Fulltrúar aðildarfélaga funduðu með starfsfólki UMFÍ

Frá heimsókn til Íslenskrar Getpsár.

Frá heimsókn til Íslenskrar Getpsár.

Fulltrúar frá aðildarfélögum Ungmennafélags Íslands áttu í dag vinnufund með starfsfólki UMFÍ í Þjónustumiðstöð hreyfingarinnar í Reykjavík. Fundurinn var vel heppnaður og árangursríkur. Viðar Halldórsson, félagsfræðingur, hélt afar áhugavert erindi varðandi áherslur í þjálfun og byggði það á leiðarvísir sem gefinn hefur verið út og ber heitið Framtíðin. Á eftir spunnast afar skemmtilegar og fræðandi umræður.

Því næst kynnti Sigurður Guðmundsson, tómstundafulltrúi UMSB, samstarf Ungmennasambands Borgarfjarðar og Borgarbyggðar.

Í hádeginu voru höfuðstöðvar Íslenskrar Getspár í Laugardal heimsóttar undir leiðsögn Stefáns Konráðssonar framkvæmdastjóra. Eftir hádegi fór fram kynning á verkefnum UMFÍ og umræður í kjölfarið. Fundinum lauk síðan með opnum umræðum og samantekt.

Samæfing SamVest í frjálsíþróttahöllinni í Kaplakrika

Góð þátttaka hefur verið á æfingum í SamVest samstarfinu.

Góð þátttaka hefur verið á æfingum í SamVest samstarfinu.

Samæfing SamVest í frjálsum íþróttum verður haldin í frjálsíþróttahöllinni í Kaplakrika föstudaginn 30. janúar klukkan 16.30. Héraðssamböndin UDN, USK, HSH, UMSB, UMFK, HSS og HHF sem eru í SamVest samstarfinu boða til samæfingar í frjálsum íþróttum fyrir iðkendur sína. Þetta samstarf hefur gengið einstaklega vel og þátttaka á æfigunum mjög góð.

Æfingin er fyrir 10 ára og eldri og verður þátttakendum aldursskipt í nokkra hópa á æfingunni.Umsjón með æfingunni hefur einn af aðalþjálfurum á starfssvæði SamVest og gestaþjálfarar eru allir fastir þjálfarar hjá FH þau Eggert Bogason, Einar Þór Einarsson og Ragnheiður Ólafsdóttir.

Frekari upplýsingar á Facebook síðu SamVest-samstarfsins, sem allir SamVest-liðar geta fengið aðgang að. Ábendingar og spurningar má senda til bjorg@alta.is

Ólöf María Einarsdóttir íþróttamaður Ungmennasambands Eyjafjarðar

Frá útnefningu íþróttamanns UMSE.

Frá útnefningu íþróttamanns UMSE.

Ólöf María Einarsdóttir úr Golfklúbbnum Hamri í Dalvíkurbyggð var kjörin íþróttamaður Ungmennasambands Eyjafjarðar 2014 en kjörinu var lýst í hófi að Rimum í Svarfvarðardal. Þrátt fyrir ungan aldur, en Ólöf María er aðeins 15 ára gömul, náði hún frábærum árangri á síðasta ári í verkefnum sem hún tók þátt í. Hún er tvímælalaust í hópi efnilegustu kylfinga landsins og verður gaman að fylgjast með henni í framtíðinni.

Annar í kjörinu varð Guðmundur Smári Daníelsson frjálsíþróttamaður UMSE 2014, frjálsíþróttamaður frá Umf. Samherjum í Eyjafjarðarsveit og þriðja varð Anna Kristín Friðriksdóttir hestaíþróttamaður UMSE 2014, frá Hestamannafélaginu Hring í Dalvíkurbyggð.

Við þetta sama tækifæri var einnig veitt viðurkenning og styrkur til aðildarfélags UMSE fyrir framúrskarandi barna- og unglingastarf, en samkvæmt nýjum samningi við aðal styrktaraðila UMSE, Bústólpa ehf., sem undirritaður var á árinu 2014, veitir styrktaraðilinn árlega 50.000.- kr. styrk til uppbyggingar barna- og unglingastarfi. Að þessu sinni var það Hestamannafélagið Funi sem hlaut styrkinn.

Ásgerður Jana úr UFA Íslandsmeistari í fimmtarþraut kvenna

Ásgerður Jana - 1

Ásgerður Kana Ágústsdóttir úr Ungmennafélagi Akureyrar.

