Fara á efnissvæði
21. júlí 2022

Allt um Unglingalandsmótið í glæsilegu sérblaði

Glæsilegt sérblað um Unglingalandsmót UMFÍ fylgir Fréttablaðinu í dag. Þar umfjöllun um mótið, Jóhann Steinar Ingimundarson, formaður UMFÍ, skrifar um mótið og segir þar það hafa sannað gildi sitt sem glæsilega fjölskyldu- og íþróttahátíð. Þar komi fjölskyldan saman og skemmti sér saman á heilbrigðum forsendum og njóti fjölbreyttrar dagskrár sem samanstendur af íþróttum og tónleikum ásamt annarri afþreyingu.

Hægt er að smella á blaðið og lesa það upp til agna.

Rætt er jafnframt við Þóri Haraldsson, formann framkvæmdanefndar um Unglingalandsmótið á Selfossi, og Ómar Braga Stefánsson, framkvæmdastjóra mótsins; þær Bjarnheiður Hallsdóttir og Jóhanna Íris Ingólfsdóttir hafa farið með börnum sínum á mótin og hlakkar mikið til að fara aftur og síðan segja þau Eva María Baldursdóttir frá Selfossi og Atli Steinn Stefánsson frá því hvernig það er að vera þátttakandi á mótinu.

Unglingalandsmót UMFÍ verður á Selfossi um verslunarmannahelgina. Það verður sett föstudaginn 29. júlí klukkan 20:00 á Selfossvelli. Á setningunni verður mikið fjör, tónlist og dans. Þeir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, verða viðstaddir setninguna. Allir eru velkomnir á mótssetninguna, þátttakendur, foreldrar, systkini og bara allir sem vilja vera í góðum félagsskap.

Þátttakendur og allir aðrir mótsgestir geta tekið þátt í afþreyingardagskránni.

Börn og ungmenni á aldrinum 11 –18 ára geta tekið þátt í keppnisgreinum á Unglingalandsmóti UMFÍ. Skráning er á www.ulm.is og er opið fyrir skráningu til mánudagsins 25. júlí.

 

Hér má sjá myndir af fyrri mótum.