Verðlaun afhent í ratleik Forvarnardagsins

Forseti Íslands, verðlaunhafar og

Forseti Íslands, verðlaunhafar ásamt samstarfsaðilum Forvarnardagsins.

Við athöfn, sem haldin var á Bessastöðum um helgina voru vinningshöfum í ratleik, sem haldinn var í tengslum við Forvarnadaginn 2. október síðastliðinn, afhent verðlaun.

Við þetta tækifæri þakkaði forseti Íslands Actavis fyrir ötulan stuðning við Forvarnadaginn allt frá upphafi. Þátttakan í ratleiknum var mjög góð eins og endranær og tóku mörg hundruð grunn- og framhaldsskólanemendur þátt með því að svara ákveðnum spurningum sem tengdust starfi íþrótta- og æskulýðsstarfs í landinu.

,,Skólinn stendur klárlega undir væntingum“

Nordjyllands Íþróttalýðháskólinn í Danmörku.

Nordjyllands Íþróttalýðháskólinn í Danmörku.

Nám í Lýðháskólum í Danmörku hefur alltaf notið mikilla vinsælda. Umsóknarfrestur um styrk til dvalar í skólum sem UMFÍ er í samstarfi við lauk í síðustu viku. Alls sóttu 36 ungmenni um styrk víðs vegar af landinu.

Fjölmargir Íslendingar eru um þessar mundir í námi og ein þeirra er Helga Eir Sigurðardóttir frá Siglufirði en hún er í íþróttalýðháskólanum Nordjyllands í Bronderslev. Helga Eir segir að skólinn er ótrúlega skemmtilegur og stendur klárlega undir væntingum. Skólinn er mjög fjölbreyttur, fjörugur, uppátækjasamur og þér líður alltaf vel hérna

Sundmenn Fjölnis stóðu sig vel

Sundmenn úr Fjölni stóðu sig vel.

Sundmenn úr Fjölni stóðu sig vel.

Níu sundmenn úr Sunddeild Fjölnis tóku þátt í Íslandsmeistaramóti í 25 metra laug á dögunum og stóðu sig frábærlega vel. Enn þau syntu undir merkjum ÍBR ásamt sundmönnum úr Ármanni og KR.

Kristinn Þórarinsson átti fjögur stigahæstu sundin í karlaflokki og er Íslandsmeistari öllum fimm greinunum sem hann tók þátt í (50m, 100m og 200m baksund, 100m og 200m Fjórsund) . Hann átti frábært mót og setti þrjú Fjölnismet (50m og 100m baksund og 100 fjórsund) og synti undir lágmörkum á Evrópumót og Norðurlandamót.

UMSE stendur fyrir fræðslufyrirlestrum

Hrafnagilsskóli í Eyjarfirði.

Hrafnagilsskóli í Eyjarfirði.

Ungmennasamband Eyjarfjarðar, UMSE, mun standa fyrir fræðslufyrirlestrum á Hrafnagili þriðjudaginn 24. nóvember. Fræðslan fer fram í Hrafnagilsskóla og er ætluð íþróttafólki, 11 ára og eldri. Ekkert þátttökugjald er á fyrirlestrana og eru foreldrar sérstaklega boðnir velkomnir.

Ragnheiður Runólfsdóttir, íþróttalífeðlisfræðingur M.sc., sundþjálfari og fyrrum landsliðsmaður í sundi mun fjalla um hvað það er að vera afreksmaður í íþróttum út frá reynslu sinni sem iðkandi og þjálfari. Fyrirlesturinn hefst klukkan 17. Hannes Bjarni Hannesson, sjúkraþjálfari B.sc. hjá Eflingu ehf., mun fjalla um íþróttameiðsl, en leggja áherslu á forvarnir gegn meiðslum í íþróttum og fyrstu viðbrögð við meiðslum. Fyrirlesturinn hefst klukkan 18.

Nánari upplýsingar veitir skrifstofa UMSE og á umse@umse.is

Sæmundur Runólfsson hlaut viðurkenningu

Frá afhendingu viðurkenninga. Sæmundur Runólfsson er lengst til vinstri á myndinni.

Frá afhendingu viðurkenninga. Sæmundur Runólfsson er lengst til vinstri á myndinni.