Mjög góður árangur náðist á Meistaramóti Íslands í fjölþrautum um helgina og mikið um persónulegar bætingar. Íslandsmeistari í fimmtarþraut kvenna varð Ásgerður Jana Ágústsdóttir úr Ungmennafélagi Akureyrar með 3320 stig. Silfurverðlaun hlaut Hanna Þráinsdóttir, ÍR, með 2739 stig og í þriðja sæti hafnaði Sandra Eiríksdóttir, ÍR, með 2683 stig – tveimur stigum meira en Ragna Vigdís Vésteinsdóttir, UMSS, sem hlaut 2681 stig.

Í flokki stúlkna 16-17 ára sigraði Irma Gunnarsdóttir, Breiðabliki, með 3601 stig. Í öðru sæti varð Guðbjörg Bjarkadóttir, FH, með 3037 stig. Í aldursflokkunum bar hæst glæsilegt aldursflokkamet í flokki stúlkan 15 ára og yngri. Þórdís Eva Steinsdóttir úr FH gerði sér lítið fyrir og bætti sinn fyrri árangur í flokknum um 200 stig og hlaut 3639 stig.

Þjálfarateymi sambandsaðila uppskar ríkulega um þessa helgi og ljóst að mikils er að vænta frá fjölþrautamönnum okkar í framtíðinni – konum, stúlkum, körlum og piltum.

Íþróttakona og íþróttamaður Mosfellsbæjar

Frá athöfninni í Mosfellsbæ sem fram fór að Varmá.

Frá athöfninni í Mosfellsbæ sem fram fór að Varmá.

Kjör íþróttamanns og íþróttakonu Mosfellsbæjar fór fram í Íþróttamiðstöðinni að Varmá í gærkvöldi. Ásamt því að heiðra íþróttakarl og íþróttakonu Mosfellsbæjar voru veittar viðurkenningar fyrir Íslandsmeistaratitla, bikarmeistara,deildameistara, landsmótsmeistara og fyrir þátttöku í landsliði. Einnig voru veittar viðurkenningar fyrir efnilegasta dreng og stúlku 16 ára og yngri í hverri íþróttagrein.

Sjö konur og fjórir karlar voru tilnefnd í kjörinu að þessu sinni. ÍÞróttakona Mosfellsbæjar var kjörin Brynja Hlíf Hjaltadóttir akstursíþróttakona úr Mótomos. Íþróttakarl Mosfellsbæjar var kjörin Kristján Þór Einarsson golfíþróttamaður Golfklúbbsins Kjalar Mosfellsbæ

Fyrsti hópurinn kom í ungmennabúðirnar fyrir 10 árum

Frá vinstri: Jóhannes Haukur Hauksson, oddviti Dalabyggðar, Anna Margrét Tómasdóttir, forstöðumaður ungmennabúðanna, og Sveinn Pálsson sveitastjóri Dalabyggðar.

Frá vinstri: Jóhannes Haukur Hauksson, oddviti Dalabyggðar, Anna Margrét Tómasdóttir, forstöðumaður ungmennabúðanna, og Sveinn Pálsson sveitastjóri Dalabyggðar.

Um þessar mundir eru 10 ár síðan fyrsti hópurinn dvaldi við leik og störf í Ungmenna- og tómstundabúðunum Ungmennafélags Íslands á Laugum í Sælingsdal. Tímamótanna var minnst með sérstakri afmælishátíð sl. laugardag og mættu um 100 manns í veislukaffi og nutu þess sem í boði var.

Ungmenna- og tómstundabúðirnar á Laugum í Dalabyggð eru reknar af Ungmennafélagi Íslands og eru þær ætlaðar nemendum 9. bekkinga grunnskólanna en þeir eiga möguleika á að dvelja þar frá mánudegi til föstudags við leik og störf. Það voru nemendur úr heimabyggð (Dalabyggð), Varmárlandi og Borgarnesi sem dvöldu fyrstu vikuna á sínum tíma og mættu þau þann 17. janúar 2005 til leiks.

Vel heppnaðar æfingabúðir HSÞ á Þórshöfn

Þátttakendur ásamt þjálfurum í æfingabúðunum á Þórshöfn.

Þátttakendur ásamt þjálfurum í æfingabúðunum á Þórshöfn.

Frjálsíþróttaráð Héraðssambands Þingeyinga stóð fyrir æfingabúðum í frjálsum íþróttum á Þórshöfn um liðna helgi. Þátttakan var mjög góð en um 43 einstaklingar voru mættir á fyrstu æfinguna sem haldin var á föstudeginum. Um kvöldið var kvöldvaka og farið í spurningakeppni. Æfingar hófust síðan snemma á laugardeginum og lauk æfingabúðunum síðdegis.

