Fara á efnissvæði
24. október 2024

Allskonar um hreyfinguna í nýjasta blaði Skinfaxa

Eldhressir liðsfélagar í Zimnolubni Islandia sem þátt tóku í Forsetahlaupi UMFÍ prýða forsíðu nýjasta tölublaðs Skinfaxa, tímarits UMFÍ. Myndin var tekin í heimkeyslunni að Bessastöðum þegar hlaupið fór fram í sumar.

Agnieszka Narkiewicz-Czurylo stofnaði félagið í kringum sjósund fyrir fjórum árum og eru í því í kringum 90 Pólverjar sem búsettir eru á Íslandi og hafa gaman af því að hreyfa sig saman. Stór hópur félagsmanna tók einmitt þátt í Forsetahlaupinu. 

Þetta er annað tölublað Skinfaxa sem kemur út á árinu. Tímarit UMFÍ hefur komið út frá árinu 1909 og því með elstu tímaritum landsins. En blaðið er alltaf í takt við tímann og þar má alltaf lesa það nýjasta í íþrótta- og ungmennafélagshreyfingunni og fylgjast með straumum og stefnum.

Blaðið er nú á leið til áskrifenda og í dreifingu um allt land. Blaðið er hægt að nálgast í sundlaugum og íþróttahúsum. Það er líka hægt að lesa á www.umfi.is.
 

Á meðal efnis í blaðinu
  • Samanburður á frístundastyrkjum sveitarfélaga
  • Hvað kostar að æfa íþróttir?
  • Þetta er starfsfólk svæðisstöðva íþróttahéraðanna
  • Færir íþróttafélagið inn í nútímann
  • Allir með-leikarnir: Stórhátíð með íþróttaívafi
  • Pakkfullt á ráðstefnu ungs fólks um lýðheilsu
  • Erla Björnsdóttir: Svefn hefur áhrif á árangur í íþróttum
  • Meira samstarf skilar sér í betri íþróttahreyfingu
  • Nýtum kraftinn í hreyfingunni: Leiðari Jóhanns Steinars Ingimundarsonar, formanns UMFÍ.
  • Þorsteinn Dagur fræðir fólk um sögu Hvítbláans.
  • Þorkell Gunnar segir sigur á Dönum hafa verið sætastan.
  • Vinsælt að verða sjálfboðaliði hjá ISCA í Kaupmannahöfn.
  • Margir mæta í annað og þriðja sinn á Unglingalandsmót UMFÍ
  • 101 árs í línudansi
  • Stafrænum málum fjölgar hjá samskiptaráðgjafa
  • Meira stuð, meiri drulla!
  • 13 ára berfætt í spretthlaupi

Þú getur lesið blaðið allt á umfi.is. Smelltu á myndina hér að neðan og þá geturðu farið að njóta lestursins. Góða skemmtun!