Sæmundur Runólfsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri UMFÍ, hlaut í dag viðurkenningu fyrir ævistarf í þágu æskulýðsstarf á Íslandi. Æskulýðsráð veitir í ár viðurkenningar fyrir æskulýðsstarf. Viðurkenningunum er ætlað að vekja athygli á því sem er til fyrirmyndar í æskulýðsstarfi á Íslandi og vera hvatning til þróunar, nýsköpunar og þátttöku.

Það var Jóhannes Stefánsson, aðstoðarmaður menntamálaráðherra, sem veitti viðurkenningarnar fyrir hönd Æskulýðsráðs á ráðstefnunni Íslenskar æskulýðsrannsóknir sem haldin var í Menntavísindasviði Háskóla Íslands.

Spennandi sundhelgi á Djúpavogi

Það iðar allt á lfí hjá sundmönnum á Djúpavogi um helgina.

Það iðar allt á lfí hjá sundmönnum á Djúpavogi um helgina.

Það er spennandi helgi framundan hjá sundfólki á Austurlandi og ljóst að sundlaugin á Djúpavogi mun iða af lífi, en á laugardag stendur UMF Neisti fyrir æfingabúðum í sundi undir stjórn Inga Þórs Ágústssonar landsliðsþjálfara í sundi.

Á sunnudag fer fram bikarmót UÍA í sundi. En þar munu Höttur, Austri, Neisti, Sindri og Þróttur berjast um titilinn bikarmeistari Austurlands í sundi. Austri hampaði bikarnum í fyrra og stöðvaði þar áralanga sigurgöngu heimamanna í Neista. Nú verður spennandi að sjá hvert bikarinn ratar í ár. Áætlað er að mótinu ljúki með verðlaunaafhendingu klukkan þrjú. Allir eru velkomnir á bakkann til að horfa og hvetja.

Vel sótt námskeið hjá FÁÍA

Frá námskeiðinu og kynningunni á ringó í Kópavogi.

Frá námskeiðinu og kynningunni á ringó í Kópavogi.

Undanfarnar vikur hefur Félag áhugafólks um íþróttir aldraðra, FÁÍA, verið með kynningar og námskeið í boccia og ringó víða um land. Húsavík, Grindavík,Reykjanesbær og Flúðir hafa verið heimsóttir í þessum tilgangi og nú í vikunni var námskeið haldið í Kópavogi.

Þátttaka hefur verið góð en þess má geta að rúmlega 50 manns tóku þátt í námskeiðinu á Húsavík. Þórey S. Guðmundsdóttir sagði frá starfinu innan FÁÍA og Flemming Jessen sagði frá UMFÍ og samstarfi þessara félaga í gegnum tíðina. Í Hvammi var námskeið í dönsum af ýmsu tagi en í íþrótthúsinu var ringó og boccia. Auk þeirra tóku Kolfinna Sigurvinsdóttir og Sigurrós Ottósdóttir þátt í ferðinni.

Undirritun samninga vegna Landsmóts UMFÍ 50+ á Ísafirði 2016

Frá undirritun samninga á Ísafirði.

Frá undirritun samninga á Ísafirði.

Í gær var skrifað undir samninga milli UMFÍ, Ísafjarðarbæjar og HSV vegna landsmóts UMFÍ 50+ sem verður haldið á Ísafirði 10-12 júní 2016. Um er að ræða tvo samninga. Annarsvegar á milli landsmótsnefndar sem HSV hefur skipað, Ísafjarðarbæjar og UMFÍ.

Undir þann samning skrifuðu fyrir hönd UMFÍ, Haukur Valtýsson formaður, fyrir hönd Ísafjarðarbæjar Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri og fyrir hönd landsmótsnefndar Stefanía Ásmundsdóttir formaður. Sá samningur varðar uppbyggingu og afnot af mannvirkjum, áhöldum, tækjum og búnaði sem er nauðsynleg til að mótið geti farið fram. Hinn samningurinn var á milli UMFÍ og HSV og snýr að skipulagi mótsins og undirbúningi. Undir þann samning skrifuðu Haukur Valtýsson, formaður UMFÍ, og Guðný Stefanía Stefánsdóttir formaður HSV.

Nýtt ungmennafélag stofnað í Flóahreppi

Þjótandi 1

Frá stofnfundi Umf. Þjótanda í Félagslundi.

