Danir bjóða fimleikafólki á Landsmót DGI
Norrænu fimleikafólki stendur til boða að taka þátt í Landsmóti DGI í Danmörku, sem fram fer í Vejle í sumar. Það eru DGI (Danmarks Gymnastik og Idrætsforeninger) sem bjóða áhugasömum fimleikasamtökum á Norðurlöndunum að koma og vera með.
Landsmótið kallast DGI Landsstævne, er stærsta íþróttahátíð Danmerkur, og stendur það yfir 3. - 6. júlí næstkomandi. Þetta er risastór íþróttahátíð, sem haldin er á fjögurra ára fresti. Á mótið koma rúmlega 25.000 þátttakendur úr meira en 30 greinum. Þar af er um helmingur fimleikafólk.
DGI eru eru systursamtök UMFÍ í Danmörku.
Mikil samvinna er á milli samtakanna og koma margar fyrirmyndir að verkefnum UMFÍ frá DGI. Í gegnum tíðina hefur töluverður samgangur og samskipti verið á milli DGI og UMFÍ og hópar hafa farið landa á milli til að kynna sér starfsemi og rekstur í löndunum tveimur. Hópar frá UMFÍ hafa sem dæmi farið á Landsmót DGI 2015, 2017, 2019 og 2022 og á móti komu þrír fulltrúar frá DGI á Unglingalandsmót UMFÍ þegar það var haldið á Sauðárkróki um verslunarmannahelgina árið 2023.
Fimleikadeildir og félög geta sent lið á mótið því markmiðið er að styrkja sambandið við annað fimleikafólk á Norðurlöndunum. Margt verður gert á mótinu til að gera fimleikum á Norðurleikunum hátt undir höfði. M.a. verður haldin sérstök fimleikasýning sem ætlað er að hampa þeim Norrænu.
Alla jafna er 15 lágmarkstakmark á landsmótið. Því er ekki að skipta nú en krafa gerð um að liðin verði ekki eingöngu skipuð börnum.
Sumarið 2017 fór stór hópur á vegum sambandsaðila UMFÍ á mótið þegar það var haldið í Álaborg. Nokkrar myndir frá þeirri ferð má sjá hér að neðan.
Áhugasömu geta skráð sig á hlekknum hér. Ágætt er að fylgja leiðbeiningunum á myndinni.