Fara á efnissvæði
22. júlí 2022

Eldgos og flugeldasýning þema kökuskreytinga í ár

Kökuskreytingar eru ein af vinsælustu greinunum á Unglingalandsmóti UMFÍ. Keppnisfyrirkomulagið á mótinu á Selfossi um verslunarmannahelgina er með þeim hætti að þátttakendur fá tilbúna hringlaga botna á staðnum og þar verður einnig ýmiskonar hráefni til staðar.  Þátttakendum er heimilt að koma með sitt eigið skraut og nammi.

Keppendur þurfa að koma með áhöld með sér að heiman.

Kökurnar eru settar á smjörpappír, en keppendur geta komið með sína diska að heiman.

Keppendur fá klukkustund til að vinna að skreytingunni.

Hægt er að keppa sem einstaklingar eða í tveggja manna liðum og veitt eru verðlaun hvoru tveggja í flokki einstaklinga og lið flokki.

 

Þema keppninnar er: 

Eldgos og flugeldasýning.


Keppendur fá á staðnum:

Keppendur (þurfa) að koma með:

 

Aldurs - og kynjaflokkar:

Einn kynjaflokkur.

Einstaklings og liðakeppni:

11 - 12 ára. 

13 - 14 ára. 

15 - 18 ára. 

Hvað er fleira í boði?

Börn og ungmenni á aldrinum 11 –18 ára geta tekið þátt í keppnisgreinum á Unglingalandsmóti UMFÍ. Skráning er á www.ulm.is og er opið fyrir skráningu til mánudagsins 25. júlí. Aðeins kostar 8.500 krónur fyrir þáttttakanda 11-18 ára á mótið og getur sá eða sú skráð sig í eins margar greinar og viðkomandi langar til að taka þátt í. Inni í gjaldinu er innifalinn aðgangur að tjaldsvæði fyrir alla fjölskylduna og aðgangur á tónleika, í alla afþreyingu og fleira til.

Öll kvöld Unglingalandsmótsins verða tónleikar á tjaldsvæði mótsins og þar koma fram m.a. Birnir, Bríet, Stuðlabandið, Jón Jónsson og Frikki Dór, DJ Dóra Júlía og margir fleiri.

Allar upplýsingar um Unglingalandsmót UMFÍ á: www.ulm.is

Facebook-síða Unglingalandsmótsins.