Fara á efnissvæði
25. maí 2023

Ásmundur Einar skoðar nýja þjónustumiðstöð UMFÍ

Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, kíkti í heimsókn í nýja þjónustumiðstöð UMFÍ í dag og ásamt fleirum úr ráðuneytinu. Þar ræddi hann við Jóhann Steinar Ingimundarson, formann UMFÍ, og fleiri um UMFÍ, stöðu íþróttamála, ýmislegt tengt íþrótta- og æskulýðsstarfi, mót UMFÍ sem fara fram í sumar, starf skólabúða og margt fleira. 

Ásmundur þekkir vel til Unglingalandsmóts UMFÍ og hefur tekið virkan þátt í þeim sem meðal annars liðsstjóri í körfubolta eins og fleiri foreldrar.

Á myndinni hér að ofan má sjá Ásmund Einar, Jóhann Steinar, Guðmundur G. Sigurbergsson, gjaldkera stjórnar UMFÍ, Örvar Ólafsson, sérfræðingur á sviði íþróttamála í mennta- og barnamálaráðuneytinu, Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ, og Victor Berg Guðmundsson, sérfræðingur í ráðuneytinu.

Fundinn sátu auk þeirra þau Teitur Erlingsson, aðstoðarmaður Ásmundar, og Guðmunda Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Íþróttabandalags Akraness, sem jafnframt situr í stjórn UMFÍ.