Forsætisráðherra kom í heimsókn og kynnti sér starfsemi UMFÍ

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, og Sæmundur Runólfsson, framkvæmdastjóri UMFÍ.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, og Sæmundur Runólfsson, framkvæmdastjóri UMFÍ.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, heimsótti á dögunum Þjónustumiðstöð Ungmennafélags Íslands í Sigtúni 42 í Reykjavík. Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ og Sæmundur Runólfsson, framkvæmdastjóri UMFÍ, tóku á móti Sigmundi Davíð og kynntu fyrir honum þau verkefni sem hreyfingin stendur fyrir og eins þau verkefni sem fram undan eru. Má í því sambandi nefna Landsmótin í sumar, Fjölskylduna á fjallið, gönguverkefnin, almenningsíþróttir, forvarnarverkefnin, og Ungmenna- og tómstundabúðir á Laugum í Sælingsdal.

Ungmennafélag Íslands þakkar Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, forsætisráðherra, fyrir að hafa gefið sér tíma til að heimsækja höfuðstöðvar UMFÍ og kynna sér starfsemi hreyfingarinnar.

,,Unglingalandsmótin hafa slegið í gegn“

Jón Daníel Jónsson formaður Ungmennasambands Skagafjarðar.

Jón Daníel Jónsson formaður Ungmennasambands Skagafjarðar.

,,Mótin sem við höfum séð um framkvæmd á fram að þessu, hafa gengið vel og því ákváðum við að sækja um um að fá að halda mótið í þriðja sinn hér á Sauðárkróki. Við erum bæði með mannskap og aðstæður til að halda þetta mót og það hefur ekki lítið að segja þegar aðilar taka svona mót að sér. UMFÍ hefur treyst okkur fyrir þessu verkefni og við ætlum að standa okkur og halda gott mót,“ sagði Jón Daníel Jónsson, formaður Ungmennasambands Skagafjarðar.

Jón Daníel svaraði, þegar hann var spurður hvaða þýðingu það hefði fyrir sambandið að halda þetta mót, að það væri ekki spurning að mikilvægi þess væri umtalsvert. Svæðið fengi mikla kynningu og það þjappaði ennfremur fólkinu fólkinu saman inn á við.

Sumarhátíð UÍA og Síldarvinnslunar

Sumarhátíð UÍA og Síldarvinnslunar verður um næstu helgi.

Sumarhátíð UÍA og Síldarvinnslunar verður um næstu helgi.

Sumarhátíð UÍA og Síldarvinnslunnar fer fram dagana 11.-13. júlí á Egilsstöðum.. Föstudaginn 11. júlí byrjar Eskjumótið í sundi kl 17:00 en einnig verður keppt í borðtennis þann dag. Laugardaginn 12. júlí heldur Eskjumótið í sundi áfram og stendur það til hádegis. Nettómótið í frjálsum hefst um hádegi á laugardag og stendur það fram eftir degi.

Á laugardeginum verður einnig boðið upp á grillveislu í Bjarnadal þar sem boðið verður upp á ýmsa skemmtun. Sunnudaginn 13. júlí fer fram boccia mót á Vilhjálmsvelli í boði Héraðsprent ásamt því að Nettó mótið í frjálsum heldur áfram.

Eitt þátttökugjald er óháð greinafjölda, 2.000 krónur á keppanda.

Sjálfboðaliðar óskast á Unglingalandsmótið

Sjálfboðaliðar að störfum á Unglingalandsmóti.

Sjálfboðaliðar að störfum á Unglingalandsmóti.

Nú styttist í Unglingalandsmót UMFÍ sem haldið verður á Sauðárkróki um verslunarmannahelgina. Til að halda slíkt mót þarf gríðarlegan fjölda sjálfboðaliða og er nú leitað til íbúa um að taka að sér störf við mótið.

Um er að ræða alls konar störf, við íþróttagreinarnar, í upplýsingamiðstöð, í mötuneyti starfsfólks, við verðlauna utanumhald og fleira og fleira. Sjálfboðaliðar geta valið sinn „vinnutíma“ eins og hverjum og einum hentar.

Þeir sem vilja taka þátt og skrá sig sem sjálfboðaliða geta haft samband við Línu í síma 893 5349 eða á netfangið haukurfreyr@simnet.is.

Skráning hafin á 17. Unglingalandsmót UMFÍ á Sauðárkróki

17. Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið á Sauðárkróki um verslunarmannahelgina.

17. Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið á Sauðárkróki um verslunarmannahelgina.

