Fara á efnissvæði
01. október 2024

Allir með-leikarnir 2024

Allir með-leikarnir fara fram laugardaginn 9. nóvember næstkomandi. Markmið leikanna er að fjölga tækifærum í íþróttum fyrir börn með fötlun og kynna íþróttir fyrir iðkendum. Markmiðið er að gera verkefnið Allir með sýnilegra í samfélaginu. 

Allir með-leikarnir fara fram bæði í Laugardalshöll og fimleikasal Ármanns. Öll börn með fötlun á grunnskólaaldri eru velkomin. 

Íþróttaálfurinn mætir á svæðið. 

Allir þátttakendur fá brúsa merktan leikunum og boðið verður upp á pitsuveislu í hádeginu. Einnig verða kynningar á öðrum íþróttagreinum.

Öllum með – leikunum lýkur með dúndrandi diskói.

Öll fjölskyldan er velkomin með.

Þáttökugjald á leikana 1.500 kr, 

Skráning fer fram á Sportabler

 

Allar ítarlegri upplýsingar á www.allirmed.com

Allir með-leikarnir eru samstarfsverkefni Íþrótta-og Ólympíusamband Íslands, Ungmennafélag Íslands, Knattspyrnusamband Íslands, Handboltasamband Íslands, Körfuknattleikssamband Íslands, Fimleikasamband Íslands, Frjálsíþróttasamband Íslands og Íþróttasamband fatlaðra.