Komdu og vertu með á Landsmóti 50+
Landsmót UMFÍ 50+ er blanda af íþróttakeppni og annarri keppni, hreyfingu og því að fá fólk á besta aldri til að hafa gaman saman. Mótið er öllum opið sem verða 50 ára á árinu og eldri. Þátttakendur þurfa ekki að vera skráðir í íþróttafélag, allir geta tekið þátt og á sínum forsendum. Komdu og vertu með!

Landsmót 2024
Landsmót UMFÍ 50+ fer fram í júní 2024 í Vogum á Vatnsleysuströnd í samstarfi við Ungmennafélagið Þrótt og Sveitarfélagið Voga. Þátttökugjald er 5.500kr.
Hlökkum til að sjá þig í Vogunum!

Skrá mig á Landsmót UMFÍ 50+
Opnað verður fyrir skráningu á mótið árið 2024.

Fréttir frá landsmóti 50+

25. nóvember 2023
Þróttarar spenntir fyrir Landsmóti UMFÍ 50+
„Við erum búin að stefna rosalega lengi að því að halda þetta mót og ætlum að gera það vel,“ segir Petra Ruth Rúnarsdóttir, formaður Þróttar í Vogum sem heldur Landsmót UMFÍ 50+ þar dagana 7. - 9. júní 2024.

24. nóvember 2023
Nýta jólagjöf UMFÍ og auka samstarfið
„Við erum að nýta jólagjöf UMFÍ frá í fyrra, ávísun á gott samstarf,“ segir Guðmunda Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Íþróttabandalags Akraness (ÍA), en hún fundaði í dag í þjónustumiðstöð UMFÍ með fulltrúum þriggja annarra sambandsaðila UMFÍ á Vesturlandi.

22. nóvember 2023
Nemendur FS fræðast um ÍSÍ og UMFÍ
Nemendur á íþróttafræði- og lýðheilsubraut við Fjölbrautaskóla Suðurnesja (FS) kíktu í heimsókn í Íþróttamiðstöðina í Laugardal með Andrési Þórarnir Eyjólfssyni, kennara sínum. Þar fengu nemendurnir fræðslu um ýmislegt í starfi ÍSÍ og UMFÍ.