Fara á efnissvæði

Styrkir

Lýðháskólastyrkir

Lýðháskólastyrkir

UMFÍ og Højskolernes Hus í Kaupmannahöfn eru með samstarfssamning um verkefni tengd námsdvöl íslenskra ungmenna í dönskum lýðháskólum. Højskolernes Hus heldur utan um alla lýðháskóla í Danmörku og því er námsframboðið fjölbreytt.

Markmið með styrkveitingunni er að gefa ungu fólki tækifæri til að víkka sjóndeildarhring sinn. Einnig tækifæri til að kynnast nýju tungumáli og menningu, auka færni sína og þekkingu á völdu sviði í gegnum óformlegt nám og styrkja leiðtogatogahæfileika sína um leið.

Umsóknarfrestir eru tvisvar sinnum á ári. Á haustin er opið fyrir umsóknir fyrir haustönn og heilt skólaár. Um áramót er opið fyrir umsóknir fyrir vorönn. 

Verkefni sem standa þarf skil á

Til þess að uppfylla kröfur um styrk þurfa umsækjendur að skila eftirfarandi verkefnum:

  1. Verkefni að eigin vali á meðan námsdvöl stendur. Umsækjendur geta valið að skila inn stuttu myndbandi, teiknimyndaseríu, lagi eða texta sem felur í sér upplifun eða reynslu af náminu. Skilafrestur er 11. nóvember 2024 / 17. mars 2025.
  2. Stutt lokaskýrsla sem felur í sér upplifun og lærdóm af náminu. Jafnframt þarf að fylgja með staðfesting á námsdvöl frá skólanum. Skilafrestur er 20. janúar 2025 / 30. júní 2024.
  3. Þeir nemendur sem hljóta styrk fyrir heilu skólaári (40+ vikur) þurfa jafnframt að standa skil af kynningu um skólann sinn, hvað hefur skólinn upp á að bjóða? Skilafrestur 24. febrúar 2025.

Nánari upplýsingar veitir Ragnheiður Sigurðardóttir. Netfang: ragnheidur@umfi.is 

Sækja um lýðháskólastyrk

Umsóknarfrestur fyrir vorönn 2025 (janúar - júní) er til 24. janúar 2025.

Sækja um styrk