Fara á efnissvæði
16. október 2020

2 metra nándarmörk um allt land og ýmsar hertar aðgerðir

Heilbrigðisráðherra hefur birt ákvörðun sína um breytingar á sóttvarnaráðstöfunum sem taka gildi þriðjudaginn 20. október og gilda næstu 2-3 vikurnar.

UMFÍ vekur sérstaka áherslu á að ákvörðunin byggir á minnisblaði sóttvarnalæknis. Auglýsing ráðherra hefur ekki verið birt eins og áður hefur tíðkast.

Fram kemur í ákvörðun ráðherra að breytingarnar eru að mestu þær sömu og sóttvarnalæknir leggur til. Ráðherra kynnti breytingarnar og minnisblað sóttvarnalæknis á fundi ríkisstjórnar í dag. Áfram verður kveðið á um strangari takmarkanir á höfuðborgarsvæðinu en gilda á landsvísu. Utan höfuðborgarsvæðisins verður gerð sú meginbreyting að nándarmörk milli einstaklinga verða aukin úr 1 metra í 2 metra.
 
Eftirfarandi eru upplýsingar um helstu breytingar sem verða á sóttvarnaráðstöfunum frá og með þriðjudeginum 20. október. Upplýsingarnar eru settar fram með fyrirvara um mögulegar breytingar á útfærslu einstakra þátta í reglugerð sem unnið er að í heilbrigðisráðuneytinu.
 

Takmarkanir utan höfuðborgarsvæðisins – helstu breytingar:

 

Takmarkanir á höfuðborgarsvæðinu – helstu breytingar:

 

Óbreyttar reglur um skólastarf

Sóttvarnalæknir leggur ekki til neinar breytingar á gildandi sóttvarnaráðstöfunum í skólastarfi og verður gildistími reglugerðar þar að lútandi því framlengdur.