Jón Friðrik Benónýsson, sem verið hefur aðalþjálfari deildarinnar um áratugaskeið, útskýrði vel tilgang æfinga og sagði að nauðsynlegt væri að gera alls konar æfingar til að samhæfa huga og líkama. Þjálfarinn lét þátttakendurna í hraðaaukningar, styrktaræfingar og minnti á að nota vel hendur til að halda jafnvægi. Eftir góðar teygjur í lok æfingar fóru krakkarnir svo í sund áður en haldið var heim á leið.

Æfingabúðirnar heppnuðust einstaklega vel og eiga iðkendur hrós skilið fyrir frábæra frammistöðu. Starfssvæði HSÞ er stórt og æfðar eru frjálsar íþróttir á þremur stöðum á svæðinu. Fram undan eru fjölmörg íþróttamót og flest þeirra eru í Reykjavík.

Helgi Guðjónsson íþróttamaður Borgarfjarðar

Helgi Guðjónsson tekur á móti viðurkenningunni.

Helgi Guðjónsson tekur á móti viðurkenningunni.

Helgi Guðjónsson íþróttamaður úr Reykholti hlaut titilinn íþróttamaður Borgarfjarðar 2014. Hann er aðeins 15 ára gamall, en einstaklega efnilegur og fjölhæfur íþróttamaður sem hefur skarað fram úr í sundi, frjálsum íþróttum, körfubolta og knattspyrnu. Sundið hefur hann þó lagt til hliðar vegna anna í ástundun hinna greinanna. Annar í kjörinu var Bjarki Pétursson, kylfingur, Aðalsteinn Símonarson, akstursíþróttamaður, lenti í þriðja sæti, Brynjar Björnsson í því fjórða og í fimmta sæti hafnaði Einar Örn Guðnason kraftlyftingamaður.

Aðrar viðurkenningar og verðlaun sem UMSB veitti við þetta tækifæri voru maraþonbikarinn sem veittur er fyrir besta tímann í maraþonhlaupi á árinu. Stefán Gíslason hlaut þennan bikar sjötta árið í röð. Einnig voru veittar viðurkenningar til þeirra íþróttamanna sem valdir voru í landslið á árinu.

Keppendur í taekwondodeild Umf. Selfoss unnu til sjö verðlauna

Taekwondofólk úr Ungmennafélagi Selfoss hafði ærna ástæðu til fagna.

Taekwondofólk úr Ungmennafélagi Selfoss hafði ærna ástæðu til fagna.

Keppendur úr Taekwondodeild Ungmennafélags Selfoss unnu til sjö verðlauna á alþjóða Reykjavíkurleikunum um helgina. Alls unnu keppendurnir frá Selfossi til fjögurra gullverðlauna, eitt silfur og tvennra bronsverðlauna.

Daníel Jens Pétursson vann báða bardaga sína örugglega og hampaði gullverðlaunum og Dagný María Pétursdóttir átti frábæran dag og vann gull eftir sigur á norskum andstæðingi. Gunnar Snorri Svanþórsson vann sinn úrslitabardaga örugglega sem og Kristín Björg Hrólfsdóttir.

Þá hreppti Hekla Þöll Stefánsdóttir silfurverðaun í poomsae og þeir Ásgeir Yu og Ísak Máni Stefánsson unnu bronsverðlaun í sparring.

Hafdís Sigurðardóttir bætti sitt eigið Íslandsmet í langstökki

Hafdís Sigurðardóttir byrjar árið af krafti.

Hafdís Sigurðardóttir byrjar árið af krafti.

Hafdís Sigurðardóttir, frjálsíþróttakona úr Ungmennafélagi Akureyrar, setti í dag glæsilegt Íslandsmet í langstökki innanhúss á Alþjóðlegum Reykjavíkurleikum sem standa yfir þess daganna. Hafdís stökk 6,47 metra og bætti eigið Íslandsmet en gamla metið hennar var 6,45 metrar sem hún setti fyrir tæplega ári síðan

Þessi árangur hennar í langstökkinu tryggir henni um leið keppnisrétt á Evrópumótinu innanhúss í frjálsum íþróttum sem haldið verður í Prag í Tékklandi í byrjun mars.

Þess má geta að Reykjavíkurleikarnir sem hófust í gær munu standa til 25. janúar.

