr Ungmennafélaginu Aftureldingu stóð sig vel í Glasgow.

María Bragadóttir úr Ungmennafélaginu Aftureldingu var valin besta konan á opna skoska meistaramótinu í taekwondo sem fram fór um liðna helgi í Glasgow. Íslensku keppendurnir stóðu sig sig afar vel og unnu til til fjölda verðlauna.

María Bragadóttir vann tvenn gullverðlaun og ein bronsverðlaun. Lið Íslands var í öðru sæti í tækni (poomse) og var með bestan heildarárangur allra liða á mótinu.

Á meðal um 400 keppenda víðsvegar að úr Evrópu voru 22 Íslendingar og þeir fengu samtals 21 gullverðlaun, 12 silfurverðlaun og 10 bronsverðlaun í hinum ýmsu flokkum á mótinu

Leiðtogasólarhringur á Laugarvatni

Verkefnið á vegum ungmennaráðs á Laugarvatni um liðna helgi tókst vel.

Verkefnið á vegum ungmennaráðs UMFÍ á Laugarvatni um liðna helgi tókst vel.

Fimmtán ungmenni tóku þátt í verkefni á vegum ungmennaráðs Ungmennafélags Íslands um liðna helgi sem haldið var á Laugarvatni, Verkefnið bar heitið Leiðtogasólarhringur en ungmennaráðið hafði veg og vanda að dagskránni.

Þá gafst sambandsaðilum kostur á að bjóða ungmennum úr sínum röðum upp á þátttöku. Fimmtán glæsileg ungmenni mættu til leiks og óhætt að segja að verkefnið hafi tekist vel í alla staði.

Að sögn Sabínu Steinunnar Halldórsdóttur, landsfulltrúa UMFÍ, voru ungmennin mjög ánægð og nutu samverunnar vel saman.

Fjölnisstúlka Íslandsmeistari 13 ára og yngri í skák

Nansý Davíðsdóttir úr Fjölni Íslandsmeistari í skák 13 ára og yngri.

Nansý Davíðsdóttir úr Fjölni Íslandsmeistari í skák 13 ára og yngri.

Nansý Davíðsdóttir úr skákdeild Fjölnis sýndi enn einu sinni skákhæfni sína þegar hún sigraði á Íslandsmóti unglinga, 13 ára og yngri. Þetta er í annað sinn sem Nansý vinnur opinn aldursflokk í skák og er eina íslenska konan sem hefur afrekað slíkt. Nansý vakti mikla athygli þegar hún varð Íslandsmeistari10 ára og yngri í opnum flokki og nú endurtekur hún leikinn tæpum þremur árum síðar.

Rúmlega 30 krakkar kepptu á Íslandsmóti 13 ára og yngri og þar sem að Nansý er aðeins 12 ára gömul þá hefur hún tækifæri ál að verja titilinn á næsta ári. Til gamans má geta þess að Nansý var að vinna sinn 50. verðlaunabikar á ferlinum en ábyggilega ekki þann síðasta því auk þess að vera efnilegasta skákkona Íslands þá er hún einnig Norðurlandameistari stúlkna í yngsta flokki.

Haustúthlutun úr Spretti Afrekssjóði UÍA og Alcoa

Á myndinni má sjá styrkhafa úr Spretti, eða fulltrúa þeirra ásamt Hildi Bergsdóttur framkvæmdastýru UÍA og Guðrúnu Sólveigu Sigurðardóttur stjórnarkonu úr UÍA.

Á myndinni má sjá styrkhafa úr Spretti, eða fulltrúa þeirra ásamt Hildi Bergsdóttur framkvæmdastýru UÍA og Guðrúnu Sólveigu Sigurðardóttur stjórnarkonu úr UÍA.

Nýlega úthlutaði Ungmenna- og íþróttasamband Austurlands (UÍA) styrkjum úr afrekssjóðnum Spretti til 14 ungmenna sem leggja stund á margvíslegar íþróttir. Auk þess sem 3 þjálfarar voru styrktir til að afla sér frekari menntunnar og tvö ungmenna -og íþróttafélög voru styrkt til að auka við æfingaframboð sitt. Námu styrkirnir samtals 1.470 þúsundum króna.

Úthlutunin fór fram í Neskaupstað þegar samstarfsaðili UÍA, Alcoa Fjarðaál, úthlutaði úr styrktarsjóði sínum. UÍA og Alcoa Fjarðaál starfrækja saman afrekssjóðinn Sprettur. UÍA veitir sjóðnum forstöðu, en Alcoa fjármagnar sjóðinn.

Meginhlutverk sjóðsins er að styrkja íþróttaiðkun barna og ungmenna á Austurlandi. Úthlutað er tvisvar á ári úr sjóðnum og er árlegt ráðstöfunarfé hans 2,5 milljón króna.