Skráning er hafin á 17. Unglingalandsmót UMFÍ sem haldið verður um verslunarmannahelgina á Sauðárkróki. Skráningarfrestur er til miðnættis sunnudaginn 27. júlí. Fleiri keppnisgreinar verða á mótinu á Sauðárkróki en nokkru sinni fyrr. Auk hefðbundinna greina eins og fótbolta, körfubolta, frjálsíþrótta, sunds og glímu verða nokkrar nýjar greinar. Má þar nefna bogfimi, siglingar og tölvuleiki. Auk þess verður keppt í motocrossi, dansi, golfi, hestaíþróttum, skák, stafsetningu, upplestri og strandblaki. Fatlaðir einstaklingar munu keppa í frjálsum og sundi.

Afþreyingardagskrá Unglingalandsmótsins er metnaðarfull. Í boði er m.a. þrautarbraut fyrir alla aldurshópa, útibíó, leiktæki og andlitsmálun fyrir yngstu kynslóðina. Þrjár smiðjur verða starfræktar, en það eru söngsmiðja, myndlistarsmiðja og leiklistarsmiðja. Gönguferðir verða um bæinn og nágrenni Sauðárkróks, júdókynning, knattþrautir KSÍ, tennisleiðsögn og kynning á parkour, sumbafitness, markaðstorg, popping-kennsla og opið golfmót.

Á hverju kvöldi verða glæsilegar kvöldvökur þar sem margir af okkar þekktustu tónlistarmönnum koma fram. Má þar nefna Jón Jónsson, Sverri Bergmann, Þórunni Antoníu, Friðrik Dór, Úlf Úlf og Magna Ásgeirsson.

Ágætur árangur á Sumarleikum HSÞ á Laugum

Boðhlaupssveit 10-11 ára hnáta; Hafdís Inga Kristjánsdóttir, Sara Ragnheiður Kristjánsdóttir, Eyrún Anna Jónsdóttir, Natalía Sól Jóhannsdóttir

Boðhlaupssveit 10-11 ára hnáta; Hafdís Inga Kristjánsdóttir, Sara Ragnheiður Kristjánsdóttir, Eyrún Anna Jónsdóttir, Natalía Sól Jóhannsdóttir

Sumarleikar HSÞ fóru fram á Laugavelli sl. helgi. Alls mættu 147 keppendur til leiks frá 9 félögum. Það eru heldur færri keppendur en á undanförnum Sumarleikum sem skýrist af því að Gautaborgarleikar voru á sama tíma.

Gott veður var báða dagana þó heldur kaldara á sunnudeginum. Mótið gekk mjög vel fyrir sig og allir höfðu gaman af. Eitt Íslandsmet var sett en það var hinn stórefnilegi Ragúel Pino Alexandersson 13 ára frá UFA sem stökk 5,68 í langstökki. HSÞ átti 33 keppendur og stóðu þeir sig að venju vel.

Jón Friðrik Benónýsson á um þessar mundir 50 ára keppnisafmæli í frjálsum íþróttum. Af því tilefni skoraði hann á Þorstein Ingvarsson í 60 m. hlaup. En Jón Friðrik telur hann besta frjálsíþróttakarlmann fyrr og síðar í sögu HSÞ. Þorsteinn vann en Brói hljóp á 10,10 sek.

SamVest mót í Borgarnesi 5. júlí

Börn og unglingar munu spreyta sig á SamVest móti í frjálsum íþróttum í Borgarnesi á laugardaginn kemur.

Börn og unglingar munu spreyta sig á SamVest móti í frjálsum íþróttum í Borgarnesi á laugardaginn kemur.

Héraðssamböndin UDN, HSH, UMSB, HSS og HHF ásamt Ungmennafélaginu Skipaskaga og Ungmennafélagi Kjalnesinga blása til SamVest móts sem er einkum ætlað fyrir börn og unglinga. Mótið verður haldið á íþróttavellinum í Borgarnesi á laugardaginn kemur, 5. júlí, og hefst klukkan 13. Skráningar berist á netfangið hronn@vesturland.is eða þjálfara á viðkomandi stað í síðasta lagi fyrir fyrir kl. 20 föstudaginn 4. júlí.

Foreldrar eru hvattir til að mæta með börnum sínum en það gefur mikinn stuðning. Stefnt er að því að grilla fyrir mannskapinn í lok keppni. Hægt verður að sjá skiptingu greina og dagskrá mótsins í mótaforriti FRÍ á www.is. Talsvert af starfsfólki þarf á svona mót og eru þeir sem vilja og geta aðstoðað að senda skilaboð um það á umsb@umsb.is ( með nafni og félagi)

Styrmir Dan bætti 36 ára gamalt Íslandsmet

Styrmir Dan

Styrmir Dan náði frábærum árangri á Gautaborgarleikunum um helgina.

