04. ágúst 2020

Þjónustumiðstöð UMFÍ komin úr sumarfríi

Vakin er athygli á því að þjónustumiðstöð UMFÍ er opin á ný eftir sumarfrí. 

Sjáumst kát og hress og full af ungmennafélagsanda.

Þjónustumiðstöð UMFÍ er í Sigtúni 42 í Reykjavík. Í þjónustumiðstöðinni er haldið utan um starf UMFÍ og sambandsaðilum og félagsmönnum veitt ýmis þjónusta. Þar er einnig aðstaða til fundahalda sem er nýtt til stjórnarfunda, nefndarstarfa og fleiri viðburða á vegum UMFÍ og leigjenda í þjónustumiðstöð UMFÍ. 

UMFÍ rekur jafnframt þjónustumiðstöð að Víðigrund 5 á Sauðárkróki. Þar starfar Ómar Bragi Stefánsson, landsfulltrúi og framkvæmdastjóri móta UMFÍ. Hann hefur líka aðstöðu í þjónustumiðstöðinni í Sigtúni.