Fara á efnissvæði
13. apríl 2021

Allt íþróttastarf fer í gang á nýjan leik

Allt íþróttastarf kemst í gang á ný í vikunni, grunnskólabörn geta stundað skipulagt íþrótta-, æskulýðs opg tómstundastarf og fjöldatakmarkanir fara úr 10 í 20, samkvæmt nýrri reglugerð heilbrigðisráðherra sem tekur gildi fimmtudaginn 15. apríl. Sundlaugar og skíðasvæði geta opnað aftur og starfsemi líkamsræktarstöðva getur hafist á ný en með takmörkunum.

Á sama tíma og ný reglugerð tekur gildi um tilslakanir á sóttvarnarreglum breytast nálægðarmörk úr 2 metrum í 1 metra í skólum.

Heilbrigðisráðherra kynnti nýjar sóttvarnarreglur á fundi ríkisstjórnarinnar í dag og eru þær í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis.

Gert er ráð fyrir að reglurnar gildi í þrjár vikur.

Fram kemur á frétt um málið á vefsíðu heilbrigðisráðuneytis að í minnisblaði sóttvarnalæknis kemur fram að frá því að aðgerðir á landamærum voru hertar síðast, m.a. með kröfu um sýnatöku hjá börnum og ferðamönnum með vottorð um bólusetningu eða fyrri sýkingu og auknu eftirliti með þeim sem dveljast í sóttkví eða einangrun, hafi daglegum smitum fækkað. Þannig hafi tekist að koma í veg fyrir stærri hópsýkingu eða útbreiðslu smita. Sóttvarnalæknir bendir þó á að ekki hafi tekist að uppræta veiruna úr samfélaginu. Áfram þurfi að viðhafa fyllstu aðgát vegna mikillar útbreiðslu í nálægum löndum og nýrra afbrigða veirunnar. Ýtrasta varkárni á landamærunum sé lykillinn á tilslökunum innanlands.

Breytingarnar í hnotskurn

 

Reglugerð um tilslakanirnar

Skólar: https://www.stjornartidindi.is/Advert.aspx?RecordID=c7998306-0518-4b94-aa53-679745d7e397

Samkomur: https://www.stjornartidindi.is/Advert.aspx?RecordID=71bd992a-6103-4e67-aaca-dd92422f0e5e

Minnisblað sóttvarnalæknis