Einfaldara en áður að tilkynna um óæskilega hegðun
Ný vefsíða Æskulýðsvettvangsins er komin í loftið. Þar er hægt að nálgast upplýsingar um verkefni, verkfæri og úrræði samtakanna á auðveldan hátt og bæði taka og panta námskeið í barnavernd og fleiri þáttum.
Sema Erla Serdar, framkvæmdastýra Æskulýðsvettvangsins, segir vefinn mun aðgengilegri en áður:
„Núna er mun auðveldara fyrir þolendur og aðra sem vilja tilkynna óæskilega hegðun til fagráðsins að gera svo. Það er nú hægt að gera beint í gegnum vefinn. Við lögðum mikla áherslu á persónuvernd í vinnunni við þetta,“ segir hún.
Sá sem tilkynnir um óæskilega hegðun reglur samtakanna um persónuvernd sem meðal annars fela í sér að öllum gögnum er eytt af vefnum innan 30 daga.
Æskulýðsvettvangurinn vinnur að sameiginlegum hgsmunamálum barna og ungmenna í íþrótta- og æskulýðsstarfi. Hann er samstarfsvettvangur Bandalags íslenskra skáta, KFUM og KFUK á Íslandi, Slysavarnafélagsins Landsbjargar og UMFÍ.
Æskulýðsvettvangurinn ásamt hópi fagaðila í barnaverndarmálum hefur búið til netnámskeið fyrir fólk sem starfar með börnum og ungmennum í íþrótta- og æskulýðssstarfi. Þar undir er starfsfólk og sjálfboðaliðar allra þeirra sem að Æskulýðsvettvanginum koma. Námskeiðið er jafnframt opið fyrir alla aðra sem áhugasamir eru um barnaverndarmál.
Hægt er að nálgast námskeiðið á: