Fara á efnissvæði
05. desember 2017

Dagur sjálfboðaliðans: Fær að sjá ánægjuna sem fylgir hreyfingu

„Það er gaman að vita að með sjálfboðaliðastarfi mínu hef ég auku ánægju fólks, bæði hjá mér og öðrum,“ segir Erla Gunnlaugsdóttir. Erla, sem er 22 ára, kemur af mikill ungmennafélags-fjölskyldu og hefur lengi verið sjálfboðaliði. Hún telur að hún hafi fyrst verið sjálfboðaliði í kringum 10-12 ára á móti yngri barna á Vilhjálmsvelli á Egilsstöðum.

Í dag er Dagur sjálfboðaliðans um allan heim. Sjálfboðaliðastörf hafa verið uppistaðan í öllu starfi UMFÍ í 110 eða frá því að hreyfingin var stofnuð árið 1907. Nokkrir sjálfboðaliðar sem hafa unnið mikið og gott starf fyrir sambandsaðila UMFÍ segja frá því á www.umfi.is í dag hvernig það er að vera sjálfboðaliði. 

En hvað gefur það Erlu að vera sjálfboðaliði?
„Það er rosalega skemmtilegt að kynnast frábæru fólki í kringum sjálfboðaliðastörfin. Einnig er gaman að sjá gleðina og ánægjuna á mótum og hátíðum hjá keppendum og áhorfendum. Ég er mest sjálfboðaliði í kringum íþróttastarfs og þarf af leiðandi gefur það mér kost á því að kynnast mismunandi íþróttum og sjá ánægjuna sem fylgir almennri hreyfingu,“ segir hún.