Fara á efnissvæði
18. apríl 2018

„Ég hef aldrei verið hrifinn af svona prjónum“

Guðmundur Gíslason, fyrrverandi starfsmaður UMFÍ, ritstjóri Skinfaxa og íþróttakennari, var á héraðsþingi Héraðssambands Snæfellsness og Hnappadalssýlu (HSH) heiðraður fyrir störf sín með starfsmerki UMFÍ.

Guðmundur sagði þegar hann tók við merkinu:

„Ég hef aldrei verið hrifinn af svona prjónum. Ég hef haft þá tilfinningu að þeir stingist í fólk, við það fer loftið úr því, frumkvæði og kraftur.“

Guðmundur útskrifaðist frá íþróttakennarskólanum Laugarvatni 1980. Hann kenndi íþróttir á Eskifirði 1980 til 1984 ásamt því að starfa mikið  fyrir Ungmenna  og Austra á sama tíma.  Guðmundur var starfsmaður UMFÍ 1984 til 1987 og ritstjóri Skinnfaxa. Árin 1991 til 1997 starfaði Guðmundur á skrifstofu ÍSÍ. Og frá árinu 1998 hefur  hann starfað að ýmsum félagsmálum fyrir Ungmennafélag Grundarfjarðar og Golfklúbbinn Vestarr. Meðal verkefna sem Guðmundur sinnir í dag eru umsjón með getraunastarfi UMFG. Hefur hann verið driffjörður þess starf síðan 2004. Hann er ötull félagsmaður og ávallt tilbúinn til aðstoðar þegar til  þess er leitað.

Laufey Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri HSH, segir héraðsþingið hafa gengið mjög vel miðað við að sambandið hefur næstum legið í dvala í tvö ár. Mæting hafi verið mjög góð og margar tillögur verið afgreiddar.