Metþátttaka var í Skólahlaupi UMSK

Aldrei áður hafa þátttakendur verið fleiri í Skólahlaupi UMSK

Aldrei áður hafa þátttakendur verið fleiri í Skólahlaupi UMSK.

Á annað þúsund nemendur í 4. -7. bekk í grunnskólum á sambandssvæði UMSK þátt í Skólahlaupi UMSK. Hlaupið fór fram á Kópavogsvelli við ákjósanlegar aðstæður í góðu veðri. Aldrei áður hafa jafnmargir tekið þátt í hlaupinu og hefur þátttaka aukist jafnt og þétt síðustu ár.

Þrír fyrstu í hverjum árgangi fengu verðlaunapening bæði í stráka- og stelpnaflokki. Skólarnir kepptu um bikar (Bræðrabikarinn) en bikarinn hlýtur sá skóli sem hlutfallslega er með flesta þátttakendur.

Forseti Íslands heimsótti skóla á forvarnardeginum

Frá heimsókn forsetans Fjölbrautaskólann í Breiðholti.

Frá heimsókn forsetans í Fjölbrautaskólann í Breiðholti.

Forvarnardagurinn var haldinn í grunnskólum og framhaldskólum landsins 2. október og var þetta í 10. sinn sem hann er haldinn. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson heimsótti Fjölbrautaskólann í Breiðholti en skólinn heldur þessa dagana upp á 40 ára afmæli. Forsetinn ræddi við nemendur á sal um mikilvægi forvarna og þær einföldu lífsreglur sem skila mestum árangri. Svaraði ennfremur fjölmörgum fyrirspurnum um margvísleg málefni, heimsótti kennslustofur í ýmsum greinum og ræddi við kennara í mötuneyti þeirra.

Fyrr um daginn heimsótti Ólafur Ragnar Fjölbrautaskóla Vesturland. Þar ávarpaði hann nemendur á sal skólans og skoðaði verkefnavinnu ásamt því að heimsækja kennslustofur, bæði í bóknámi og verknámi. Í Brekkubæjarskóla ræddi forsetinn við nemendur má.a um þær þrjár meginreglur sem boðskapur dagsins felur í sér: Að stunda skipulagt íþrótta- og tómstundastarf, að verja klukkustund á dag með fjölskyldu og að bíða sem lengst með að neyta áfengis.

Forvarnardagurinn haldinn í tíunda sinn

Kynning á forvarnardeginum fór fram að þessu sinni í Vættaskóla. Forseti Íslands er hér með aðstandendum verkefnisins og fulltrúum skólans.

Kynning á forvarnardeginum fór fram að þessu sinni í Vættaskóla. Forseti Íslands og forsetafrú eru hér með aðstandendum verkefnisins og fulltrúum skólans.

Forvarnardagurinn er nú haldinn í tíunda sinn í dag, 2. október, í grunnskólum landsins og í fimmta sinn í framhaldsskólum. Á Forvarnardaginn ræða nemendur í skólunum um hugmyndir sínar og tillögur varðandi nýjungar og breytingar á æskulýðs- og íþróttastarfi, fjölskyldulífi og öðrum þeim þáttum sem eflt geta forvarnir. Hugmyndir og tillögur nemenda eru svo teknar saman og settar í skýrslu sem birt er á vefsíðu dagsins, www.forvarnardagur.is.

Þá gefst nemendum kostur á að taka þátt í ratleik á vefsíðum íþrótta- og ungmennasamtaka og eru þar verðlaun í boði. Upplýsingar um daginn eru einnig aðgengilegar á Fésbók   (www.facebook.com/forvarnardagur).

Forvarnardagurinn er haldinn að frumkvæði forseta Íslands. Aðstand-endur Forvarnardagsins auk forsetaembættisins eru Samband íslenskra sveitarfélaga, Reykjavíkurborg, Ungmennafélag Íslands, Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Bandalag íslenskra skáta, Félag íslenskra framhaldsskóla og Rannsóknir og greining. Forvarnardagurinn er skipulagður með stuðningi lyfjafyrirtækisins Actavis.

