Fara á efnissvæði
16. október 2020

Beðið eftir næstu reglugerð

Nú síðdegis fundaði ÍSÍ með fulltrúum sérsambanda, Víði Reynissyni frá Almannavörnum og Guðrúnu Aspelund, yfirlækni á sóttvarnasviði Embættis landlæknis. Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ, sat fundinn fyrir hönd UMFÍ.

Á fundinum var rætt um minnisblað sóttvarnalæknis sem rætt var á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun og nýja reglugerð heilbrigðisráðherra sem birt verður um helgina og tekur gildi í næstu viku. Gert er ráð fyrir að reglugerðin gildi frá þriðjudeginum 20. október í 2-3 vikur.

UMFÍ mun birta ítarlegri upplýsingar um reglugerðina þegar hún verður birt um eða eftir helgi.