28. júlí 2017
Allt um Unglingalandsmót UMFÍ í nýjasta tölublaði Skinfaxa
Skinfaxi, tímarit UMFÍ, er komið út. Þetta er þriðja tölublað ársins. Dreifing stendur nú yfir á blaðinu um allt land.
Blaðið er fullt af spennandi og skemmtilegu efni. Aðalumfjöllunarefnið er Unglingalandsmót UMFÍ sem fram fer á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina og ítarleg umfjöllun um allar fjölbreyttu keppnisgreinarnar sem þátttakendur geta skráð sig í ásamt öðru sem snýr að mótinu.
Á meðal annars efnis:
- Fyrrverandi kennarar og nemendur við Hvassaleitisskóla hafa hreyft sig saman í 35 ár.
- Gunnar Gunnarsson, formaður UÍA, skrifar leiðara blaðsins.
- 100 ára afmæli UMFB.
- Orkuríkir en næringarsnauðir valkostir á íþróttaviðburðum.
- Hollustan í fyrirrúmi hjá Blikum.
- Ungmennaráð Árborgar er fyrirmynd ungmennaráða.
- Framkvæmdastjórar sambandsaðila UMFÍ velta lýðheilsuvísunum fyrir sér
- Samvera og hreyfing fyrir alla fjölskylduna í Mosfellsbæ.
- Myndasyrpa frá Landsmóti UMFÍ 50+ í Hveragerði.
- Einar Sverrisson lýsir því þegar Dagur Sigurðsson bauð honum til Japan.
- Myndasyrpa og umfjöllun um ferð UMFÍ og sambandsaðila á landsmót DGI í Danmörku.
- Viðtal við Björn bæjarstjóra á Fljótsdalshéraði.
- Sólrún Halla hjá UMSB segir frá því hvað hún hefur lært af mótahaldi sem formaður.
- Viðtal við Sigurð Arnar hjá Motus. Fyrirtækið styrkir komu fimleikahópsins Motus á Unglingalandsmót UMFÍ.
- Marteinn Ægisson hjá Ungmennafélaginu Þrótti ræðir um vaxtarverkina sem fylgja stækkun félags.
Skinfaxa er hægt að nálgast hjá sambandsaðilum UMFÍ, í sundlaugum, bensínstöðvum og víðar á landinu. Áskrifendur fá það auðvitað sent beint heim.
Skinfaxa má líka nálgast í heild sinni á www.umfi.is.
Hlekkur er á blaðið á forsíðu www.umfi.is.