KFÍ og Strandamenn í samstarf í körfuboltanum

Samstarf í körfuknattleik

Hópurinn kom saman til æfinga á Ísafirði á dögunum.

Yngri flokkar KFÍ og Héraðssamband Strandamanna í körfuknattleik munu sameina krafta sína í vetur í tveimur aldurshópum drengja, 10. flokki og 8. flokki. Að minnsta kosti fjórir Strandamenn keppa með flokkunum á Íslandsmótum vetrarins, tveir í hvorum aldurshópi. Samtals telur hópurinn hátt í 20 stráka.

Blásið var til sameiginlegra æfinga beggja flokka nú á dögunum og var æft á Torfnesi eina helgi en þjálfarar drengjanna eru Nebojsa Knezevic og Hákon Ari Halldórsson, Einnig aðstoðaði Nökkvi Harðarson við æfingar helgarinnar en hann þjálfar einmitt stóran hóp 7. flokks stúlkna KFÍ.

Hreyfivika – Rangárþing ytra sigraði í sundkeppninni

Íbúar Rangárþings ytra voru duglegir að synda og að lokum stóðu þeir uppi sem sigurvegarar.

Íbúar Rangárþings ytra voru duglegir að synda og að lokum stóðu þeir uppi sem sigurvegarar.

Rangárþing ytra bar sigur úr býtum í sundkeppni sveitarfélaganna en keppnin var hluti af Hreyfiviku UMFÍ sem lauk nú um helgina. Íbúar Rangárþings ytra hafa aldrei verið jafn duglegir að sækja sundlaugina á Hellu en mikil stemning skapaðist um sundkeppnina en íbúar syntu samtals 311,5 km sem gera 375 metra á hvern íbúa.

Í öðru sæti varð Rangárþing eystra (Hvolsvöllur) með 279 metra á hvern íbúa og í þriðja sæti urðu íbúar í Hrísey með 250,5 metra á hvern íbúa. Hvað varðar samanlagða synta kílómetra þá syntu íbúar á Akureyri samtals 458 km og Rangárþing ytra kom næst með 311,5 km.

 

 

Skólahlaup UMSK fer fram á Kópavogsvelli

Frá keppni í Skólahlaupi UMSK.

Frá keppni í Skólahlaupi UMSK.

Skólahlaup UMSK fer fram á Kópavogsvelli þriðjudaginn 29. september kl. 10:00. Allir nemendur í 4.–7. bekk í skólum á sambandssvæði UMSK geta tekið þátt í hlaupinu. Hlaupið verður í flokki drengja og stúlkna.

Í skólahlaupi UMSK er keppt um Bræðrabikarinn en þann bikar hlýtur sá skóli sem hefur hlutfallslega flesta þátttakendur. Hlaupið er hluti af Hreyfiviku Ungmennafélags Íslands. Skráning og frekari upplýsingar eru hjá íþróttakennurum.

Hreyfivika – Það eru bara allir að synda

Fólk á öllum aldri hefur verið duglegt að synda á Hreyfiviku UMFÍ. Hér má sjá krakka í sundlauginni á Hellu.

Fólk á öllum aldri hefur verið duglegt að synda á Hreyfiviku UMFÍ. Hér má sjá krakka í sundlauginni á Hellu.

Einn af viðburðum í Hreyfiviku UMFÍ, sem hefur staðið yfir alla vikuna og lýkur 27. september, er sundkeppni á milli sveitarfélaga, í anda hliðstæðar keppni sem fram fór samhliða norrænu sundkeppninnar hér á landi á áttunda áratugnum. Geysilegur áhugi er fyrir þessum viðburði og mikil keppni og ekki ljóst fyrr en á síðasta degi hvaða sveitarfélag mun synda flesta metra á hvern íbúa.

