,,Ætlum að virkja sem flesta á Hreyfiviku í Árborg“

Hreyfivika 17. september 2014Sveitarfélagið Árborg tekur þátt í hreyfiviku eða Move Week dagana 29. september til 5. október. Áhugasamir sem vilja setja upp viðburð tengda heilsu og hreyfingu geta haft samband við Braga Bjarnason, menningar- og frístundafulltrúa Árborgar,bragi@arborg.is eða í síma 480-1900. Allir viðburðir verða skráðir niður og auglýstir svo sem flestir geti tekið þátt.

Markmiðið er að auka hreyfingu almennings og um leið bæta heilsuna. Nánari upplýsingar um hreyfivikuna má finna áhttp://www.iceland.moveweek.eu/

,,Við ætlum eins og við getum að taka þátt í Hreyfivikunni með ýmsum hætti. Það verður m.a. með fyrirlestrum og því sem tengist heilsu og næringu. Frískir flóamenn ætla að taka vel á móti byrjendum og þeim sem hafa alla jafnan ekki hreyft sig mikið og fleiri dagskrárliðir eiga eftir að bætast við eftir sem nær dregur. Við ætlum að virkja verslanir með íþróttavörur og líkamsræktarstöðvar og fá þessa aðila í lið með okkur. Almenningur er spenntur fyrir þessu verkefni og vonandi verður þátttakan góð,“ sagði Bragi Bjarnason menningar- og frístundafulltrúi Árborgar.

,,Finnum fyrir miklum áhuga á Hreyfiviku í Grindavík“

Markmið Hreyfiviku í Grindavík er að fá Grindvíkinga á öllum aldri til viðtækari þátttöku í hreyfingu, útivist og íþróttum.

Markmið Hreyfiviku í Grindavík er að fá Grindvíkinga á öllum aldri til viðtækari þátttöku í hreyfingu, útivist og íþróttum.

Undirbúningur fyrir Hreyfiviku (Move Week) stendur yfir víðs vegar um land en ljóst er að mörg sveitarfélög ætla að taka þátt í vikunni. Grindavíkurbær er eitt þeirra sveitatfélaga sem tekur tekur þátt í Hreyfiviku (Move Week) sem stendur yfir dagana 29. sept. – 5. okt. nk. í samstarfi við UMFÍ.

,,Þetta er stórskemmtilegt heilsuverkefni þar sem vonast er til að allar stofnanir bæjarins, UMFG, félagasamtök, þjálfarar, fyrirtæki og allir áhugasamir um holla hreyfingu taki þátt í. Um 25 manns mætti á kynningar- og undirbúningsfund á Salthúsinu í Grindavík í morgun. Fundurinn tókst virkilega vel og er undirbúningurinn kominn á fullt. Við finnum fyrir miklum áhuga og erum bjartsýnir á góða þátttöku,“ sagði Þorsteinn Gunnarsson, sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs Grindavíkurbæjar.

Dagur íslenskrar náttúru

Dagur íslenskrar náttúru er í dag 16. september.

Dagur íslenskrar náttúru er í dag 16. september.

Dagur íslenskrar náttúru er í dag og af því tilefni er rifjað upp gamla slagorðið Hreint land – fagurt land. Fátt hefur mótað íslenska þjóð eins og náttúran. Íslendingar hafa aðlagað líf sitt samspili elds og ísa, dyntóttum veðurguðum og kröftugum sjávarföllum. Um leið hafa þeir notið alltumlykjandi náttúrufegurðar og haft lífsviðurværi sitt af ríkulegum gjöfum náttúrunnar.

Dagur íslenskrar náttúru er haldinn hátíðlegur 16. september ár hvert og eru einstaklingar, skólar, stofnanir, fyrirtæki og félagasamtök hvött til að hafa daginn í huga í starfsemi sinni. Á þessum degi er hollt að staldra við og njóta náttúrunnar í umhverfi okkar, virða hana fyrir okkur, velta fyrir okkur fjölbreytileikanum, dást að ólíkum formum, litum, áferð, hljóðum og lykt og síðast en ekki síst átta okkur á þeim fjölmörgu og verðmætu gildum sem felast í náttúrunni og mikilvægi þess að hlúa að velferð hennar.

