Brosmildur hlaupahópur við Bessastaði
HVERNIG FER VIÐBURÐURINN FRAM?
Hlaupaleið – 5 km hlaup: Hefst norðan megin við Álftaneslaug. Hlaupið á malbiki, hellulögn og smá á malarstígum. Hlaupið er suður Breiðumýrina, síðan beygt til vinstri við Suðurnesveg í átt að Bessastöðum. Síðan yfir hringtorgið áfram Bessastaðaafleggjara og yfir planið framhjá Bessastöðum og allt þar til komið er að malarveg. Eftir um 500m á malarveg er snúið við og hlaupin sama leið til baka. Þetta er mjög flöt braut og tilvalin til bætinga.
1 mílu hlaup: Hefst norðan megin við Álftaneslaug. Hlaupið er allt á malbiki. Hlaupið er norður Breiðumýri að gatnamótunum við Norðurnesveg. Þar er beygt til hægri í norður átt. Síðan er beygt til hægri aftur við stíg milli Vesturtúns og Túngötu. Þeim stíg er fylgt þar til kemur aftur að rásmarki.
HVAÐ KOSTAR AÐ TAKA ÞÁTT?
Þátttökugjald er 1.000kr. fyrir Mílu hlaup og 2.000kr. fyrir 5km. Frítt er fyrir börn og ungmenni 16 ára og yngri.