Hver erum við?
Ungmennafélag Íslands er landssamband ungmennafélaga. UMFÍ var stofnað á Þingvöllum 2. ágúst 1907. Innan UMFÍ eru 26 sambandsaðilar. Félögin eru 450 og eru það öll íþrótta- og ungmennafélög á Íslandi. UMFÍ skapar aðstæður þar sem gleði og samvinna eflir íþrótta- og æskulýðsstarf um allt land.
Lesa meiraSambandsaðilar
26
Félög
450
Félagsmenn
290.000
Fréttir
26. nóvember 2025
Stefnumótun ÍSÍ og UMFÍ: Kraftur í hópnum
„Það er ótrúlegur kraftur í þessum hópi. Ég fann strax að þarna var komið saman hugsjónafólk með sameiginlega sýn, sem er tilbúið að bretta upp ermar og gera gott starf enn betra,“ segir Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir, ráðgjafi hjá fyrirtækinu Expectus ráðgjöf.
20. nóvember 2025
28 milljónir til eflingar íþróttastarfs um allt land
52 verkefni af ýmsu tagi um allt land fengu styrki upp á 27,8 milljónir króna úr Hvatasjóði íþróttahreyfingarinnar. Þetta var þriðja úthlutun úr sjóðnum en fyrsta úthlutun úr honum var í upphafi árs. 71 umsókn um styrk barst sjóðnum upp á um 66 milljónir króna.
19. nóvember 2025
Ómetanlegt þegar forsvarsfólk íþróttahéraða hittist
Svæðisfulltrúar íþróttahéraða á Suðurlandi stóðu á dögunum fyrir sögulegum fundi íþróttahéraðanna á svæðinu. Mikil ánægja er með fundinn og vonast er til að hann opni á meira samstarf héraða og félaga á Suðurlandi.
Siðareglur og samskiptaráðgjafi
Siðareglur
Mikilvægt er fyrir öll sem starfa með börnum og ungmennum að vera meðvituð um skyldur sínar og ábyrgð. Siðareglur þessar gilda fyrir allt starfsfólk og sjálfboðaliða Æskulýðsvettvangsins. Gerist aðili brotlegur við reglurnar er heimilt að vísa honum úr starfi, tímabundið eða að fullu.
Samskiptaráðgjafi
Einelti, áreitni og ofbeldi í hvers kyns mynd er ekki liðið innan skipulags íþrótta- eða æskulýðsstarfs. Markmiðið með starfsemi samskiptaráðgjafa er að stuðla að því að starfið fari fram í öruggu umhverfi og að fólk geti leitað aðstoðar eða réttar síns án þess að þurfa að óttast afleiðingarnar.
Skráðu þig á póstlista og fylgstu með!
Takk fyrir að skrá þig á póstlista UMFÍ