Dagur íslenskrar náttúru var stofnaður þann 16. september árið 2010. Dagurinn er fæðingardagur Ómars Ragnarssonar og stofnaður til heiðurs því mikla starfi sem Ómar hefur lagt til náttúruverndar og almenningsfræðslu um mikilvægi íslenskrar náttúru sem og allra þeirra sem lagt hafa sitt af mörkum til að fræða um íslenska náttúru. Þessa dags er minnst um land allt í dag.

Sigurför glímufólks á Hálandaleikana í Skotlandi

Hálandaleikar

Annika Rut, Bylgja, Hanna Kristín og Guðrún Inga.

Sunnlenskt glímufólk gerði víðreisn í backhold fangbrögðum á hálandaleikum í Skotlandi á dögunum en farið var í tvær keppnisferðir þangað. Í fyrri ferðinni  keppti yngra glímufólkið á hálandaleikunum „Bridge en þar sigraði Guðrún Inga Helgadóttir í -54 kg flokki sem var einnig skoskt meistaramót. Annika Rut Arnardóttir sigraði svo opna flokk kvenna þar sem Hanna Kristín Ólafsdóttir varð í öðru sæti.

Í stúlknaflokki 16 ára og yngri snérist það svo við en þar sigraði Hanna og Annika varð í öðru sæti. Í unglingaflokki varð svo Þorgils Kári Sigurðsson í öðru sæti, Eiður Helgi Benediktsson í þriðja sæti og Jón Gunnþór Þorsteinsson hafnaði í fjórða sæti. Glæsilega gert hjá þessu unga og efnilega glímufólki.

Í seinni ferðinni var svo einn sunnlendingur, Ólafur Oddur Sigurðsson en fyrst keppti hann í hálandaleikunum  “Bute Highland Games” og gerði hann sér lítið fyrir og sigraði opna flokk  karla af miklu harðfylgi. Ólafur keppti svo á Grasmere í Englandi en það er sterkasta mót ársins í þessari tegund fangbragða ár hvert.  Þar gerði Ólafur sér lítið fyrir og sigraði opna flokk karla af miklu öryggi og varð þar með fyrstur íslendinga til að sigra þetta fornfræga mót.

Að lokum keppti Ólafur svo á stærstu hálandaleikum í Skotlandi ár hvert “The Cowal Gathering” og er skemmst frá því að segja að Ólafur sigraði opna flokkinn af miklu öryggi, en hann sigraði allar 18 viðureignir sínar þennan dag  en þetta var þriðja árið í röð sem Ólafur sigrar þetta mót.

María Birkisdóttir, USÚ, Íslandsmeistari í 5 km hlaupi

María Birkisdóttir, USÚ, Íslandsmeistari í 5 km hlaupi kvenna.

María Birkisdóttir úr Ungmennasambandinu Úlfljóti, USÚ, sigraði á Meistaramóti Íslands í 5 km hlaupi á braut sem fram fór a Kaplakrikavelli í Hafnarfirði í gærkvöldi. María kom í mark á 18 mínútum 48,36 sek. Kári Steinn Karlsson ÍR sigraði í 10 km hlaupi karla. Hann kom í mark á 31:33,28 mín.

Ívar Jósafatsson, Ármanni, varð annar í karlaflokki á 31:21,82 mín. og Bjarki Freyr Rúnarsson, ÍR, varð 3. á 38:08,30 mín.

Guðlaug Edda Hannesdóttir, Fjölni, varð í öðru sæti í kvennaflokki. Hún kom í mark á 18:55,43 mín. en í þriðja. sæti var Fríða Rún Þórðardóttir ÍR á 19:21,71 mín.

Styrkir úr Fræðslu- og verkefnasjóði UMFÍ

Verkefnasjóður - haust 2014Umsóknarfrestur til að sækja um styrki úr Fræðslu- og verkefnasjóði Ungmennafélags Íslands er til 1. október. Umsóknum skal skilað rafrænt á þar til gerðum umsóknareyðublöðum sem er að finna á heimasíðu UMFÍ (www.umfi .is) undir Styrkir fyrir 1. október.

