Fara á efnissvæði

Öllum flokkum

Fréttir

Öllum flokkum

01. mars 2024

Hvatasjóður Allir með styður Umf Selfoss og Íþróttafélagið Suðra

„Ég hvet alla þjálfara til að taka þessu verkefni með opnum hug, því sigrar barna með fötlun eru gríðarlega stórir,“ sagði Þórdís Bjarnadóttir frá Íþróttafélaginu Suðra við undirritun samstarfssamnings á vegum Hvatasjóðs verkefnisins Allir með við Ungmennafélag Selfoss og Íþróttafélagið Suðra. 

01. mars 2024

Ráðstefnan: Konur og íþróttir, forysta og framtíð

Í tilefni af Alþjóðlegum baráttudegi kvenna þann 8. mars næstkomandi standa Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) og Ungmennafélag Íslands (UMFÍ) fyrir ráðstefnunni Konur og íþróttir, forysta og framtíð. Hvar eru konurnar? 

24. febrúar 2024

Auður Inga: Fullt af frambærilegum konum í íþróttahreyfingunni

„Ég heyri sagt að konur bjóði sig ekki fram, láti ekki í sér heyra, standi frekar á hliðarlínunni. Á sama tíma vitum við að það er fullt af frambærilegum konum í hreyfingunni,“ segir Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ.

21. febrúar 2024

Rakel Másdóttir: Íþróttir fyrir alla

„Ég legg mikla áherslu á að ungmenna- og íþróttastarf eigi að vera fyrir alla og ég veit að það eru tækifæri til að gera betur í þeim efnum,“ segir Rakel Másdóttir. Hún situr í varastjórn Ungmennasambands Kjalarnesþings (UMSK) og var kosin í varastjórn UMFÍ á sambandsþingi UMFÍ í fyrrahaust. 

20. febrúar 2024

Björg og Birgir taka við af Einari Haraldssyni

Birgir Már Bragason hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Keflavíkur, íþrótta- og ungmennafélags, og hefur Björg Hafsteinsdóttir tekið við sem formaður félagsins. Þau taka við af Einari Haraldssyni.

15. febrúar 2024

Strandarhlaup, brennó og pönnukökubakstur á Landsmóti UMFÍ 50+

Fulltrúar UMFÍ, ungmennafélagsins Þróttar Vogum og sveitarfélagsins Voga skrifuðu í gær undir samning um Landsmót UMFÍ 50+ sem haldið verður í í Vogum í sumar. Boðið verður upp á klassískar greinar, pönnukökubakstur, brennó og margt fleira. Búist er við fjölmennasta mótinu frá upphafi.

12. febrúar 2024

Skýrar leiðbeiningar bæta starfið

„Fólk á ekki að gera hlutina hvert með sínu nefi. Skýr og samræmd umgjörð um starf sjálfboðaliða eykur  vellíðan þeirra og öryggi,“ segir Þóra Guðrún, reynslubolti í sjálfboðaliðastörfum. Hún mælir með því að íþróttafélög hafi skýrar reglur um hlutverk sjálfboðaliða á viðburðum.

12. febrúar 2024

Ingimundur fagnaði 80 ára afmæli

Borgnesingurinn og íþróttakennarinn Ingimundur Ingimundarson fagnaði 80 ára afmæli á laugardaginn með vinum og vandafólki. Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ, flutti ávarp í afmælinu og afhenti honum áritaðan skjöld í tilefni dagsins.

07. febrúar 2024

Ásta Katrín: Aðferðafræði sem nýtist öllum börnum

Ásta Katrín í heilsuleikskólanum Skógarási hefur kennt eftir svokallaðri YAP-aðferðafræði frá árinu 2015. Hún segir börn með frávik geta hjálpað börnum með erlendan bakgrunn að læra íslensku og taka þátt í samfélaginu.