Fara á efnissvæði
25. júlí 2018

Between Mountains, Herra Hnetusmjör og Kóp Bois á Unglingalandsmóti UMFÍ

Það verður nóg um að vera á Unglingalandsmóti UMFÍ í Þorlákshöfn um verslunarmannahelgina.

Eins og ævinlega er fjölbreytt dagskrá og afþreying fyrir alla mótsgesti yfir allt mótið. Börn yngri en 10 ára fá líka fjölmörg verkefni eins og foreldrarnir. Það verður líf og fjör í Þorlákshöfn frá morgni til kvölds alla mótsdagana. Hér eru nokkur sýnishorn af því sem boðið verður uppá í Þorlákshöfn: flugeldasýning, fótboltabilljard, fótboltamót barna 10 ára og yngri, fótboltapanna, fótbolti 3:3, frjálsíþróttaleikar barna, gönguferðir, kvöldvökur, tónleikar með besta tónlistarfólki landsins, ringó, sandkastalagerð, sundleikar barna, hestar teymdir undir börnum, 50m þrautabraut og margt fleira. Öll afþreying er opin og án endurgjalds. 

 

Herra hnetusmjör, Flóni og Between Mountains

Eins og á öllum mótunum í gegnum tíðina munu landsþekktir tónlistarmenn stíga á stokk og skemmta þátttakendum á kvöldin. Á mótinu í Þorlákshöfn eru bókaðir Herra Hnetusmjör og Kóp Bois, Between Mountains, Emmsjé Gauti, Young Karin, Jói Pé og Króli, Flóni og Jón Jónsson. Þá munu koma fram DJ Dóra Júlía og Míó Tríó.

 

Svona verður skemmtidagskráin á kvöldvökunum.

 

Fimmtudagur 2. ágúst

Kvöldvaka: DJ Dóra Júlía. 

 

Föstudagur 3. ágúst

Setning: Flóni. 

Kvöldvaka: Flóni - Between Mountains - Joey Christ.

 

Laugardagur 4. ágúst

Kvöldvaka:  Young Karin - Jói Pé og Króli - Emmsjé Gauti. 

 

Sunnudagur 5. ágúst

Kvöldvaka:  Mió Tríó - Herra Hnetusmjör og Kóp Bois (Joe Frazier - Huginn og DJ Egill Spegill) - Jón Jónsson.

 

Meira um mótið á www.ulm.is

Hér má sjá vídeó með tónlist nokkurra þeirra sem koma fram á Unglingalandsmóti UMFÍ um verslunarmannahelgina.