Fara á efnissvæði
09. nóvember 2021

Aðeins 500 manns fá að vera á viðburðum

Fjöldatakmarkanir miðast við 500 manns frá og með miðnætti og mun á morgun (10. nóvember) ekki  leyfa fleiri nema að undanskildu hraðprófi. Með notkun hraðprófa verður heimilt að halda viðburði fyrir allt að 1.500 manns.

Þetta kemur til viðbótar við grímuskyldu þegar ekki er unnt að virða 1 metra nálægðarreglu.

Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið þessar aðgerðir samkvæmt tillögum sóttvarnalæknis sem hefur áhyggjur af mikilli fjölgun smita, auknum veikindum og vaxandi álagi á heilbrigðiskerfið.

Reglur um grímunotkun tóku gildi 6. Nóvember.

Nýju reglurnar gilda til þriðjudagsins 8. desember.


Aðgerðirnar í hnotskurn

Grímuskylda hefur verið í gildi frá 6. Nóvember. Skylt er að bera grímu þegar ekki er unnt að virða 1 metra nálægðarreglu, s.s. í fjölmennum verslunum, almenningssamgöngum og viðlíka. Einnig verður skylt að bera grímu á sitjandi viðburðum (tók gildi 6. nóvember).

Almennar fjöldatakmarkanir verða 500 manns: Á sitjandi viðburðum er heimilt að víkja frá eins metra nálægðarreglu meðan setið er, að því gefnu að allir beri grímu (tekur gildi frá og með 10. nóvember).

Hraðpróf og skipulagðir viðburðir: Heimilt verður að skipuleggja viðburði fyrir allt að 1.500 manns. Gestum á slíkum viðburðum er skylt, þrátt fyrir hraðpróf, að bera grímu ef ekki er unnt að virða 1 metra nálægðarreglu (tekur gildi frá og með 10. nóvember).

Sérstök heimild gildir áfram fyrir skólaskemmtunum í framhaldsskólum með notkun hraðprófa.

Veitingastaðir þar sem heimilaðar eru vínveitingar: Opnunartími styttist um 2 klst. og ber að loka kl. 23:00 og rýma staðina fyrir miðnætti. Tekin verður upp að nýju skráningarskylda gesta og skulu vínveitingar bornar til sitjandi gesta (tekur gildi frá og með 10. nóvember).