Unglingalandsmót á Akureyri – samstarfssamningar undirritaðir

Unglingalandsmót 2015- undirritun

Frá undirritun samstarfssamnings á Akureyri í gær.

Í gær voru undirritaðir samstarfsamningar á milli Ungmennafélags Akureyrar, Ungmennafélags Íslands og Akureyrarbæjar um framkvæmd Unglingalandsmóts UMFÍ sem fer fram í fyrsta skipti á Akureyri um verslunarmannahelgina 2015.

Akureyri er mikill íþróttabær með öflugt og fjölbreytt íþróttastarf og mun það speglast í framboði greina á mótinu 2015 þannig að sem flestir á aldrinum 11-18 ára finni tækifæri til að taka þátt í frábærum viðburði á Akureyri.

Á meðfylgjandi mynd eru talið frá vinstri: Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, Sigurður Freyr Sigurðarson, formaður UFA, Ingibjörg Ólöf Isaksen, formaður íþróttaráðs og varaformaður unglingalandsmótsnefndar 2015 og Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri og formaður unglingalandsmótsnefndar 2015.

Ungmenna- og tómstundabúðir UMFÍ 10 ára

Ungmennabúðir á LaugumHaldið verður uppá 10 ára afmæli Ungmenna- og tómstundabúða UMFÍ laugardaginn 17. janúar með dagskrá kl. 13-15:30 á Laugum í Sælingsdal.

Leikir og þrautir innan dyra og utan kl. 13-15, leiðsögn um skólann kl. 14 og veislukaffi kl. 15:30.

Eftir dagskrána verður Sælingsdalslaug opin og sögustund á Byggðasafni Dalamanna. Frítt verður í sund, en 500 kr. á sögustund fyrir fullorðna og frítt fyrir börn.

Allir eru velkomnir að Laugum á laugardaginn, hvort sem er að njóta dagskrár, útvistar, sunds eða sögustundar.

Baldur Haraldsson íþróttamaður Skagafjarðar

Íþróttamaður Skagafjarðar 2014

Frá útnefningu íþróttamanns Skagafjarðar.

Baldur Haraldsson rallýkappi var valinn Íþróttamaður Skagafjarðar og Jóhann Björn Sigurbjörnsson spretthlaupari hlaut titilinn Íþróttamaður Tindastóls. Þetta var kunngert á samkomu sem UMSS og UMF Tindastóll héldu í Húsi frítímans á Sauðárkróki þar sem kynntar voru niðurstöður úr vali á Íþróttamanni Skagafjarðar og Íþróttamanni Tindastóls fyrir árið 2014.

Þess má geta að Baldur var fyrir skömmu einnig valinn „Akstursíþróttamaður ársins“ af Akstursíþróttasambandi Íslands. Í 2. sæti í vali á Íþróttamanni Skagafjarðar varð Jóhann Björn Sigurbjörnsson og í 3. sæti Arnar Geir Hjartarson.
Þá var Hlynur Þór Haraldsson golfþjálfari útnefndur Þjálfari ársins 2014, kvennasveit Golfklúbbs Sauðárkróks var valin Lið ársins 2014, og einnig voru veittar viðurkenningar til hóps efnilegra unglinga.

134 HSK met sett í frjálsum íþróttum á síðasta ári

Styrmir Dan

Styrmir Dan Steinunnarson úr Þór setti flest HSK met á síðasta ári.

Á síðasta ári var reglulega sagt frá nýjum HSK metum í frjálsíþróttum. Haldið er utan um metaskrár HSK í öllum flokkum frá 11 ára aldri, bæði innan- og utanhúss og reynt er að uppfæra metaskrárnar eftir hvert mót. Mikilvægt er að mótshaldarar tilkynni um öll mót til FRÍ og að úrslit séu sett á mótavefinn, strax að loknu móti. Samkvæmt þeim upplýsingum sem fyrir liggja í upphafi nýs árs voru samalts 134 HSK met sett á síðasta ári.

Styrmir Dan Steinunnarson úr Þór setti flest HSK met á árinu, en samtals setti hann 21 met og var hluti þeirra einnig Íslandsmet. Næst komu Jónína Guðný Jóhannsdóttir Selfossi og Fannar Yngvi Rafnarsson Þór, en þau settu bæði átta HSK met á árinu.Kristinn Þór Kristinsson Samhygð setti flest HSK met í fullorðinsflokki, eða samtals fjögur met. Ólafur Guðmundsson setti flest HSK met í öldungaflokkum, en hann setti samtals sjö HSK met á árinu.

