16. apríl 2019
Danir kynna sér góðan árangur Íslendinga í forvarnarmálum
Sveitarstjórnarfólk og starfsmenn frá bæjarfélaginu Haderslev á Suður-Jótlandi í Danmörku heimsótti þjónustumiðstöð UMFÍ í dag. Danirnir eru staddir hér á landi að kynna sér starf íþrótta- og ungmennafélaga en líka forvarnarstarf og markmið í lýðheilsumálum.
Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ, fræddi gestina um verkefni og áherslur UMFÍ. Skemmtilegar umræður spunnust um Unglingalandsmót UMFÍ, Landsmótin og samsetningu íþróttastarfsins innan UMFÍ.
Fólkið spurði margs enda er þar á bæ verið að skoða kosti frístundakorta í íþróttastarfi og ýmislegt fleira sem Danir telja til fyrirmyndar hér á landi.
Fleiri myndir frá heimsókninni.