Mánudagskvöldið 16. nóvember sl. var Ungmennafélagið Þjótandi stofnað í Félagslundi. Hið nýja ungmennafélag mun taka við störfum ungmennafélaganna þriggja Umf. Baldurs, Umf. Samhygðar og Umf. Vöku í Flóahreppi. Fundurinn var vel sóttur en 38 eru skráðir stofnfélagar. Undirbúningsnefnd stofnunarinnar lagði fram tillögu að bráðabirgðastjórn og nefndarformönnum félagsins og var hún samþykkt.

Stjórn nýs félags er þannig skipuð: Guðmunda Ólafsdóttir formaður, Magnús Stephensen Magnússon ritari og Lilja Ómarsdóttir gjaldkeri. Í varastjórn eru Baldur Gauti Tryggvason og Stefán Geirsson. Formaður íþróttanefndar var kjörinn Árni Geir Hilmarsson, formaður skemmtinefndar Sveinn Orri Einarsson og formaður ritnefndar Fanney Ólafsdóttir.

Undir liðnum önnur mál var nýkjörinni stjórn árnað heilla og sameiningarnefndinni þökkuð góð störf undanfarið ár.

Frábær árangur Kristínar Þorsteinsdóttur á EM

Kristín Þorsteinsdóttir

Kristín Þorsteinsdóttir er hér með gullverðlaunin fyrir 25 metra flugsund.

Kristín Þorsteinsdóttir, sundkona frá Ísafirði, náði frábærum árangri á Evrópumóti DSISO, alþjóðasundsambands fólks með Downs-heilkenni. Mótið fór fram á Ítalíu og setti Kristín tvö heimsmet og tíu Evrópumet. Hún vann til fimm gullverðlauna, auk silfurverðlauna og bronsverðlauna. Heimsmetin setti Kristín í 25 metra flugsundi og 100 metra skriðsundi.

Í mótslok fékk hún viðurkenningu fyrir besti frammistöðuna í kjöri sem þjálfarar og fararstjóra stóðu að. Kristín keppir fyrir Íþróttafélagið Ívar á Ísafirði en hún hefur síðastliðinn tvö ár verið kjörin íþróttamaður Ísafjarðarbæjar.

Stjarnan Norðurlandameistari í hópfimleikum

Stjarnan sýndi frábær tilþrif í golfæfingunum.

Stjarnan sýndi frábær tilþrif í golfæfingunum.

Ungmennafélagið Stjarnan úr Garðabæ er Norðurlandameistari í hópfimleikum. Þetta er í fyrsta sinn sem félagið vinnur þennan titil en Norðurlandamótið í hópfimleikum fór fram í Vodafonehöllinni að Hlíðarenda á laugardag. Þess má geta að Gerpla var handhafi síðustu tveggja titla.

Stjarnan fékk 17.350 stig fyrir æfingar á trampólíni en frábær frammistaða í gólfæfingum gaf liðinu 22.533 stig og þar með var tónninn gefinn. Stjarnan háði mikla keppni við sænska Örebro fyrir síðustu greinina sem voru æfingar á dýnu. Stjarnan hélt áfram sínu striki og framkvæmdi dýnuæfingarnar frábærlega sem skilaði liðinu alla leið. Fyrir æfingarnar á dýnu hlaut liðið 18.050 stig eða alls 57.933 stig samtals.

Norðurlandameistaratitillinn var í höfn og Stjarnan fagnaði glæstum sigri. Örebro fékk 56.650 stig og Högenås hreppti bronsverðlaun með 55.700 stig. Gerpla hafnaði í fjórða sæti með 54.600 stig.

Borðtennisæfingabúðir á Hrafnagili

Hrafnagilsskóli

Æfingabuðir í borðtennis verða að Hrafnagili um helgina.

Laugardaginn 14. nóvember verða borðtennisæfingabúðir fyrir börn og unglinga í íþróttahúsinu á Hrafnagili. Búðirnar hefjast klukkan 10 að morgni og standa langt fram eftir degi. Umf. Samherjar standa fyrir búðunum en þær eru haldnar í tengslum við aldursflokkamót sem félagið heldur á sunnudag. Von er á þátttakendum frá þremur félögum syðra og vonast er eftir að Samherjar og aðrir norðlendingar verði líka duglegir að mæta. Gisting er í boði í skólastofum, heit máltíð fylgir æfingabúðunum á laugardaginn án aukakostnaðar en æfingabúðirnar eru reyndar fríar fyrir alla þátttakendur.

