Fara á efnissvæði
22. mars 2024

Fjögur hlutu starfsmerki UMFÍ

Áslaug Pálsdóttir, Birna Kristín Jónsdóttir , Bragi Björnsson og Kristín Finnbogadóttir fengu starfsmerki UMFÍ á þingi Ungmennasambands Kjalarnesþings (UMSK) í gær. Þau Halla Garðarsdóttir og Jón Júlíusson, sem var íþróttafulltrúi Kópavogsbæjar í um 30 ár en lét nýverið af störfum, voru sæmd Gullmerki UMSK.

Ragnheiður Högnadóttir, formaður framkvæmdastjórnar UMFÍ, var gestur þingsins fyrir hönd UMFÍ og afhenti hún starfsmerkin ásamt Auði Ingu Þorsteinsdóttur, framkvæmdastjóra UMFÍ. Ragnheiður flutti jafnframt ávarp.

Hafsteinn Pálsson sat þingið fyrir hönd ÍSÍ. Hann afhenti þeim Alexander Arnarsyni, Björgu Erlingsdóttur, Halldóri Arnarsyni og Hilmari S. Sigurðssyni, silfurmerki ÍSÍ. Geirlaug B. Geirlaugsdóttir og Ólafur Björnsson voru heiðraðir með Gullmerki. 

Hulunni var svipt af aldarsögu UMSK og flutti Valdimar Leó Friðriksson ávarp sem formaður söguritunarnefndar. 

Íþróttakona UMSK 2023 var Thelma Aðalsteinsdóttir, íþróttakarl UMSK 2023  valinn Friðbjörn Bragi Hlynsson og lið ársins var meistaraflokkur kvennaliðs Breiðabliks í knattspyrnu. Hvatningarverðlaun 2024 hlutu meistaraflokkur karlaliðs Álftaness í körfuknattleik fyrir metnaðarfullt starf deildarinnar, og Karatefélag Garðabæjar fyrir metnaðarfullt starf í þágu ungmenna.

Félagsmálaskjöld UMSK hlaut Birna Kristín Jónsdóttir, silfurmerki UMSK hlutu Margrét Dögg Halldórsdóttir og Rakel Másdóttir. 

 

Fleiri myndir má sjá hér.