Hinir árlegu Gautaborgarleikar í frjálsum íþróttum fóru fram um helgina og að venju tóku fjölmargir Íslendingar þátt í leikunum. Góður árangur náðist í mörgum greinum en Styrmir Dan Steinunnarson úr HSK bætti Íslandsmetið í flokki 15 ára og eldri. Syrmir Dan fór yfir 1.94 cm og sigraði með glæsibrag og stökk 12 cm hærra en næsti keppendi.

Þetta met var komið nokkuð til ára sinna en fyrra metið átti Stefán Þór Stefánsson sem hann setti 1978. Metið var því orðið 36 ára gamalt.

 

Víðavangshlaup UÍA á Seyðisfirði 1. júlí

Víðavangshlaup UÍA verður á Seyðisfirði þriðjudaginn 1. júlí.

Víðavangshlaup UÍA verður á Seyðisfirði þriðjudaginn 1. júlí.

Þriðjudaginn 1. júlí næstkomandi fer fram víðavangshlaup UÍA og er það haldið á Seyðisfirði þetta árið. Víðavangshlaupið er haldið í samstarfi við Huginn og hefst það klukkan 18:00. Mæting er á miðbæjartorginu við íþróttahúsið.

Vegalengdir og keppnisflokkar: 10 ára og yngri 1,5 km skemmtiskokk. Foreldrum er velkomið að fylgja yngstu hlaupagikkjunum. 11-12 ára strákar og stelpur 3 km, tímataka. 13-14 ára strákar og stelpur. 15 ára og eldri karlar og konur 10 km, tímataka og 3 km skemmtiskokk.

Allir keppendur fá þátttökupening, en verðlaun verða veitt fyrir þremur fyrstu í flokkum 11 ára og eldri. Þátttökugjald er 500 kr. Skráning fer fram á skrifstofu UÍA í síma 471-1353 eða á netfangið uia@uia.is

Bláskógaskokk HSK þreytt í 41. skiptið

Bláskógaskokk HSK verður þreytt í 41. skiptið á laugardag.

Bláskógaskokk HSK verður þreytt í 41. skiptið á laugardag.

Bláskógaskokk HSK verður haldið laugardaginn 28. júní 2014 og hefst kl. 11:00. Hlaupið verður frá Gjábakka, austan Þingvallavatns eftir gamla Gjábakkavegi til Laugarvatns. Vegalengdir: 5 km og 10 mílur (16,09 km) með tímatöku. Flokkaskipting bæði kyn: 16 ára og yngri,17-39 ára, 40-49 ára, 50 ára og eldri. Í 5 km er keppt í flokkum 16 ára og yngri og 17 ára og eldri hjá báðum kynjum.

Allir þátttakendur fá verðlaun. Sérverðlaun verða veitt fyrir fyrsta karl og fyrstu konu í 5 km og 10 mílum. Hægt er að skrá sig á hlaupasíðunni, www.hlaup.is og greiða með kreditkorti. Forskráningu á hlaup.is lýkur föstudaginn 27. júní kl. 21:00. Eins er skráð á staðnum (íþróttahúsi) fyrir hlaup. Nánari upplýsingar veita Sigurbjörn Árni Arngrímsson í síma 693-1774 og Ingvar Garðarsson í síma 482 2730 og 698 5730. Keppendur þurfa að mæta við íþróttahúsið á Laugarvatni þar sem þeir staðfesta skráningu og fá afhent keppnisnúmer frá kl. 9:00 á keppnisdag.

Keppendur verða að koma sér sjálfir á rásmark í 10 mílna hlaupinu. Í 5 km hlaupinu er hlaupinn hringur á Laugarvatni. Ein drykkjarstöð er á 10 mílna hlaupaleiðinni. Engin bílaumferð verður um veginn meðan á hlaupinu stendur. Verðlaunaafhending verður við endamark hlaupsins, rétt við íþróttahúsið á Laugarvatni strax eftir hlaup.

Sumarleikar HSÞ á Laugum í Reykjadal

Frá keppni á Sumarleikum HSÞ í fyrrasumar.

Frá keppni á Sumarleikum HSÞ í fyrrasumar.

Sumarleikar Héraðssambands Þingeyinga verða haldnir um helgina á Laugum í Reykjadal. Mótið hefst klukkan 11 á laugardag og á sunnudagsmorgni klukkan 10. Óskað er eftir sjálfboðaliðum til starfa við mótið. Skráning sjálfboðaliða er hjá Huldu Skarphéðins á netfanginu huldae@mi.is eða í síma 865-3054.

Þingeyingar eru hvattir til að fjölmenna á mótið og taka þátt í frábærri skemmtun. Þetta mót er fyrir alla aldursflokka og keppt í flestum greinum frjálsra íþrótta.

Úrslit á Landsmóti UMFÍ 50+ á Húsavík 2014

Frá keppni í sundi á Landsmóti UMFÍ 50+ á Húsavík um liðna helgi.