Sjóðurinn veitir m.a. styrki til félags- og íþróttastarfs ungmennafélagshreyfingarinnar með því að auka menntun og þekkingu félaga innan hreyfingarinnar á íþróttagreinum, þjálfun,í félagsmálum og félagsstarfi.

Rétt til styrkveitingar úr sjóðnum eiga allir félagar í ungmennafélögum sem eru virkir í starfi og hafa uppáskrift síns félags eða sambands til að afl a sér aukinnar þekkingar á sínu sérsviði sem gæti nýst viðkomandi félagi, sambandi og ungmenna-félagshreyfingunni í heild. Einnig eiga stjórn og nefndir UMFÍ, héraðssambönd, ungmennafélög og deildir innan þeirra rétt á að sækja um styrk úr sjóðnum.

Sjóðsstjórn er heimilt að veita styrki úr sjóðnum að eigin frumkvæði til verkefna sem ekki teljast til árlega verkefnahreyfingarinnar.

Nánari upplýsingar eru gefnar á þjónustumiðstöð UMFÍ í síma 568-2929.

Hreyfivikan ,,MOVE WEEK” dagana 29. september – 5. október

Move Week 2014

Hreyfivikan „MOVE WEEK“ fer fram um gjörvalla Evrópu dagana 29.september – 5.október.

Hreyfivikan „MOVE WEEK“ fer fram um gjörvalla Evrópu dagana 29.september – 5.október 2014. Hreyfivikan ”MOVE WEEK” er hluti af “The NowWeMove 2 012-2020 ” herferð International Sport and Culture Association (ISCA) sem hefur það að markmiði að kynna kosti þess að taka virkan þátt í hreyfingu og íþróttum til heilsubótar.

Framtíðarsýn herferðarinnar er “að 100 milljónir fleiri Evrópubúa verði orðnir virkir í hreyfingu og íþróttum fyrir árið 2020” ”að fólk finni SÍNA hreyfingu sem hentar því”. Hreyfivikan er almenningsíþrótta verkefni á vegum Ungmennafélag Íslands í samstarfi við yfir 200 grasrótarsamtök í Evrópu sem öllu eru aðilar að International Sport and Culture Association (ISCA).

Sambandsaðilar UMFÍ munu taka virkan þátt í Hreyfivikunni ”MOVE WEEK” og bjóða upp á fjölda viðburða og tækifæra fyrir fólk til að kynna sér fjölbreytta hreyfingu sér til heilsubótar. Fylgist með á www.umfi.is og á http://www.iceland.moveweek.eu/  skráðu þig og vertu með okkur í því að koma Ísland á hreyfingu í HREYFIVIKUNNI.

Allar nánari upplýsingar gefur Sabína landsfulltrúi UMFÍ sabina@umfi.is

Þríþrautarkeppni Héraðssambands Strandamanna

Sundlaugin á Hólmavík

Sundlaugin á Hólmavík

Árleg þríþrautarkeppni Héraðssambands Strandamanna (HSS) verður haldinn nú á laugardaginn, þann 6. september, á Hólmavík og hefst keppnin kl. 14:00. Í þríþrautinni er hlaupið, hjólað og synt og eru vegalengdir þrautarinnar eftirfarandi og í þessari röð: Fyrst er 5 km víðavangshlaup (Borgirnar) og byrjað við Íþróttamiðstöðina, síðan eru hjólaðir 8 km (Óshringurinn) og loks er synt 200 m (sundlaugin á Hólmavík).

Allir sem áhuga hafa eru hvattir til að koma og taka þátt í þessari þolraun og hafa gaman að, sem er auðvitað aðal markmiðið. Keppnin er ætluð öllum aldurshópum. Það þarf engan sérstakan útbúnað nema reiðhjól sem kemst um malarveg og síðan sundföt. Keppendur fá svo frítt í sund og heitu pottana eftir keppni. Ekkert keppnisgjald. Skráning fer fram á tölvupósti: tomstundafulltrui@strandabyggd.is eða á staðnum. Keppni mun hefjast stundvíslega klukkan 14:00 laugardaginn 6. september í Íþróttamiðstöð Hólmavíkur.

Góð þátttaka á starfsíþróttamóti í Aratungu

Frá Héraðsmótinu í starfsíþróttum sem haldið var í Aratungu.