,,Ég er búinn að starfa hér í 16 ár og hef aldrei séð svona marga synda í lauginni eins og í gær. Laugin var full af fólki klukkan þrjú til klukkan níu í gærkvöldi. Fólk sem maður sér aldrei í lauginni var að synda hér í gærkvöldi. Við erum bara í skýjunum og þetta verkefni er gjörsamlega að ná tilgangi sínum. Það eru allir svo áhugasamir og sem dæmi eru margir krakkar að synda einn kílómetra á dag. Maður sér ekki fólk í rennibrautinni, það eru allir að synda,“ sagði Þórhallur Svavarsson, forstöðumaður íþróttamannvirkja í Rangárþingi ytra. Í gær syntu í sundlauginni á Hellu yfir eitt hundarð manns alls 78 km.

Viðburðum á Hreyfiviku fjölgar – Ísland ofarlega

Frá Hreyfiviku UMFÍ í Fjallabyggð.

Frá Hreyfiviku UMFÍ í Fjallabyggð.

Það er deginum ljósara að Hreyfivika (Move Week) vex fiskur um hrygg víðs vegar með hverju árinu en þetta verkefni stendur yfir dagana 21.-27. september. Þátttakendum og viðburðum fjölgar jafnt og þétt og hafa aldrei verið fleiri. Hreyfivikan nýtur mikilla vinsælda í Evrópu þar sem hún er þegar orðin stórt verkefni með yfir 3850 viðburði. Áður en vikan verður öll verða viðburðirnir eflaust orðnir miklu fleiri.

Þátttakendur fá núna meiri möguleika til að finna hreyfingu við sitt hæfi enda fjölmargt í boði. Í ár eru nú þegar 414 viðburðir í boði á Hreyfiviku UMFÍ og hefur fjölgað eftir sem á vikuna hefur liðið. Einungis Pólland er með fleiri viðburði en á eftir koma Búlgaría, Portúgal og Ungverjaland. Þess og má geta að í suður-Ameríku nýtur Hreyfivika mikilla vinsælda.

,,Fólk áhugasamt að hreyfa sig og vera saman í Hrísey“

Þátttakendurnir í göngunni í Hrísey á Hreyfiviku UMFÍ.

Þátttakendurnir í göngunni í Hrísey á Hreyfiviku UMFÍ.

Íbúar í Hrísey taka í fyrsta skipti þátt í Hreyfiviku UMFÍ en það er Ungmennafélagið Narfi í eynni sem stendur fyrir viðburðum meðan á verkefninu stendur. Á fyrsta degi Hreyfivikunnar tóku 27 manns þátt í 3 km göngu um Hrísey í fallegu veðri en fjölmargir viðburðir standa eyjabúum til boða. Almenn ánægja er með þetta verkefni og ljóst að íbúar í Hrísey verða duglegir að sækja viðburði en þess má geta að á staðaldri búa um 130 manns í eynni.

,,Við höfum aldrei verið með áður en ungmennafélagið ákvað að slá til og taka þátt. Gangan á byrjunardegi vikunnar var sérlega vel heppnuð og bara vel sótt. Fólk á öllum aldri skemmti sér hið besta og naut veðurblíðunnar. Svona viðburðir lífga bara upp á tilveruna og við erum viss að viðburðir verða vel sóttir enda fólk áhugasamt að hreyfa sig sig og vera saman,“ sagði Ingólfur Sigfússon í stjórn Ungmennafélagsins Narfa.

Góð stemning á Hreyfiviku í Grindavík

Hreyfivika í Grindavík 2015

Helgi Jónas Guðfinnsson, Harpa Hallgrímsdóttir og Halldóra Halldórsdóttir héldu fyrirlestra í upphaf Hreyfiviku í Grindavík.

Hreyfivika UMFÍ í Grindavík er komin á fullt skrið en í gærkvöldi var afar áhugaverður fyrirlestur í Gjánni þar sem þrír Grindvíkingar sem eiga sameiginlegt að hafa farið sínar eigin leiðir í heilsueflingu í Grindavík, sögðu sögu sína og svöruðu spurningum. Þetta voru þau Helgi Jónas Guðfinnsson eigandi Metabolic, Halldóra Halldórsdóttir jógakennari og Harpa Hallgrímsdóttir jógakennari.

