Fara á efnissvæði

20. - 22. október 2023

Sambandsþing

Sambandsþing

Sambandsþing UMFÍ er æðsta vald í málefnum UMFÍ. Boða skal skriflega til þingsins með a.m.k. sex vikna fyrirvara og skal það haldið fyrir 15. nóvember annað hvert ár. 

53. Sambandsþing UMFÍ verður haldið á Hótel Geysi dagana 20. - 22. október 2023.

Hagnýtar upplýsingar

Hér fyrir neðan er að finna hagnýtar upplýsingar fyrir þingfulltrúa. Sem dæmi má nefna dagskrá, tillögur og kjörbréf sem skila þarf inn fyrir upphaf þings.

Framboð til stjórnar UMFÍ

Smelltu hér til þess að kynna þér framboð til formanns, stjórnar og/eða varastjórnar UMFÍ. Stjórn UMFÍ er skipuð sjö einstaklingum. Formanni, varaformanni, gjaldkera, ritara og þrem meðstjórnendum. Varastjórn er skipuð fjórum fulltrúum og ræður atkvæðafjöldi þeirra í kosningu röð þeirra.

Framboð

Hagnýtar upplýsingar

 • Starfsemi UMFÍ er afmörkuð út frá lögum UMFÍ.

  Lög UMFÍ voru uppfærð og samþykkt á 52. Sambandsþingi UMFÍ 2021 á Húsavík. 

  SKOÐA LÖG UMFÍ

 • Hver sambandsaðili UMFÍ hefur rétt á ákveðnum mörgum fulltrúum. Hér er að finna upplýsingar um fjölda þingfulltrúa frá hverjum sambandsaðila. Smelltu hér. 

  Sambandsaðilar skila inn kjörbréfi fyrir upphaf þingsins. Á kjörbréfinu koma fram upplýsingar um fullt nafn og kennitölu þingfulltrúa. 

  OPNA KJÖRBRÉF (pdf)

   

 • FÖSTUDAGUR 20. OKTÓBER

  • 18:00 Þingsetning
   Kosning starfsmanna þingsins og kjörbréfanefndar
   Ágrip af skýrslu stjórnar
  • 19:00 Ávörp gesta
   Viðurkenningar
  • 20:00 Hátíðarkvöldverður og skemmtun

  LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER

  • 09:45 Íþróttir til framtíðar!
   Vésteinn Hafsteinsson, sérfræðingur í mennta- og
   barnamálaráðuneytinu
  • 10:30 Kjörbréfanefnd skilar áliti
   Skýrsla stjórnar framhald og ársreikningur
   Umræður og afgreiðsla um skýrslu stjórnar og ársreikning.
  • 11:00 Mál lögð fyrir þingið
   Nefndarstörf
  • 12:30 Hádegishlé
  • 13:30 Nefndarstörf framhald
  • 14:30 Málstofur: Íþróttalög / Mótahald / Allir með
  • 15:15 Nefndir og málstofur skila áliti
   Umræður og afgreiðsla mála
  • 17:00 Kosningar: Formaður, stjórn, varastjórn og kjörnefnd Umræður
   og afgreiðsla mála framhald
  • 19:00 Hlé
  • 20:00 Kvöldverður og skemmtun.


  SUNNUDAGUR 22. OKTÓBER

  • 09:45 Umræður og afgreiðsla mála framhald
  • 12:00 Þingslit
 • Alls voru 15 tillögur teknar fyrir á Sambandsþingi UMFÍ. 

  Hér er að sjá tillögurnar eins og þær voru samþykktar af þingfulltrúum. 

  Samþykktar tillögur (pdf).

  Heildaryfirlit allra tillagna (pdf) eins og þær fóru fyrir þingið. 

 • Í 11. grein laga UMFÍ stendur:

  Tilkynning um framboð til stjórnar og varastjórnar UMFÍ skal berast skriflega til kjörnefndar eigi síðar en 10 dögum fyrir þing. Einstaklingur sem býður sig fram til formanns getur jafnframt boðið sig fram til stjórnar og/eða varastjórnar á þinginu kjósi hann svo. Sama á við um einstakling sem býður sig fram til stjórnar og getur hann þá á þinginu boðið sig fram til varastjórnar.

  Við stjórnarkjör skal leitast við að í kjöri séu fulltrúar frá hverju kjördæmi. Ef þessu markmiði hefur ekki verið náð, eftir að framboðsfrestur rennur út, er kjörnefnd heimilt að framlengja framboðsfrestinn um allt að 5 daga og skal sú ákvörðun tilkynnt sambandsaðilum. Heimilt er að bera fram tillögu um fleiri en einn úr hverju kjördæmi.

  Kjörgengir til stjórnar og varastjórnar eru allir skattskyldir ungmennafélagar.

  Frestur til að tilkynna framboð til formanns, stjórnar og/eða varastjórnar UMFÍ, rann út þann 10. október síðast liðinn. Eftirfarandi framboð bárust kjörnefnd UMFÍ fyrir starfstímabilið 2023 - 2025

  Til formanns, frá:

  • Jóhanni Steinari Ingimundarsyni, UMSK

  Til aðalstjórnar, frá:

  • Ásgeiri Sveinsyni, HHF
  • Guðmundi Sigurbergssyni, UMSK
  • Gunnari Þór Gestssyni, UMSS
  • Gunnari Gunnarssyni, UÍA
  • Helga Sigðurði Haraldssyni, HSK
  • Kristínu Thorberg, UMSE
  • Málfríði Sigurhansdóttur, ÍBR
  • Ragnheiði Högnadóttur, USVS
  • Sigurði Eiríkssyni, UMSE
  • Sigurði Óskari Jónssyni, USÚ

  Til varastjórnar, frá:

  • Guðmundu Ólafsdóttur, ÍA
  • Hallberu Eiríksdóttur, UMSB
  • Rakel Másdóttur, UMSK

  Frambjóðendum verður gefinn kostur á því að kynna sig á 53. Sambandsþingi UMFÍ.

  Nánari upplýsingar veitir Einar Kristján Jónsson, formaður kjörnefndar í síma 842 5800. 

 • Ársskýrsla UMFÍ 2023 er hin glæsilegasta eins og undanfarin ár. Í skýrslunni er að finna upplýsingar um starf og starfsemi UMFÍ á liðnu ári. 

  Sjá hér Ársskýrslu UMFÍ 2023 (pdf)

Kosningar á 53. Sambandsþingi UMFÍ

Á 53. Sambandsþingi UMFÍ fer fram kosning til formanns UMFÍ, stjórnar og varastjórnar UMFÍ. Stjórn UMFÍ er skipuð sjö einstaklingum. Formanni, varaformanni, gjaldkera, ritara og þrem meðstjórnendum. Varastjórn er skipuð fjórum fulltrúum og ræður atkvæðafjöldi þeirra í kosningu röð þeirra.

Kosning