Frá Héraðsmótinu í starfsíþróttum sem haldið var í Aratungu.

Góð þátttaka var í Héraðsmóti í starfsíþróttum sem haldið var í Aratungu á dögunum. Mótið var hluti af dagskrá hátíðarinnar Tvær úr Tungunum sem haldin var sama dag. 30 manns spreyttu sig í fuglagreiningu og jurtagreiningu. Þeir sem vildu gátu keppt saman í liði og voru nokkrir sem gerðu það.

Í jurtagreiningu höfnuðu Arnarholtshjónin Sigríður Jónsdóttir og Sævar Bjarnhéðinsson úr Ungmennafélagi Biskupstungna í fyrsta sæti með 19 jurtir af 20 réttar. Í 2.-3. sæti lentu Kolbrún Júlíusdóttir, Ungmennafélaginu Vöku, og Ingólfur Guðnason, Íþróttafélaginu Suðra, með 18 jurtir réttar.

Í fuglagreiningu sigraði Ingólfur Guðnason úr Íþróttafélaginu Suðra. Rökkvi Hljómur Kristjánsson, Garpi, varð annar og Haraldur Gísli Kristjánsson, Garpi, varð þriðji. Alls komu keppendur frá átta aðildarfélögum HSK en þrjú efstu liðin í stigakeppninni urðu Íþróttafélagið Suðri, alls 10,5 stig, Ungmennafélag Biskupstungna 9,33 stig og Garpur 9 stig.

Íslandsmet í piltaflokki á Akureyrarmóti UFA

Ragúel Pino Alexanderssonar úr UFA setti Íslandsmet í flokki 11-12 ára í 60 metra grindarhlaupi.

Ragúel Pino Alexandersson úr UFA.

Akureyrarmót Ungmennafélags Akureyrar í frjálsum íþróttum fór fram á íþróttavelli Þórs um helgina. Árangur Ragúel Pino Alexanderssonar í 60 metra hlaupi í piltaflokki stóð upp úr en þessi efnilegi frjálsíþróttamaður setti Íslandsmet á 9,48 sekúndum og það í góðum mótvindi. Á mótið mættu flestir af fremstu frjálsíþróttamönnum UFA og má þar nefna , Hafdísi Sigurðardóttir og Kolbeinn H. Gunnarsson og Rannveigu Oddsdóttir. Einnig tóku þátt í mótinu Fríða Rún, Hilmar Örn Jónsson, Einar Daði Lárusson og fleiri. Auk þess var þarna komið margt af efnilegustu frjálsíþróttafólki landsins og bar þar mest á Ragúel úr UFA og F.H.ingnum Þórdísi Evu Steinsdóttur auk þeirra voru margir mættir sem láta að sér kveða í fullorðinsflokki áður en langt um líður.

Veðurguðirnir voru ekki hliðhollir keppendum og voru ekki sett met í flokkum fullorðinna. Þátttaka í mótinu var með ágætum þó svo að nágrannaliðin hafi verið í fámennari kantinum að þessu sinni.

Kristinn stóð sig vel á Ólympíuleikum ungmenna

Kristinn Þórarinsson úr Fjölni stóð sig vel á Ólympíuleikum ungmenna.

Kristinn Þórarinsson úr Fjölni stóð sig vel á Ólympíuleikum ungmenna.

Kristinn Þórarinsson úr Sunddeild Fjölnis stóð sig með prýði á Ólympíuleikum ungmenna sem fram fóru Kína. Kristinn synti síðustu greinina sína 200 metra baksund á tímanum 2:07.53 mínútum sem er rétt við hans besta tíma í greininni. Kristinn hóf keppni á leikunum í 100 metra baksundi og synti hann á 57,98 sekúndum sem er rétt við hans besta tíma í greininni og endaði í 25 sæti. Næst var komið að 200 metra fjórsundi þar byrjaði Kristinn frábærlega vel og leiddi sundið eftir baksundið og endaði svo rétt við sinn besta tíma 2:06.90 og endaði í 15.sæti. Kristinn synti svo 50 metra baksund á 27.05 sem er aðeins 0,3 sek frá því að komast áfarm í undanúrslit og nokkrum brotum frá hans besta tíma enn gríðarlega jöfn keppni var í þessu sundi.