Afar áhugavert var að heyra framsögur þremenningana sem eiga það sameiginlegt að hafa farið út í heilsuræktina og kennsluna fyrir hálfgerða tilviljun.  Að sögn Þorsteins Gunnarssonar sviðsstjóra frístunda- og menningarsviðs, er mjög stemning fyrir Hreyfivikunni í bænum og hann eigi von á góðri þátttöku en yfir 50 viðburðir eru skipulagðir á Hreyfiviku.

Fellagöngur í Mosfellsbæ í tengslum við Hreyfiviku UMFÍ

Helgafell

Frá göngu á Helgafell í Mosfellsbæ.

Í tengslum við Hreyfiviku UMFÍ, sem stendur yfir dagana 21.-27. september ætlar Ferðafélag Íslands að standa fyrir fellagöngum í Mosfellsbæ og verða fararstjórar í göngunum Ævar og Örvar Aðalsteinssynir. Fyrsta gangan verður farin í dag 21. September kl. 17.30 á Lágafell og er upphafsstaður göngunnar bílastæðið við Krónuna.

Þriðjudaginn 22. September kl. 17.30 verður gengið á Reykjaborg og er upphafsstaður göngunnar bílastæðið við Suður-Reyki efst í Reykjahverfi. Miðvikudaginn 23. september kl. 17.30 verður gengið á Helgafell og verður lagt upp frá bílastæðinu á Ásum við Þingvallaveg vestan undir Helgafelli.

Hátt í 400 viðburðir á Hreyfiviku

Nemendur í 5. bekk í Langholtsskóla hituðu upp fyrir Hreyfiviku fyrir utan Þjónustumiðstöð UMFÍ sl. föstudag.

Nemendur í 5. bekk í Langholtsskóla hituðu upp fyrir Hreyfiviku fyrir utan Þjónustumiðstöð UMFÍ sl. föstudag.

Boðið verður upp á hátt í 400 viðburði í Hreyfiviku UMFÍ sem hefst mánudaginn 21. september. Ljóst er að fleiri sveitarfélög taka þátt í Hreyfiviku en nokkru sinni áður. Margir nýir viðburðir eru að koma inn og má í því sambandi nefna að efnt verður til sundkeppni á milli sveitarfélaga, í anda hliðstæðar keppni sem fram fór samhliða norrænu sundkeppninnar hér á landi á áttunda áratugnum.

Hreyfivika UMFÍ er hluti af stóru lýðheilsuverkefni sem fer fram um alla Evrópu dagana 21. til 27. september. Markmiðið er að fá hundrað milljónir Evrópubúa í viðbót til að hreyfa sig reglulega fyrir árið 2020. Ekki er vanþörf á, eins og Sabína Steinunn Halldórsdóttir, landsfulltrúi UMFÍ, bendir á. Rannsóknir sýna að fjórir af hverjum fimm Evrópubúum hreyfa sig ekki nóg.

Sundkeppni á Hreyfiviku í Norðurþingi

Það er margt spennandi á Hreyfiviku um allt land.

Það er margt spennandi á Hreyfiviku um allt land.

Norðurþing og HSÞ taka þátt í Hreyfiviku UMFÍ og eru allir hvattir til að taka þátt í sem flestum viðburðum þessa vikuna og halda hreyfingabók. Nálgast má hreyfingabókina á heimasíðu Norðurþings, nordurthing.is. Í boði er hreyfing við allra hæfi. Fólk er hvatt til að skilja bílinn eftir heima og ganga eða hjóla í staðinn. Dregið verður úr innsendum hreyfingadagbókum og eru veglegir vinningar í boði. Frítt í sund á Húsavík og Raufarhöfn í boði Norðurþings.

