Fara á efnissvæði
03. janúar 2024

300 milljóna aukaúthlutun úr Lottói

Sambandsaðilar UMFÍ fengu glaðning fyrir jólin í kjölfar þess að stjórn Íslenskrar getspár greiddi 300 milljónir króna út til eigenda sinna vegna góðrar afkomu á árinu 2023.

UMFÍ á 13,33% hlut í Íslenskri getspá. Í samræmi við eignarhlutinn hefur rúm 31 milljón króna verið greidd út til sambandsaðila.

Sambandsaðilar UMFÍ eru 27 talsins, sem skiptast í 22 íþróttahéruð og fimm ungmennafélög með beina aðild. Alls eru um 480 íþrótta- og ungmennafélög innan UMFÍ með rúmlega 290.000 félagsmenn um allt land.

Ljóst er að gríðarlega miklu máli skiptir fyrir íþróttalíf á Íslandi að kaupa lottó og styðja með því móti við íþrótta- og ungmennafélagshreyfinguna um allt land.