Fara á efnissvæði

Skinfaxi er heilbrigðasta tímarit á Íslandi!

Nýjasta tölublað Skinfaxa 2024 er komið út. Blaðið er sprengfullt af sprikli og hugmyndum, fréttum úr íþrótta- og ungmennafélagshreyfingunni og ráðum um það sem virkar. Blaðið er aðgengilegt í íþróttahúsum og sundlaugum og sent til áskrifenda. Þú getur líka lesið blaðið á umfi.is og öðrum miðlum. 

Þú getur smellt á forsíðu blaðsins hér að neðan og lesið það á umfi.is.

Lesa nýjasta blaðið.

Skinfaxi 2 2024 Net

Fjölbreytt efnistök

Á meðal efnis í blaðinu: 

  • Þorsteinn fræðir þjóðina um sögu Hvítbláans.
  • Sigur á Dönum alltaf sætastur.
  • Sýning á verðlaunagripum á Selfossi.
  • Vinsælt að vera sjálfboðaliði í Kaupmannahöfn.
  • Ungt fólk blómstrar í Ungmennaráði UMFÍ.
  • Samanburður á frístundastyrkjum sveitarfélaga.
  • Hvað kostar að æfa íþróttir?
  • Mikil gleði á Unglingalandsmóti UMFÍ.
  • Margir mæta í annað og þriðja sinn.
  • Forseti Íslands er verndari UMFÍ.
  • 101 árs í línudansi.
  • Stafrænum málum fjölgar hjá samskiptaráðgjafa.
  • Guðni tók síðasta sprettinn sem forseti.
  • Meira stuð, meiri drulla!
  • Fagna kynningu á starfi sambandsaðila.
  • 13 ára berfætt stúlka sló Íslandsmet.
  • Færir félagið inn í nútímann.



Lumarðu á umfjöllunarefni?

Ef þú vilt koma einhverju á framfæri sem á erindi við íþrótta- og ungmennafélagshreyfinguna þá er um að gera og senda okkur línu á umfi@umfi.is eða jon@umfi.is.

Þú getur líka gerst áskrifandi að fréttabréfi UMFÍ hér að neðan. Þú getur skráð netfang þitt og fengið fréttabréf reglulega í tölvupósti.