,,Það kom hugmynd héðan að setja á fót sundkeppni á milli sveitarfélaga. Keppnin á að vera sáraeinföld. Blað liggur í afgreiðslu sundstaða þar sem fólk skráir þá vegalengd sem það syndir. Svo er tekin staða daglega hjá okkur og í lok vikunnar er hægt að sjá árangurinn. Skólasund og sundæfingar eru undanskildar. Allt er þetta til gamans gert og í bónus fáum við að kveikja á keppnisskapinu hjá okkur á móti okkar nágrönnum,“ sagði Kjartan Páll Þórarinsson tómstunda- og æskulýðsfulltrúi Norðurþings.

Þjálfaranámskeið og æfingabúðir í borðtennis að Hrafnagili

Borðtennis - 2015Námskeið fyrir þjálfara í borðtennis verður að Hrafnagili dagana 19. og 20. september. Námskeiðið kostar kr. 10.000 og stendur frá kl. 9:00 til 17:00 báða dagana. Leiðbeinandi verður Bjarni Bjarnason frá Borðtennissambandi Íslands. Námskeiðið er haldið í samstarfi Íþróttafélagsins Akurs, Umf. Samherjar, Umf. Æskan, Ungmennasambands Eyjafjarðar og Borðtennissambands Íslands. Námskeiðið er öllum opið en íþróttakennarar og leiðbeinendur íþrótta- og tómstundastarfs barna og unglinga eru sérstaklega hvattir til að mæta.

Samhliða þjálfaranámskeiðinu 19.-20. september verður Borðtennissamband Íslands með æfingabúðir að Hrafnagili í samstarfi við íþróttafélög á Norðurlandi. Búðirnar eru fyrir alla aldursflokka og standa frá 13:00 til 17:00 báða dagana.

,,Hreyfivikan er í alla staði jákvætt og skemmtilegt verkefni“

Frá Hreyfiviku í Grindavík í fyrra sem tókst með afbrigðum vel.

Frá Hreyfiviku í Grindavík í fyrra sem tókst með afbrigðum vel.

Grindavíkurbær tekur þátt í Hreyfiviku (Move Week) 21.-27. sept. í samstarfi við UMFÍ. Þetta er annað árið í röð sem Grindavíkurbær er þátttakandi en svo vel þótti takast til í fyrra að UMFÍ bendir öðrum bæjarfélögum á Grindavíkurleiðina sem fyrirmynd í kynningarefni sínu í ár. Um 15 manns mætti á kynningar- og undirbúningsfund fyrir Hreyfivikuna nú á dögunum. Fundurinn tókst virkilega vel og er undirbúningurinn kominn á fullt og verður dagskráin í anda þeirrar sem var í fyrra.

Allir leggja sitt af mörkum en stýrihópur heldur utan um Hreyfivikuna. Aðal atriðið er að virkja sem flesta til að vera með. Leikskólar og grunnskóli í Grindavík taka þátt af fullum krafti, einnig Miðgarður með dagskrá fyrir eldri borgara. UMFG verður með opnar æfingar, bjóða foreldrum að mæta og þá er ætlunin að vera með fræðslu og fyrirlestra og ýmist fleira.

Austfirsk ungmenni taka þátt í ungmennaverkefni í Ungverjalandi

UÍA - Ungverjaland 2015

Austfirsku ungmennin með jafnöldrum sínum frá Ungverjalandi.

Austfirsk ungmenni taka þátt í ungmennaverkefni í Ungverjalandi
Tólf austfirsk ungmenni héldu sl. sunnudag til Ungverjalands í 11 daga ferð, ásamt framkvæmdastýru og formanni UÍA. Ferðinni var heitið til bæjarnins Orosháza en þar mun hópurinn, ásamt ungverskum jafnöldrum sínum, taka þátt í ungmennaverkefni sem ber yfirskriftina HUN-ICE Sports in social inclucion and non-formal education.

Markmið verkefnisins er að efla samstöðu og skilning meðal ungs fólks frá ólíkum löndum. Til þess er stefnt saman ungmennum frá dreifbýli á Íslandi og í Ungverjalandi í viku þar sem notaðar eru óformlegar námsaðferðir.

18.stjórnarfundur UMFÍ haldinn 4.september 2015

UMFê_merki18. stjórnarfundur UMFÍ, haldinn 4.september 2015.