Árangur þessa unga og efnilega sundmanns er sannarlega glæsilegur og verður spennandi að fylgjast með Kristni í framtíðinni. Núna tekur við hjá honum síðbúið sumarfrí eftir rúmlega tólf mánaða tímabil af stífum æfingum. Nú hefjast æfingar hjá honum fljótt á ný enda ærin verkefni fram undan.

Góður árangur ungmennafélaganna í bikarkeppni 15 ára og yngri

ÍR-ingar fögnuðu sigri í bikarkeppninni í Mosfellsbæ.

ÍR-ingar fögnuðu sigri í bikarkeppninni í Mosfellsbæ.

Bikarkeppni FRÍ 15 ára og yngri fór fram á Varmárvelli í Mosfellsbæ í dag. A-lið ÍR fór með sigur af hólmi með samtals 152 stig. Í öðru sæti var sveit FH með 128 stig og sameiginlegt lið Fjölnis og Aftureldingar varð í 3. sæti með 123,5 stig. FH sigraði í stúlknaflokki en ÍR í piltaflokki. Þá setti sveit FH setti nýtt met í 1000 m boðhlaupi 15 ára stúlkna þegar hún kom í mark á tímanum 2:20,32 mín. Boðhlaupssveit FH skipuðu þær: Mist Tinganelli, Hilda S. Egilsdóttir, Guðbjörg Bjarkardóttir og Þórdís Eva Steinsdóttir.

Lið Fjölnis og Aftureldingar varð í 2. sæti i piltaflokki með 59,5 stig og SamVest, sem er sameiginlegt lið Vesturlands varð í 3. sæi ásamt HSK, bæði með 54 stig, einu stigi á undan FH sem varð í 5. sæti. A-lið ÍR varð í 2. sæti í stúlknaflokki með 73 stig en Fjölnir/Afturelding í því 3. með 64 stig. Alls voru níu lið skráð til keppni og 148 keppendur.

Ungmennafélag Akureyrar aldursflokkameistarar 11-14 ára

UFA aldursflokkameistarar

Ungmennafélag Akureyrar aldursflokkameistarar 11-14 ára

Í dag lauk Meistaramóti Íslands í aldursflokkunum 11-14 ára sem fram fór á Akureyri. Ungmennafélag Akureyrar náði einstökum árangri í sögu félagsins með því að sigra í heildarstigakeppni á Meistaramóti. Hlaut UFA 734,5 stig en HSK/Selfoss varð í öðru sæti með 621 stig og lið ÍR varð í því þriðja með 438,5 stig. Veðrið í dag lék við keppendum og fjölmörg mótsmet féllu sem og nokkur Íslandsmet í ákveðnum aldursflokkum.

UFA sigraði einnig í stigakeppninni í flokki stúlkna 11 ára, í flokki stúlkna 12 ára og í flokki pilta 13 ára. Þá varð UFA í öðru sæti í flokki pilta 11 ára og pilta 12 ára og í þriðja sæti í flokki pilta 14 ára.

Sindri Hrafn Norðurlandameistari í spjótkasti

Sindri Hrafn Guðmundsson.

Sindri Hrafn Guðmundsson.

Sindri Hrafn Guðmundsson úr Breiðabliki varð í dag Norðurlandameistari í spjótkasti á NM í frjálsum íþróttum 19 ára og yngri sem fram fer í Kristiansand í Noregi. Sindri Hrafn kasatði 73,77 metra. Þetta var fyrri dagur keppninnar en mótinu lýkur á sunnudag.

Þá vann Kolbeinn Höður Gunnarsson í silfur í 400 metra hlaupi karla en tími hans var 48,45 sekúndur. Þórdís Eva Steinsdóttir nældi sér í brons í kvennaflokki, en hún bætti um leið aldursflokkamet bæði í 14 og 15 ára flokkum á tímanum 55,16 sekúndum.

Þá fékk íslenska sveitin brons í 4×100 metra hlaupi, en sveitina skipuðu Þórdís Eva, Þóranna Ósk Sigurónsdóttr, Irma Gunnarsdóttir og Ásgerður Jana Ágústsdóttir.

