Fara á efnissvæði
17. nóvember 2020

Börn beri ekki grímur á íþróttaæfingum

Skipulagt íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarf barna í leik- og grunnskólum verður heimilt á ný um allt land á morgun (miðvikudaginn 18. nóvember), samkvæmt tilslökun mennta- og menningarmálaráðherra á samkomutakmörkunum. Slakað verður sömuleiðis á grímuskyldu yngri barna og kennara þeirra.

Í nýrri reglugerð ráðherra um íþróttastarf barna segir:

Sund og baðstöðum og líkamsræktarstöðvum verður áfram lokað.

UMFÍ hefur borist margar fyrirspurnir um sundlaugar. Sundæfingar mega fara fram þótt sundlaugar séu áfram lokaðar almenningi. Sóttvarnalæknir hefur þó sagt að ekki sé í skoðun nú að opna sundlaugar strax.

Íþróttir fullorðinna fæddra 2004 og fyrr, þar með taldar æfingar og keppnir, hvort sem er innan eða utandyra, með eða án snertingar, eru áfram óheimilar. Einstaklingsbundnar æfingar fullorðinna fæddra 2004 og fyrr án snertingar eru heimilar, svo sem útihlaup og sambærileg hreyfing.

Ráðherra getur veitt undanþágu frá banni við íþróttastarfi fyrir einstaka viðburði, svo sem vegna alþjóðlegra keppnisleikja hér á landi, enda sé gætt fyllstu sóttvarnaráðstafana að öðru leyti.

 

Reglugerð: 

Tilslakanir í leik- og grunnskólastarfi: Minni grímuskylda og óheft útivist

Grímuskylda afnumin í 5. – 7. bekk grunnskóla

COVID-19: Dregið úr samkomutakmörkunum 18. nóvember

Reglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsóttar

Reglugerð um takmörkun á skólastarfi vegna farsóttar

Minnisblað sóttvarnalæknis
viðbót sóttvarnalæknis við minnisblaðið