Á laugardagskvöldið verður eitthvað gert til gamans, t.d. hugsanlega farið í bingó eða eitthvað þess háttar. Þessar æfingabúðir og aldursflokkamót er stærsti borðtennisviðburður sem Samherjar hafa staðið fyrir. Það er enn pláss fyrir sjálfboðaliða að hjálpa til yfir helgina. Sigurður Eiríksson tekur við fyrirspurnum um æfingabúðirnar, aldursflokkamótið og sjálfboðaliðastörfin. (sigeiriks@gmail.com)

Nýr Skinfaxi kominn út

Skinfaxi  3. tbl. 2015Skinfaxi, tímarit Ungmennafélags Íslands, 3. tölublað þessa árs er komið út. Blaðið hefur að geyma áhugaverðar umfjallanir um ýmis mál, fréttir úr hreyfingunni og sagt er frá verkefnum í máli og myndum. Þá er viðtal viðtal við Illuga Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra.

Í blaðinu er sagt frá Hreyfiviku UMFÍ sem tókst einstaklega vel og sömuleiðis frá 49. sambandsþingi UMFÍ en mikill einhugur ríkti á þinginu. Mikill uppgangur er í hjólreiðum hér á landi og eru formenn tveggja hjólreiðafélaga í Kópavogi og á Akureyri teknir tali og spurðir út í þennan mikla vöxt. Þá segja ungmenni frá þátttöku sinni í Leiðtogaskóla NSU og ungmennaviku NSU. Margt annað spennandi efni er að finna í blaðinu.

Blaðið má nálgast hér. Skinfaxi3_2015

Samstarf í frjálsíþróttum á Vesturlandi verður eflt

Frá æfingunni í Kaplakrika en þangað mættu 30 krakkar.

Frá æfingunni í Kaplakrika en þangað mættu 30 krakkar.

Um helgina var undirritaður samningur um áframhaldandi samstarf SamVest í frjálsum íþróttum.
Það voru sjö sambandsaðilar sem standa að SamVest sem skrifuðu undir nýjan samning – í ljósi góðrar reynslu af samstarfinu. SamVest varð til haustið 2012 og þá var ritað undir viljayfirlýsingu um samstarf til 3ja ára. Samningstíminn rennur út í lok ársins 2015 og var samið um áframhaldandi samstarf til annarra 3ja ára, eða út árið 2018.

Samstarfið gengur út á að efla frjálsíþróttaiðkun barna og unglinga á samstarfssvæðinu. Ýmsir viðburðir eru haldnir, sameiginlegar æfingar bæði heima og á höfuðborgarsvæðinu, þar sem fengnir eru gestaþjálfarar frá stærri frjálsíþróttadeildum félaga á höfuðborgarsvæðinu, æfingabúðir, mót, og sameiginlegt lið SamVest hefur tekið þátt í bikarkeppnum FRÍ.

Ungmennafélagið Drengur endurvakið – bók um 100 ára sögu komin út

Jón M. Ívarsson ritaði sögu Ungmennafélagsins Drengs.

Jón M. Ívarsson ritaði sögu Ungmennafélagsins Drengs.

Ungmennafélagið Drengur í Kjós hefur verið endurvakið en félagið hafði ekki haldið úti starfsemi um árabil. Drengur var stofnaður 1915 og var eitt af stofnfélögum UMSK. Nú á eitthundrað ára afmæli félagsins var ákveðið að endurvekja félagið og var það gert í félagsheimilinu Félagsgarði á dögunum en Félagsgarður var reistur af Dreng og er í eigu félagsins. Kosin var ný stjórn og er Guðný Ívarsdóttir nýr formaður félagsins.

Á fundinum var kynnt bók um 100 ára sögu Drengs. Jón M. Ívarsson skrifað bókina og las hann valdar sögur úr henni fyrir fundarmenn. Bókin er mjög vegleg og prýtt mörgum myndum. Í formála hennar segir að þetta sé saga mikillar starfsemi, menningar, fórnfýsi og félagsþroska.

Wapp og Ungmennafélag Íslands í samstarf

Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Ungmennafélags Íslands, og Einar Skúlason framkvæmdastjóri Wappsins handsala samstarfið.