Hægt er að sækja fundargerðina hér: 18.stjórnarfundargerð

,,Hreyfivikan er frábært lýðheilsuverkefni“

Hluti þátttakenda sem tók þátt í Hreyfiviku á Skagaströnd í fyrra.

Hluti þátttakenda sem tók þátt í Hreyfiviku á Skagaströnd í fyrra.

,,Við erum mjög spennt fyrir Hreyfivikunni og það verður margt ýmislegt spennandi í boði hjá okkur. Við ætlum m.a. að vera með gönguviku í samvinnu við Ferðafélagið og gengið verður á sex fell á jafnmörgum dögum í nágrenni við bæinn. Það verða opin hús og opnir tímar um allan bæinn og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. World Class verður með opið í tækjasal og alla tíma á laugardeginum. Líkamsræktastöðin Elding verður með opið hús alla vikuna, hestamannafélagið verður með opið hús og Afturelding verður með kynningu á starfseminni og svona mætti lengi telja,“ sagði Ólöf Sívertsen verkefnastjóri heilsueflandi samfélags í Mosfellsbæ.

Ólöf sagði að sér fyndist þetta verkefni vera frábært lýðheilsuverkefni og fólk væri gefið tækifæri til að finna sína uppáhaldshreyfingu sem það hefði gaman af.

Umsóknarfrestur um styrki úr Fræðslu- og verkefnasjóði UMFÍ

UMFê_merkiUmsóknarfrestur um styrki úr Fræðslu- og verkefnasjóði UMFÍ er til 1. október. Tilgangur sjóðsins er að styrkja félags- og íþróttastarf ungmennafélagshreyfingarinnar m.a með því að auka menntun og þekkingu félaga innan hreyfingarinnar á íþróttagreinum, þjálfun, í félagsmálum og félagsstarfi.

Rétt til styrkveitingar úr sjóðnum eiga allir félagar í ungmennafélögum sem eru virkir í starfi og hafa uppáskrift síns félags eða sambands til að afla sér aukinnar þekkingar á sínu sérsviði sem gæti nýst viðkomandi félagi, sambandi og ungmennafélagshreyfingunni í heild. Einnig eiga stjórn og nefndir UMFÍ, héraðssambönd, ungmennafélög og deildir innan þeirra rétt á að sækja um styrk úr sjóðnum.

Umsóknum skal skilað rafrænt á þar til gerðum umsóknareyðiblöðum sem er að finna á heimasíðu UMFÍ (www.umfi.is) undir styrkir fyrir 1. október. Upplýsingar eru einnig veittar í síma 568-2929 og á netfanginu umfi@umfi.is

,,Hreyfivika er uppáhaldsvika mín í árinu“

Frá Hreyfiviku á Egilsstöðum.

Frá Hreyfiviku á Egilsstöðum.

Hreyfivika UMFÍ fer fram dagana 21.-27.september næstkomandi. Hreyfivikan er hluti af stóru lýðheilsuverkefni sem fram fer um gjörvalla Evrópu á sama tíma. Markmiðið er að fá hundrað milljónir fleiri Evrópubúa til að hreyfa sig reglulega fyrir árið 2020. UMFÍ tekur verkefnið sem langhlaup og hvetur alla til að finna sína uppáhalds hreyfingu.

,,Það er mikil stemning fyrir Hreyfivikunni hér fyrir austan og segja má að fólk sé farið að iða aðeins í tánum. Ég reikna með fjölgun sveitarfélaga sem taka þátt í verkefninu frá því í fyrra og má í því sambandi Vopnafjörð sem nú kemur inn í fyrsta sinn. Sveitarfélögn eru í óða önn að skipuleggja viðburði og finna eitthvað sniðugt til að bjóða upp á í þessari viku. UÍA tekur að sjálfsögðu virkan þátt í verkefninu með ýmsum hætti,“ sagði Hildur Bergsdóttir framkvæmdastjóri UÍA.

Komandi viðburðir

  1. 49. Sambandsþing UMFÍ

    október 17

Fréttir sambandsaðila