Fara á efnissvæði
09. júlí 2024

Elísabet er nýr bókari UMFÍ

„Ég er mjög spennt fyrir öllu sem tengist ungmennafélagshreyfingunni og gildum UMFÍ sem snúa að lýðheilsu fólks. Það er mikil að gerast í íþróttahreyfingunni um þessar mundir og ljóst að framundan eru mjög spennandi tímar með tilkomu svæðisstöðva um allt land og meiri samvinnu en nokkru sinni,“ segir Elísabet Hrund Salvarsdóttir, sem er nýr bókari UMFÍ. Hún tók til starfa í byrjun sumars. 

Elísabet Hrund tók við starfinu af Iðunni Bragadóttur, sem unnið hefur hjá UMFÍ síðastliðin ár.

Elísabet hefur á síðustu árum starfað sem framkvæmdastjóri Íslenskrar ættleiðingar. Hún hefur jafnframt starfað sem fjármálastjóri og í bókhaldi hjá ýmsum fyrirtækjum.

Elísabet mun auk bókarastarfsins sinna ýmsum tilfallandi verkefnum hjá UMFÍ.

UMFÍ býður Elísabetu velkomna til starfa og þakkar Iðunni fyrir samstarfið í gegnum tíðina.