Svæðisstöðvar íþróttahéraða
UMFÍ og ÍSÍ hafa komið á fót átta svæðisstöðvum með stuðningi frá mennta- og barnamálaráðuneytinu. Samtökin hafa undirritað samning um eflingu íþróttastarfs á landsvísu með því að koma á fót svæðisstöðvum og Hvatasjóði. Svæðisstöðvunum er ætlað að styðja við íþróttahéruð landsins við innleiðingu á stefnu íþróttahreyfingarinnar og ríkisins í íþróttamálum auk þess að auka þátttöku barna og ungmenna í íþróttastarfi með sérstaka áherslu á þátttöku fatlaðra barna, barna af tekjulægri heimilum og barna með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn. Tillögur um stofnun svæðisstöðvanna voru samþykktar á þingi ÍSÍ vorið 2023 og á þingi UMFÍ haustið 2023.
Markmið svæðisstöðva
Hlutverk svæðisstöðva íþróttahéraðanna er að þjónusta íþróttahéruðin í nærumhverfi sínu með samræmdum hætti. Horft er til þess að sterkari íþróttahéruð og svæðisstöðvar um allt land auki skilvirkni innan íþróttahreyfingarinnar og geri þeim kleift að takast á við núverandi og fyrirséð verkefni. Styrkja stefnumótandi vinnu og aðgerðir á landsvísu og stuðla þannig að farsæld barna og annarra sem nýta þjónustu hreyfingarinnar.
Framtíðarsýn
Framtíðarsýn með fyrirkomulagi svæðisstöðvanna er að fyrirkomulagið skili sér í betri nýtingu á mannauði. Stuðningur við einstaka íþróttafélög verði meiri og þar af leiðandi verði þjónusta við iðkendur betri. Jafnframt er það framtíðarsýn að sem flestir hafi tækifæri til að stunda íþróttir á því sviði sem þeir kjósa, hvort heldur til ánægju, heilsubótar eða með afreksárangri að markmiði.
Verkefnastjóri
Hanna Carla Jóhannsdóttir stýrir innleiðingu og samræmingu á svæðisstöðvunum. Hanna Carla er íþróttafræðingur að mennt og með meistaragráðu í forystu og stjórnun.
Hanna Carla hefur aðsetur í þjónustumiðstöð UMFÍ. Netfang hannacarla@siu.is
Svæðisstöðvarnar
Svæðisstöðvarnar ná yfir eftirfarandi íþróttahéruð landsins:
- Höfuðborgarsvæðið - ÍBH, ÍBR og UMSK
- Vesturland - HSH, ÍA, UDN og UMSB
- Vestfirðir - HHF, HSB, HSS og HSV
- Norðurland Vestra - UMSS, USAH, og USVH
- Norðurland Eystra - ÍBA, HSÞ og UÍF
- Austurland - UÍA og USÚ
- Suðurland - HSK, ÍBV og USVS
- Suðurnes - ÍRB og ÍS
Hagnýtar upplýsingar
Svæðisfulltrúar
Hér er að sjá upplýsingar um starfsfólk. Nöfn, netföng og símanúmer.
Skipting svæðisstöðva
Tafla yfir skiptingu svæðisstöðva eftir íþróttahéruðum, sveitarfélögum og fjölda íbúa.
Aðdragandi og skipulag
Upplýsingar um aðdraganda og skipulag svæðisstöðvanna.
Hvatasjóður íþróttahreyfingarinnar
Hér eru upplýsingar um Hvatasjóð íþróttahreyfingarinnar.
Fréttir af svæðisstöðvum
16. janúar 2025
Kristján er nýr svæðisfulltrúi íþróttahéraða
„Ég er fullur tilhlökkunar,“ segir Kristján Sturluson, sem hefur verið ráðinn í starf svæðisfulltrúa íþróttahéraða á Norðurlandi eystra. Kristján tekur við starfinu af Hansínu Þóru Gunnarsdóttur, sem um leið færir sig yfir á svæðisstöð höfuðborgarsvæðisins.
07. janúar 2025
Birna: Hugsum heildrænt um íþróttastarfið
Birna Hannesdóttir er í starfshópi átta svæðisstöðva íþróttahéraðanna sem tóku til starfa á síðasta ári. Hún er búsett á Patreksfirði, vinnur á Vestfjörðum og horfir til þess að aukið samstarf skili sér í betri íþróttahreyfingu.
06. janúar 2025
Álfheiður: Draumurinn að auðvelda íþróttastarfið
Álfheiður Sverrisdóttir er í starfshópi átta svæðisstöðva íþróttahéraðanna sem tóku til starfa á síðasta ári. Hún vinnur á Vesturlandi og horfir til þess að aukið samstarf skili sér í betri íþróttahreyfingu.