Ungmennafélag Íslands og Wappið hafa undirritað samstarfssamning. Samningurinn felur það í sér að félögin ætla að vinna saman að því að koma leiðarlýsingum um gönguleiðir á stafrænt form til birtingar í Wappinu.

Með samningnum verður Ungmennafélag Íslands einn af helstu samstarfsaðilum Wappsins og með frá byrjun þar sem Wappið verður gefið út fimmtudaginn 5. nóvember. Á næstunni mun Ungmennafélag Íslands jafnframt bjóða landsmönnum upp á tvær leiðarlýsingar í Wappinu notendum að kostnaðarlausu. Þetta er bara byrjunin á samstarfi þessara aðila

Styrkir til náms í Lýðháskóla vorönn 2016

Íþróttalýðháskóli í Danmörku.

Íþróttalýðháskóli í Danmörku.

Ungmennafélag Íslands veitir ungu fólki sem hyggur á nám við Lýðháskóla í Danmörk styrk fyrir námsárið 2015-2016. UMFÍ og Højskolernes Hus í Kaupmannahöfn hafa gert með sér samstarfsamning um verkefni tengt námsdvöl íslenskra ungmenna  við Lýðháskóla í Danmörku. Højskolernes Hus heldur utan um alla lýðháskólana og því er námsframboðið mjög fjölbreytt.

Markmið verkefnisins er að gefa ungu fólki tækifæri til að víkka sjóndeildarhring sinn. Tækifæri til að  kynnast nýju tungumáli og menningu, auka færni sína og þekkingu á völdu sviði í gegnum óformlegt nám og styrkja leiðtogatogahæfileika sína um leið.

Umsóknarfrestur fyrir styrki á vorönn 2016 er til föstudagsins 20.nóvember. Eyðublað vegna styrksumsóknar má nálgast hér:     Allar nánari upplýsingar veitir Sabína Steinunn Halldórsdóttir landsfulltrúi UMFÍ sabina@umfi.is   Sími: 568-2929

Keppendur HSK unnu 10 Íslandsmeistaratitla

HSK- glíma

Keppendur HSK á Íslandsmeistaramótinu í Njarðvík.

Íslandsmeistaramót 15 ára og yngri í glímu fór fram í Njarðvík sl. laugardag. Ágæt þátttaka var í mótinu og skemmtu krakkarnir sér vel í glímunni. Keppendur HSK mættu sterkir til leiks og unnu 10 Íslandsmeistaratitla.  Hér að neðan er getið um verðlaunahafa HSK á mótinu.

Keppnin var jafnframt stigakeppni þátttökuliða og vann HSK Íslandsmeistaratitilinn með yfirburðum, hlaut 101,5 stig. Heimamenn í Njarðvík komu næstir með 56 stig.

2. stjórnarfundur UMFÍ haldinn 30. október 2015

2. stjórnarfundur UMFÍ haldinn í Þjónustumiðstöð UMFÍ í Reykjavík 30. október 2015.

Hægt er er að sækja fundargerðina hér   2.stjornarfundargerð

Bylting hjá Fjölni í fimleikum – nýtt hús tekið í notkun

Unnið hörðum höndum að koma salnum upp en formleg vígsla verður á laugaradg, 31. október.

Formleg vígsla á nýja fimleikahúsi Fjölnis við Egilshöllina verður á laugardaginn kemur og hefst hún klukkan 14. Allir eru velkomnir á vígsluna en fimleikafólk frá Fjölni verður með sýningu við opnunina. Laugardaginn 7. nóvember verður fimleikahúsið opið krökkum sem vilja koma og leika sér. Bygging nýja hússins hófst í ágúst 2014 og er því rúmlega eitt ár í byggingu. Þessa dagana er verið að setja upp nýja salinn en húsið er um tvö þúsund fermetrar.

,,Með tilkomu þessa húss á sér stað algjör bylting innan fimleikadeildar Fjölnis. Það er varla hægt að lýsa þessu með orðum og við erum agalega spennt að opna húsið og taka það í notkun. Iðkendur hjá okkur í dag eru um 700 talsins og við höfum þurft að æfa fram að þessu í pínulitlum sölum. Það eru spennandi tímar fram undan,“ sagði Halla Karí Hjaltested rekstrarstjóri fimleikadeildarinnar.

Komandi viðburðir

Það eru engir viðburðir framundan á þessum tima.

Fréttir sambandsaðila

RSS HSÞ