Fara á efnissvæði
12. júlí 2022

Birnir, Bríet, Stuðlabandið og Jón Jónsson á Unglingalandsmóti

Það er heilmikil upplifun fyrir alla fjölskylduna að taka þátt í Unglingalandsmóti UMFÍ. Þar keppa 11-18 ára í íþróttum á daginn og svo getur öll fjölskyldan farið á tónleika á tjaldsvæðinu á kvöldin – öll kvöldin sem Unglingalandsmótið stendur yfir.

Miði á Unglingalandsmótið kostar 8.500 krónur. Innifalið í miðaverðinu er þátttaka á Unglingalandsmótinu og geta þátttakendur valið hvað þeir skrá sig í margar greinar. Ekki þarf að greiða nema eitt gjald.

Inni í verðinu er líka aðgangur að tjaldsvæði en greiða þarf smáræði fyrir aðgang að rafmagni.

Inni í gjaldinu er meira að segja aðgangur allir afþreyingu, hoppudóti og tónleikum á hverju kvöldi.

Tónlistarsnillingar landsins koma fram á Unglingalandsmótinu.

Við verðum með Birni, Bríeti, DJ Dóru Júlíu, Friðrik Dór, Hr.Hnetusmjör, Jón Arnór og Baldur, Jón Jónsson, Siggu Ósk og Stuðlabandið!

Allar upplýsingar um Unglingalandsmót UMFÍ á www.ulm.is