Brynja vann í gönguleik UMFÍ
Brynja Gísladóttir bar sigur úr býtum í gönguleik sem UMFÍ, Visir.is og Optical Studio kynntu til leiks í júlí. Leikurinn gekk út á að þátttakendur tóku myndir af einhverri af gönguleiðunum úr Göngubók UMFÍ og deildu þeim á samfélagsmiðlum með myllumerkinu #gönguumísland.
Brynja fór í Hafrahvammagljúfur á Kárahnjúkum og deildi fallegum myndum þaðan á Instagram.
Brynja hlaut í verðlaun glæsileg Oakley sólgleraugu frá Optical Studio að eigin vali.
Göngugarpar birtu töluverðan fjölda af skemmtilegum myndum á samfélagsmiðlum af gönguleiðum úr Göngubók UMFÍ undir myllumerkinu.
Við þökkum öllum kærlega fyrir þátttökuna og erum spennt að gera eitthvað æðislegt á næsta ári.
En þangað til minnum við á að enn er sumar og því upplagt að næla sér í eintak af Göngubók UMFÍ. Bækurnar liggja frammi í íþróttahúsum, sundlaugum og í vegasjoppum um allt land. Það er líka alltaf hægt að nálgast rafrænt eintak á vef UMFÍ.