Fara á efnissvæði
22. mars 2020

Einar Haraldsson: Mikilvægasta að huga að börnunum og heilsu allra

Sambandsaðilar UMFÍ og aðildarfélög standa frammi fyrir ýmis konar áskorunum í starfi sínu til að draga úr útbreiðslu COVID-19 faraldursins. En hvernig er brugðist við? 

Hér segja nokkrir stjórnendur í íþróttahreyfingunni frá því hvað félögin eru að gera.  

 

Einar Haraldsson, formaður og framkvæmdastjóri Keflavík, íþrótta- og ungmennafélags.

Svar:  Hjá sumum eru heima- og útiæfingar.

 

Eru áskoranirnar misjafnar eftir íþróttagreinum og eða aldurshópum?

Svar:  Já.

Sjáið þið fyrir ykkur að nýta tæknina og eða samfélagsmiðla í meira mæli næstu vikurnar?

Svar:  Já, ég veit til þess að það er verð að senda iðkendum í gegnum samfélagsmiðla æfingar sem þau eru hvött til að gera heima og úti.

Hvernig nærir þú sjálf/ur líkama og sál þessa dagana?

Svar:  Vera í sambandi við aðra og halda sömu rútínu.

Óraði fyrir þér að þú ættir eftir að standa frammi fyrir svona ástandi?

Svar:  Nei alls ekki. Ég átti ekki  von á einhverju sem líkist þessu.  Þetta er alveg nýtt fyrir okkur. Þar sem ég vinn á skrifstofu í félagsheimili okkar á 2. hæð sem er staðsett í íþróttahúsinu við Sunnubraut þá líkist þetta sumartímanum þegar allir eru komnir í frí. þetta ástand á eftir að hafa verulegan fjárhagserfileika  fyrir félög og deildir. Erum að taka einn dag í einu og reyna að ná utan um þann skaða sem þetta kann að valda okkur. En það mikilvægasta er að huga að börnunum og heilsu allra.

 

Vefsíða Keflavíkur, íþrótta- og ungmennafélags