Fara á efnissvæði
03. ágúst 2018

Breytingar á tímaseðlum vegna mikilla skráninga í greinar

Keppni á Unglingalandsmótinu hófst í morgun, föstudaginn 3. ágúst klukkan 9:00 í körfubolta, golfi og knattspyrnu. Mikilvægt er að skoða tímaskráningar til að allir keppendur mæti á réttum tíma. 

Tímaplön er hægt að að skoða á vefsíðunni www.ulm.is undir liðnum Dagskrá.

Skoða tímaplan fyrir greinar

Hægt er að smella á einstakar greinar og sjá hvaða lið spila hvar við hverja: Planið

Þjónustumiðstöð mótsins opnaði í grunnskóla Þorlákshafnar klukkan 9:00 í dag og verður hún opin til kukkan 18:00. Þátttakendur og heilu fjölskyldurnar hafa komið í þjónustumiðstöðina og náð í öll þau gögn sem þarf til að taka þátt í mótinu. Þar á meðal eru armbönd, sem þátttakendur verða að hafa til að geta keppt í greinum, kort af svæðinu, dagskrá og eintak af Skinfaxa, tímariti UMFÍ ásamt mörgu fleiru.

ATHUGIÐ!
Vinsamlegast athugið að tímasetningar í nokkrum greinum (strandblaki, strandhandbolta, körfubolta og fótbolta) hafa breyst vegna óvenjumikils fjölda skráninga. Mikilvægt er að kynna sér vel tímasetningar á öllum þeim greinum sem keppt er í á mótinu.

Allar tímasetningar eru undir liðnum Dagskrá.

Hér má sjá nokkrar myndir sem teknar voru á Unglingalandsmótinu í gær.