Hver erum við?
Ungmennafélag Íslands er landssamband ungmennafélaga. UMFÍ var stofnað á Þingvöllum 2. ágúst 1907. Innan UMFÍ eru 26 sambandsaðilar. Félögin eru 450 og eru það öll íþrótta- og ungmennafélög á Íslandi. UMFÍ skapar aðstæður þar sem gleði og samvinna eflir íþrótta- og æskulýðsstarf um allt land.
Lesa meiraSambandsaðilar
26
Félög
450
Félagsmenn
290.000
Fréttir
05. desember 2025
Dagur sjálfboðaliðans
Í dag er alþjóðlegur dagur sjálfboðaliðans. Af því tilefni hvetjum við sambandsaðila og aðildarfélög UMFÍ til að hampa sjálfboðaliðum, sem hafa haldið uppi íþrótta- og ungmennastarfi gegnum árin. ÍSÍ og UMFÍ bjóða upp á vöfflukaffi og erindi þriggja sjálfboðaliða.
04. desember 2025
Ræddu sama um málefni barna
Fulltrúar nokkurra félagasamtaka sem mynda Barnaréttindavaktina hittust í þjónustumiðstöð UMFÍ í gær. Þar kynntu þau starfsemi sína auk þess að hitta forsvarsfólk annarra félagasamtaka og fá kynningu á starfi þeirra.
02. desember 2025
Pannavellir á leiðinni út um allt land
Starfsfólks UMFÍ og KSÍ vann saman að því í gær að taka í sundur sendingu af pannavöllum og skipta þeim upp í 15 einingar. Pannavellina pöntuðu sveitarfélög og íþrótta- og ungmennafélög víða um land og eru vellirnir nú á leið til þeirra.
Siðareglur og samskiptaráðgjafi
Siðareglur
Mikilvægt er fyrir öll sem starfa með börnum og ungmennum að vera meðvituð um skyldur sínar og ábyrgð. Siðareglur þessar gilda fyrir allt starfsfólk og sjálfboðaliða Æskulýðsvettvangsins. Gerist aðili brotlegur við reglurnar er heimilt að vísa honum úr starfi, tímabundið eða að fullu.
Samskiptaráðgjafi
Einelti, áreitni og ofbeldi í hvers kyns mynd er ekki liðið innan skipulags íþrótta- eða æskulýðsstarfs. Markmiðið með starfsemi samskiptaráðgjafa er að stuðla að því að starfið fari fram í öruggu umhverfi og að fólk geti leitað aðstoðar eða réttar síns án þess að þurfa að óttast afleiðingarnar.
Skráðu þig á póstlista og fylgstu með!
Takk fyrir að skrá þig á póstlista UMFÍ