Héraðsmót HSK í starfsíþróttum í Aratungu

Frá keppni í jurtagreiningu á Landsmóti UMFÍ.

Frá keppni í jurtagreiningu á Landsmóti UMFÍ.

Héraðsmót 2014 í starfsíþróttum verður haldið í Félagsheimilinu Aratungu laugardaginn 16. ágúst n.k. og hefst kl. 13:00. Keppt verður í jurtagreiningu og fuglagreiningu. Mótið er hluti af sveitahátíðinni „Tvær úr Tungunum“ sem fram fer í Reykholti þann dag. Í jurtagreiningu á að greina 20 lifandi íslenskar plöntur sem komið hefur verið fyrir á keppnisstað. Verði tveir eða fleiri keppendur jafnir í fyrsta sæti eiga þeir að greina 5 aukaplöntur til að skera úr um úrslit. Í fuglagreiningu á að greina 20 íslenska fugla af myndum. Verði tveir eða fleiri keppendur jafnir í fyrsta sæti eiga þeir að greina 5 aukafugla til að skera úr um úrslit.

Skráning fer fram á staðnum. Keppt er í einum aldursflokki óháð kyni. Leyfilegt er að fleiri en einn keppi saman í liði, t.d. fjölskyldur. Keppnin er í gangi milli kl. 13 og 14. Fólk getur komið einhvern tímann á þeim tíma og spreytt sig. Verðlaunaafhending verður kl. 15 á íþróttavellinum í Reykholti. Veittir verða verðlaunapeningar fyrir þrjú efstu sætin í hvorri grein auk þess sem stigahæsta félagin hlýtur farandbikar til varðveislu. Mótið er hluti af heildarstigakeppni HSK. Fólk er hvatt til að fjölmenna í Reykholt 16. ágúst og taka þátt í skemmtilegri keppni, og njóta um leið annarra viðburða sem Tungnamenn bjóða uppá þennan dag.

Hjólað umhverfis Lagarfljótið

Lagarfljótið 2014

Hjólreiðakeppnin Tour de Ormurinn verður haldin í þriðja sinn laugardaginn kemur.

Hjólreiðakeppnin Tour de Ormurinn verður haldin í þriðja sinn laugardaginn 9. ágúst. Í keppninni verður hjólað umhverfis Lagarfljótið. Keppnisvegalengdirnar eru tvær, 68 km hringur og 103 km. Keppt verður í flokkum karla og kvenna í báðum vegalengdum. Í þeirri styttri verður hægt að taka þátt í liðakeppni þar sem þrír einstaklingar keppa saman. Í fyrra sigraði Þórarinn Sigurbergsson í 103 km keppninni með tímanum 3:49,55 klst og setti með þar með brautarmet. Í 68 km vegalengdinni sigraði Hafliði Sævarsson á tímanum 2:30,19 og setti þar einnig brautarmet. Í 68 km kvennaflokki sigraði Stefanía Gunnarsdóttir á tímanum 2:59,14. Í liðakeppninni sigruðu Hilmir Gunnlaugsson, Sigurður Magnússon og Ívar Ingimarsson á tímanum 2:39,28

Ræst verður kl. 9:00 á laugardagsmorgun við þjóðveg 1 fyrir neðan N1 á Egilsstöðum og hjólað útí fell og þaðan í kringum Lagarfljótið. Í styttri hringnum er beygt yfir Jökuls á í Fljótsdal neðan við Hengifoss en í lengri hringnum er haldið áfram alla leið inn í dalbotn í Fljótsdal.Endamark er á sama stað og keppnin er ræst. Búist er við fyrstu keppendum í 68 km hringnum eftir rúma tvo klukkutíma en eftir tæpa fjóra tíma úr lengri hringnum. Það eru Austurför, UÍA og sveitarfélagið Fljótsdalshérað sem standa að keppninni. Skráning og nánari upplýsingar eru á www.traveleast.is og á www.facebook/tourdeormurinn

Sigurðarbikarinn afhentur

Sigurðarbikarinn 2014

Jón Daníel Jónsson, formaður UMSS, með Sigurðarbikarinn sem Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, afhenti.