Birgir Leifur og Norma Dögg íþróttafólk Kópavogs

Norma Dögg 1

Norma Dögg Róbertsdóttir og Birgir Leifur Hafþórsson við útnefninguna í gær.

Birgir Leifur Hafþórsson kylfingur úr GKG og Norma Dögg Róbertsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2014. Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Reiðhöll Spretts. Fengu þau að launum farandbikar og eignarbikar jafnframt því sem Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs afhenti þeim hvoru um sig 150 þúsund króna ávísun í viðurkenningarskyni frá Kópavogsbæ.

Birgir Leifur og Norma Dögg voru valin úr hópi 39 íþróttamanna sem fengu viðurkenningu íþróttaráðs eftir tilnefningar frá íþróttafélögunum í bænum. Birgir varð Íslandsmeistari í höggleik í sjötta sinn á árinu 2014 og hefur um árabil verið fremsti kylfingur landsins. Norma varð Íslandsmeistari í fjölþraut í áhaldafimleikum kvenna, fékk tvenn verðlaun á Norðurlandamótinu og varð í 11. sæti í stökki á EM og í 18. sæti á HM á árinu.

Daníel Leó og Guðrún Bentína íþróttafólk ársins í Grindavík

Íþróttafólk Grindavíkur 2014

Daníel Leó Grétarsson og Guðrún Bentína Frímannsdóttir voru kjörin íþróttamaður og íþróttakona Grindavíkur.

Knattspyrnufólkið Daníel Leó Grétarsson og Guðrún Bentína Frímannsdóttir voru kjörin íþróttamaður og íþróttakona Grindavíkur 2014 við hátíðlega athöfn í Hópsskóla á gamlársdag. Daníel Leó var lykilmaður í 1. deildarliði Grindavíkur á síðasta keppnistímabili og samdi í haust við norska úrvalsdeildarliðið Ålesund. Guðrún Bentína var lykilmaður í kvennaliði Grindavíkur síðasta sumar.

Allar deildir UMFG og Golfklúbbur Grindavíkur tilnefndu íþróttamenn og íþróttakonur ársins úr sínum röðum. Valnefndin samanstendur af stjórn UMFG og frístunda- og menningarnefnd. Það var Hjálmar Hallgrímsson formaður bæjarráðs sem afhendi Daníel Leó og Guðrúnu Bentínu viðurkenningar sínar en Lovísa H. Larsen formaður frístunda- og menningarnefndar og Gunnlaugur Hreinsson formaður UMFG afhentu aðrar viðurkenningar. Kjörinu stjórnaði Þorsteinn Gunnarsson, sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs.

Samþykkt að vinna áfram að stofnun nýs ungmennafélags í Flóahreppi

Guðrún Inga

Guðmunda Ólafsdóttir formaður Vöku afhendir Guðrúnu Ingu verðlaun sín á fundinum.

Aðalfundur Umf. Vöku var haldinn í Þjórsárveri þann 4. janúar. Glímukonan Guðrún Inga Helgadóttir var útnefnd íþróttamaður ársins hjá félaginu. Stjórn félagsins var öll endurkjörin og er hún þannig skipuð að Guðmunda Ólafsdóttir er formaður, Hallfríður Ósk Aðalsteinsdóttir gjaldkeri og Erla Björg Aðalsteinsdóttir ritari.

Afhent voru verðlaun fyrir ýmis afrek síðasta árs. Arnar Einarsson fékk verðlaun fyrir bestu afrek samkvæmt alþjóðastigatöflum unglinga og fullorðinna fyrir að hlaupa 100 m hlaup á 11,2 sek. Starfsíþróttabikar Vöku fékk Kolbrún Júlíusdóttir fyrir afrek sín í jurta-og fuglagreiningu.Guðrún Inga Helgadóttir var kjörin íþróttamaður ársins fyrir afrek sín í glímu. Hún keppti í fjölmörgum mótum á árinu með góðum árangri. Hún var valin í landslið Íslands í glímu og keppti á tveimur mótum erlendis og varð m.a. skoskur meistari í Backhold í -52kg flokki á Hálandaleikunum í Skotlandi.

Ástrós Brynjarsdóttir íþróttamaður Reykjanesbæjar 2014

Ástrós Brynjarsdóttir íþróttamaður Reykjanesbæjar 2014

Ástrós Brynjarsdóttir var valin Íþróttamaður Reykjanesbæjar árið 2014.

