Fara á efnissvæði
06. mars 2023

Æskulýðsvettvangurinn: Námskeið í samskiptum og siðareglum

Siðareglur eru mikilvægur hlekkur í því að standa vörð um hagsmuni barna og ungmenna sem taka þátt í íþrótta- og æskulýðsstarfi og til að tryggja öryggi þeirra, sem og starfsfólks og sjálfboðaliða í starfinu. 
Æskulýðsvettvangurinn og þau félagasamtök sem saman mynda vettvanginn hafa um árabil starfað samkvæmt siðareglum sem gilda fyrir allt starfsfólk og sjálfboðaliða. Þau - eins og UMFÍ - leggja áherslu á að stuðla að jákvæðum samskiptum, þar sem hver og einn er ábyrgur fyrir orðum sínum og gjörðum.
Æskulýðsvettvangins og eru til þess fallnar að auka tiltrú og traust á starfinu. Þær snúa annars vegar að samskiptum og hins vegar að rekstri og ábyrgð. Gerist aðili brotlegur við reglurnar er heimilt að vísa honum úr starfi, tímabundið eða að fullu. 
Æskulýðsnámskeiðið stendur fyrir námskeiði 8. mars næstkomandi sem snýr að siðareglum Æskulýðsvettvangsins um samskipti, með áherslu á samskipti ábyrgðaraðila og iðkenda í íþrótta- og æskulýðsstarfi. Markmiðið með námskeiðinu er að kynna siðareglurnar fyrir starfsfólki og sjálfboðaliðum innan félagasamtakanna og innleiða starfshætti í anda þeirra hjá hverjum og einum, sem og félagasamtökum í heild sinni. Tilgangurinn með því er að stuðla að heilbrigðu, uppbyggjandi, vönduðu og öruggu umhverfi fyrir allt fólk í íþrótta- og æskulýðsstarfi.
Á námskeiðinu er m.a. farið yfir eftirfarandi atriði:

Kennari námskeiðsins er Hjördís Rós Jónsdóttir.

Námskeiðið fer fram í sal KFUM & KFUK á Holtavegi 28 og hefst kl. 18:30. Aðgangur er ókeypis og er námskeiðið opið öllum.
Athugið að mikilvægt er að skrá sig fyrirfram hér.