Á mótsslitum 17. Unglingalandsmóts UMFÍ á Sauðárkróki sl. sunnudagskvöld var Sigurðarbikarinn afhentur. Það var Jón Daníel Jónsson, formaður Ungmennasambands Skagafjarðar, UMSS, sem veitti bikarnum viðtöku. Bikarinn og er gefinn til minningar um Sigurð Geirdal fyrrverandi framkvæmdastjóra UMFÍ.

Bikarinn afhendist að loknu Unglingalandsmóti UMFÍ ár hvert sem viðurkenning á því mikla starfi sem felst í undirbúningi unglingalandsmóta. Gefendur bikarsins eru Hafsteinn Þorvaldsson, fyrrverandi formaður UMFÍ, og Jónas Ingimundarson, fyrsti formaður Ungmennafélagsins Þórs í Þorlákshöfn. Bikarinn var afhentur í fyrsta sinn HSK vegna Unglingalandsmóts UMFÍ í Þorlákshöfn 2008. UMSS fékk bikarinn afhentan 2009, UMSB 2010 ,UÍA 2011, HSK 2012, USÚ 2013 og UMSS 2014.

Fyrirmyndarbikarinn féll HSK í skaut

HSK tekur á móti Fyrirmyndarbikarnum á mótsslitunum á Sauðárkróki í gærkvöldi.

HSK tekur á móti Fyrirmyndarbikarnum á mótsslitunum á Sauðárkróki í gærkvöldi.

Á mótsslitum 17. Unglingalandsmót UMFÍ á Sauðárkróki í gærkvöldi var tilkynnt hverjir hefðu hreppt Fyrirmyndarbikarinn. Bikarinn að þessu sinni féll í skaut Héraðssambandsins Skarphéðins, HSK. Fyrirmyndarbikarinn var gefinn af Íþróttanefnd ríkisins og er viðurkenning þess sambandsaðila UMFÍ sem sýnt hefur eftirfarandi atriði. Góða umgengni á keppnisstöðum, tjaldsvæði og á almennum svæðum mótsdagana. Háttvísi og prúða framgöngu, m.a. í keppni og við inngöngu á setningu mótsins.

Alla mótsdagana er nefnd að störfum sem fylgjast með keppendum og öðrum gestum sambandsaðila UMFÍ og metur frammistöðu þeirra út frá ofangreindum þáttum. Formaður UMFÍ, formaður unglingalandsmótsnefndar og formaður þess sambandsaðila UMFÍ sem heldur mótið hverju sinni ákveða valið á fyrirmyndarliði Unglingalandsmótsins.

,,Frábært að sjá hvað allt gekk vel á mótinu“

,,Við móthaldið á Sauðárkróki hjálpaðist allt að. Það rættist heldur betur úr veðrinu því spáin var ekki allt of hliðholl okkur fyrir mótið. Það kom mjög reynslumikið fólk að framkvæmd mótsins og öll stöndum við þétt saman. Bæði forysta UMFÍ, héraðssamböndin öll og fólkið sem þar starfar. Ennfremur íbúar og þeir sem halda utan um mótið. Þess vegna heppnast mótið alltaf vel því það eru nánast engir hnökrar. Ef eitthvað kemur upp, þá tekur bara næsti við og aðstoðar.“

Vinátta var þema unglingalandsmótsins

Vinátta

Þessir hressu krakkar í liði 63 unnu vináttuleikinn og fengu pitzzaveislu í vinning

Á Unglingalandsmótinu á Sauðárkróki var lögð áhersla á vináttu. Vinátta var þema mótsins og var eitt og annað gert til að ítreka mikilvægi vináttu. Vináttuleikur unglingalandsmótsins gekk út á það að dregnir voru einstaklingar úr ólíkum félögum og þurftu þeir að leysa tvær þrautir saman. Þátttakendur skiluðu úrlausnum sínum í vináttukassann og voru vinningshafar dregnir út á kvöldvöku í gærkvöldi.

Þessir hressu krakkar í liði 63 unnu vináttuleikinn og fengu pitzzaveislu í vinning og skelltu sér saman út að borða á Hard Wok á Sauðárkróki. Þau heita Freydís Ósk Kristjánsdóttir. Almar Aðalsteinsson.Anna Katrín Bjarnadóttir og Þorri Gunnarsson.