Ástrós Brynjarsdóttir var valin Íþróttamaður Reykjanesbæjar árið 2014. Ástrós hlaut einnig verðlaunin í fyrra en hún var valin taekwondo kona Íslands árin 2012, 2013 og nú í ár. Hún náði mögnuðum árangri á árinu og er hún talin meðal fremstu iðkenda í íþrótt sinni á heimsvísu í hennar aldursflokki, en hún er einungis 15 ára gömul.

Ástrós er eins og áður segir mikið efni og hefur sýnt ótrúlegan vilja og framfarir. Hún hefur æft með Ólympíukeppendum og heimsklasa þjálfurum, vakið athygli fyrir góða tækni hvar sem hún fer og unnið hvert mótið á fætur öðru.

,,Ég hóf að æfa taekwondo í öðrum bekk í grunnskóla og er því búin að æfa bráðum í átta ár. Ástæðan fyrir því að ég fór í taekwondo var að stóri bróður minn, Jón Steinar, æfði þessa íþrótt og mig langaði til prófa. Eins byrjaði mín besta vinkona að æfa einmitt á þessum tíma og allt hafði þetta áhrif. Ég á mér draum og hef sett mér markmið að verða Evrópu- og heimsmeistari,“ sagði Ástrós Brynjarsdóttir í samtali við Skinfaxa sem kom út fyrir jól.

Jón Arnór Stefánsson er íþróttamaður ársins 2014

Jón Arnór Stefánsson íþróttamaður ársins 2014.

Jón Arnór Stefánsson íþróttamaður ársins 2014.

Kjöri Samtaka íþróttafréttamanna var lýst í 59. sinn í gærkvöldi á hófi í Gullhömrum í Reykjavík. Jón Arnór Stefánsson, landsliðsmaður í körfubolta og leikmaður Unicaja Malaga á Spáni, hlaut sæmdarheitið í ár og er annar körfuboltamaðurinn sem verður fyrir valinu og sá fyrsti í 48 ár.

Jón Arnór fékk 435 stig af 480 mögulegum í kjörinu. Í öðru sæti varð Gylfi Þór Sigurðsson, landsliðsmaður í knattspyrnu og íþróttamaður ársins 2013. Gylfi Þór, sem lék með Tottenham á fyrri hluta ársins og Swansea því síðara, fékk 327 stig í kjörinu. Þriðji varð Guðjón Valur Sigurðsson, landsliðsmaður í handbolta og Íþróttamaður ársins 2006. Guðjón Valur hóf árið sem leikmaður THW Kiel í Þýskalandi en gekk í raðir Barcelona í Spáni í sumar. Hann fékk samtals 303 stig.

Körfuboltalandslið karla var valið lið ársins með 105 stig af 120 mögulegum. Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari meistaraflokks karla í knattspyrnu hjá Stjörnunni, var valinn þjálfari ársins með 69 stig af 120 mögulegum.

Arndís Ýr íþróttamaður ársins hjá Fjölni

Fjolnir-31-1

Arndís Ýr Hafþórsdóttirer íþróttamaður ársins hjá Fjölni.

Arndís Ýr Hafþórsdóttir frjálsíþróttakona hefur verið útnefnd íþróttamaður ársins 2014 hjá Ungmennafélaginu Fjölni. Þetta var í 26. skiptið sem valið fer fram. Valið fer fram með þeim hætti að hver deild innan Fjölnis tilnefnir fulltrúa en það er síðan sérstök valnefnd einstaklinga úr aðalstjórn Fjölnis sem velur íþróttamann ársins.

Arn­dís þótti eiga mjög gott ár. Hún stór­bætti sig meðal ann­ars í 10 km götu­hlaupi sem hún hljóp á 36 mín­út­um og 12 sek­únd­um þann 2. fe­brú­ar í Kaup­manna­höfn. Á HM í hálf­m­araþoni í sömu borg hljóp hún svo á 1:20,02 klukku­stund sem er næst­besti ár­ang­ur ís­lenskr­ar konu í grein­inni frá upp­hafi. Hún vann Víðavangs­hlaup ÍR og 10 km hlaup kvenna í Reykja­vík­ur­m­araþon­inu, og var í landsliði Íslands sem vann sig upp um deild í Evr­ópu­bik­ar­keppn­inni í júní.

Brynj­ar Þór Friðriksson var val­inn Fjöln­ismaður árs­ins fyr­ir sitt fram­lag á bakvið tjöld­in í starfi hand­knatt­leiks­deild­ar fé­lags­ins.