Fara á efnissvæði
01. apríl 2025

Brottfall greinist enn úr íþróttum

„Það voru góðar umræður á þinginu. En þrjú mál stóðu upp úr: Íþróttir fatlaðra, brottfall úr íþróttum, skattamálin og staða sjálfboðaliða á svæðinu,“ segir Gunnar Jóhannesson, formaður Íþróttabandalags Suðurnesja (ÍS), um þing bandalagsins sem fram fór um helgina. 
 
Þingið var hefðbundið og tókst að manna allar stöður í stjórn, að sögn Gunnars. 
 
Hefð hefur skapast fyrir því á þingi SÍ að forsvarsfólk aðildarfélaga bandalagsins segi frá því helsta úr starfsemi félaganna. Þar voru íþróttir fatlaðra ofarlega á baugi enda stutt frá málþingi sem svæðisfulltrúar íþróttahéraðanna á Suðurnesjum stóðu fyrir í síðustu viku. Fram kom á málþinginu m.a. að lítil nýliðun er í íþróttum iðkenda með fötlun.
 
Skattamál íþróttahreyfingarinnar, brottfall ungmenna úr íþróttum, sem enn má greina í kjölfar heimsfaraldursins, var til umræðu auk stöðu sjálfboðaliða, sem hefur fækkað töluvert og mögulegar aðgerðir til að sporna gegn fækkun þeirra.