Frá keppni í sundi á Landsmóti UMFÍ 50+ á Húsavík um liðna helgi.

Hér má sjá öll úrslit frá mótinu sem haldið var á Húsavík 2014. Landsmót UMFÍ 50+

 

Myndasyrpa: Brot af því besta frá Landsmóti UMFÍ á Húsavík

IMG_3576Um helgina fór fram Landsmót UMFÍ 50+ á Húsavík þar sem leikglaðir keppendur tókust á við fjölbreyttar íþróttagreinar. Brosandi ferðaðist fólk um alla Húsavík og tók þátt en meðal greina sem keppt var í má nefna Skotfimi, Dráttavélaakstur, Stígvélakast, Fjallahlaup, Sund, Bridds, Skák, Hrútadómum, Boccia og Frjálsum íþróttum.

Hér má sjá myndasyrpu með broti af því besta frá helginni á Húsavík. Myndirnar tók Rafnar Orri Gunnarsson.

Helga Guðrún: ,,Ég er ákaflega þakklát”

IMG_3319Helga Guðrún Guðjónsdóttir, Formaður UMFÍ, var virkilega ánægð og þakklát eftir Landsmótið á Húsavík sem heppnaðist vel í alla staði en mótinu lauk í dag eftir harða og spennandi keppni hér og þar um Húsavík í fjölbreyttum og skemmtilegum greinum alla helgina.

Hér fyrir neðan má sjá viðtal við Helgu Guðrúnu eftir að mótinu lauk í dag en Landsmóti UMFÍ 50+ var slitið í Íþróttahöll Húsavíkur

 

 

Frábæru Landsmóti lokið á Húsavík – Myndir frá mótsslitum

IMG_4167Í dag fór fram verðlaunaafhending og mótsslit í íþróttahöll Húsavíkur því um helgina fór fram Landsmót 50+ á Húsavík en tilþrifin voru stórkostleg og leikgleðin allsráðandi í öllum greinum.

Veðrið lék við keppendur alla keppnisdagana og mótsgestir virtust allir mjög ánægðir með helgina og veruna á Húsavík.

Hér má sjá myndir frá mótslitum í Íþróttahöll Húsavíkur

Aðalsteinn Árni: ,,Miklir öðlingar í bænum þessa dagana”

IMG_4113Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar, sat í dómnefnd á landsmótinu í gær en hann kom að því að dæma hrútana á Húsavík er keppt var um fallegasta hrútinn á svæðinu.

Við kíktum í Grobbholt sem er fjárhúsið hans Kúta líkt og hann er kallaður og spjölluðum við hann um stemninguna í kringum mótið.

Hér fyrir neðan má sjá viðtalið við Kúta

Landsmót UMFÍ 50+ Dráttavélaakstur á skólaplaninu – MYNDIR

IMG_4003Dráttavélaakstur fór fram á skólaplaninu við Borgahólsskóla í dag en keppt var í færni á dráttarvél með kerru í eftirdragi.

Keppendur leystu þrautina líkt og þau hefðu aldrei gert neitt annað enn að keyra dráttarvél og fylgdust áhorfendur spenntir með.

Hér má sjá myndir frá dráttaakstrinum í dag

Landsmót UMFÍ 50+ Skyttur á skotsvæðinu – MYNDIR

IMG_3975Skotfimi er ein af greinunum sem keppt er í um helgina á Landsmóti UMFÍ 50+. Keppendur munduðu byssurnar upp á skotvelli Húsvíkinga og greinilegt að skytturnar kunnu sitt fag. Skotið var riffilskotum VFS 100 og 200.

Hér má sjá myndir frá skotsvæðinu í dag

 

 

Landsmót UMFÍ 50+ Gleðin allsráðandi á Húsavíkurvelli – MYNDIR

IMG_3914Gleðin hélt áfram í dag og voru keppendur mættir á Húsavíkurvöll til þess að taka þátt í Frjálsum íþróttum.

Það var ekki að sjá á fólki að gærdagurinn hafi tekið sinn toll þar sem allir voru fullir af orku og tóku vel á því með bros á vör.

Hér má sjá myndir frá vellinum í morgun

Landsmót UMFÍ 50+ – Hrútadómar á Húsavík – MYNDIR

SONY DSCHrútadómar er ein af keppnisgreinum Landsmóts UMFÍ 50+ þetta árið og þykir afar spennandi. Margir áhugamenn eru á svæðinu um sauðfé og var stemningin vissulega góð er verkalýðsforinginn Kúti eða Aðalsteinn Árni Baldursson líkt og hann heitir ásamt öðrum meisturum tóku út þessa glæsigripi er mættu leiks í dag fyrir utan Borgarhólsskóla og Borgahól á Húsavík.

Hér má sjá myndir frá Hrútadómnum