Fara á efnissvæði
16. júlí 2018

Annað tölublað Skinfaxa 2018 komið út

Nýjasta tölublað Skinfaxa, tímarits UMFÍ, er komið út. Blaðið er í dreifingu til áskrifenda og sambandsaðila UMFÍ um allt land. Forsíðu blaðsins prýðir Róbert Khorchai, frjálsíþróttamaður úr ungmennafélaginu Þór í Þorlákshöfn. Unglingalandsmót UMFÍ verður einmitt haldið þar um næstu verslunarmannahelgi. Róbert var jafnframt einn af þeim sem sátu fyrir í umfangsmikilli myndatöku sem UMFÍ stóð fyrir í aðdraganda kynningar á Landsmótinu. Fleiri myndir af Róbert má sjá hér að neðan.

Blaðið er eins og ætíð stútfullt af gagnlegu efni.  

Á meðal efnis í blaðinu:

Hægt verður að nálgast eintak af blaðinu í sundlaugum um allt land og á öðrum stöðum sem fólk á hreyfingu sækir.

Skinfaxi er málgagn UMFÍ sem kemur út fjórum sinnum ári. Blaðið hefur komið óslitið út frá árinu 1909. Efnistökin eru fjölbreytt og áhugaverð, stútfull af efni úr hreyfingunni.

Skinfaxi er líka til á rafrænu formi. Hér er hægt að lesa blaðið: Skinfaxi