Dagur gegn einelti 7. nóvember

Einelti-2014Dagurinn 7. nóvember er helgaður baráttunni gegn einelti í samfélaginu. Dagurinn verður haldinn hátíðlegur í fjórða sinn í dag, föstudaginn 7. nóvember og er markmiðið með deginum að vekja sérstaka athygli á málefninu og hversu alvarlegt einelti er.Stjórnvöld hvetja skóla og aðrar stofnanir, sem og landsmenn alla, til að nýta 7. nóvember til að hugleiða hvernig hægt er að stuðla að jákvæðara samfélagi fyrir alla og beina athyglinni að því að koma í veg fyrir og uppræta það þjóðarböl sem einelti er. Í ár verður sjónum beint að skólasamfélaginu og þá sérstaklega framhaldsskólum.

Ég vil hvetja alla ungmennafélaga til að vekja athygli á deginum, sérstaklega er mikilvægt að þjálfarar og leiðbeinendur í íþrótta- og æskulýðsstarfi nýti sér daginn til að leggja áherslu á að einelti er ekki liðið í félags- og tómstundastarfi. Æskulýðsvettvangurinn, UMFÍ, BSÍ, KFUM og KFUK og Landsbjörg, hafa gefið út bæklinginn „Ekki meir“ sem fjallar um einelti og afleiðingar þess og er jafnframt aðgerðaráætlun sem hægt er að nýta sér í félags- og tómstundastarfinu.

Nýr Skinfaxi að koma út með áhugaverðu og skemmtilegu efni

3. tbl. af Skinfaxa er kominn út.

3. tbl. af Skinfaxa er kominn út.

3. tbl. af Skinfaxa er komið út og er margt áhugavert og skemmtilegt efni í blaðinu. Hreyfivikan er nýafstaðin, tókst hún með afbrigðum vel og hafa þátttakendur aldrei verið fleiri. Sagt er frá atburðinum í máli og myndum í blaðinu. Íslendingar tóku þátt í ungmennabúðum sem haldnar voru í Noregi og segja þátttakendurnir frá ferðinni. Sömuleiðis var mikil ánægja með Leiðtogaskóla NSU sem haldinn var í Færeyjum.

Í blaðinu er sagt frá Unglingalandsmótinu á Sauðárkróki og viðtöl eru við keppendur og foreldra á mótinu. Opnuviðtal er við Selfyssinginn Viðar Örn Kjartansson sem slegið hefur í gegn í norsku knattspyrnunni á þessu tímabili en hann er langmarkahæstur í deildinni þar í landi. Karla- og kvennalið Stjörnunnar áttu frábæru tímabili að fagna og í blaðinu eru viðtöl við þjálfara liðanna.

Þá er í blaðinu opnumynd af íslenska landsliðinu í knattspyrnu. Það hefur varla farið framhjá neinum gengi liðsins til þessa í forkeppni Evrópumótsins en liðið trónir í efsta sæti síns riðils.

Niðurstöður kynntar á óháðri úttekt á íþróttaskóla HSV

Frá Íþróttaskóla HSV

Frá Íþróttaskóla HSV

Vorið 2014 var gerð óháð úttekt á Íþróttaskóla HSV. Tómas Emil Guðmundsson, sjúkraþjálfari, og Ásgeir Guðmundsson, íþróttafræðingur, tóku að sér verkið og verða niðurstöður þeirra kynntar á opnum fund í kvöld, i fimmtudaginn 6.nóvember klukkan 20, á fjórðu hæð Stjórnsýsluhússins.

Á fundinum verður einnig rætt um ofálagseinkenni í íþróttum, forvarnir og fyrirbyggingu meiðsla. Fundurinn er einkum ætlaður foreldrum íþróttabarna á öllum aldri, forsvarsmönnum íþróttafélaga, þjálfurum og öllum þeim sem hafa áhuga á málefninu. Erindið var áður flutt í vor.

11. stjórnarfundur UMFÍ haldinn 10. október 2014

11. stjórnarfundur UMFÍ haldinn í Garðabæ 10. október 2014

Hægt er að sækja fundargerðina hér:11.stjórnarfundargerð

Frábær árangur á þrepamóti á Akureyri

Fimleikar í Keflavík

Framtíðin er björt.

Fimleikadeild Keflavíkur sendi 20 keppendur á þrepamót á Akureyri sl. helgi. Keppt var í 4. og 5.þrepi íslenska fimleikastigans, bæði í stúlkna og drengja flokkum. Undanfarna mánuði hafa iðkendur verið að æfa fyrir þetta mót.

Árangur keppendanna frá Keflavík var stórkostlegur og öðluðust þau meiri keppnisreynslu, tókust á við nýjar áskoranir og síðast en ekki síst komu heim með 41 verðlaunapening.

Framtíðin er svo sannarlega björt hjá fimleikadeildinni með svona frábæra fimleikakrakka.