Fara á efnissvæði

UMFÍ

Viðurkenningar og verðlaun

Viðurkenningar

UMFÍ leggur áherslu á verðmæti sjálfboðaliðastarfsins enda hefur það verið grundvöllur starfseminnar alla tíð og mikilvægasti þátturinn í starfi ungmennafélagshreyfingarinnar. UMFÍ telur mikilvægt að halda á lofti jákvæðum áhrifum sjálfboðaliðastarfs fyrir einstaklinga og samfélagið í heild. Það að láta gott af sér leiða skapar um leið félagsleg tengsl fyrir einstaklinga. 

Eyðublað

Hér er eyðublað sem hægt er að fylla út fyrir tilnefningu hjá félagi.

Heiðursviðurkenningar

Heiðursfélagar UMFÍ

Heiðursfélagar eru að öllu jöfnu kjörnir á sambandsþingum UMFÍ. Hljóta þeir við hátíðlega athöfn heiðursfélagakross UMFÍ, sem er æðsta heiðursmerki sambandsins.

Heiðursviðurkenningar eru að jafnaði afhentar þeim sem áður hafa hlotið gullmerki UMFÍ. Þessa sæmd er einnig sýnd merkum brautryðjendum íþrótta- og ungmennafélags-hreyfingarinnar. 

Heiðursfélagar

Gullmerki UMFÍ

Gullmerki UMFÍ er næstæðsta sæmdarviðurkenning UMFÍ. Gullmerki er veitt þeim sem hafa um árabil unnið öflugt starf fyrir ungmennafélagshreyfinguna, verið í forystu í héraði eða á vettvangi UMFÍ eða í áratugi unnið ötullega að eða tekið þátt í verkefnum UMFÍ. Gullmerki eru að jafnaði afhent þeim sem áður hafa hlotið starfsmerki UMFÍ.

Gullmerki

Starfsmerki UMFÍ

Starfsmerki UMFÍ er veitt fyrir frábært forystustarf í félagi, deild félags eða á vettvangi sambands, fyrir eftirtektarverð átaksverkefni eða nýjungar í starfi, góða virkni eða árangur í skipulags- og félagsstörfum s.s. með setu í stjórnum eða nefndum og fyrir mikið framlag til ungmenna- og íþróttastarfs.

Starfsmerki