Engar breytingar gerðar á samkomutakmörkunum
Engar breytingar verða gerðar á samkomutakmörkunum og íþróttastarfi til 9. desember næstkomandi. Samkvæmt því eru aðeins heimilar æfingar, íþróttastarf og æskulýðs- og tómstundastarf barna á leik- og grunnskólaaldri bæði inni og úti. Sund- og baðstöðvum og líkamsræktarstöðvum verður áfram lokað.
Fram kemur í tilkynningu heilbrigðisráðherra á vef Stjórnarráðsins að þetta er gert í samræmi við tillögu sóttvarnalæknis sem ræður gegn því að slaka á sóttvörnum nú vegna þróunar COVID-faraldursins síðustu daga.
Í reglugerð ráðherra um íþróttastarf barna segir:
- Æfingar, íþróttastarf, æskulýðs- og tómstundastarf barna á leik- og grunnskólaaldri verður heimilt jafnt inni og úti.
- Börn á leik- og grunnskólaaldri eru ekki skylduð til að bera grímur í íþróttastarfi. Þjálfari skal gera það geti hann ekki tryggt tveggja metra fjarlægðarmörk.
- Engar takmarkanir eru á blöndun á milli hópa og í grunnskólastarfi og blöndun hópa því leyfileg.
- Fjöldamörk eru í hverju rými þar sem farið er eftir reglugerð um takmarkanir á skólastarfi.
- Hvert rými eða hólf skal vera skýrt afmarkað.
- 1.-4. bekkur: Ekki skulu vera fleiri en 50 nemendur í hverju rými.
- 5.-10. bekkur: Ekki skulu vera fleiri en 25 nemendur í hverju rými.
- Leikskólabörn: Ekki skulu fleiri en 50 leikskólabörn vera í hverju rými.
- Grunnskólabörn:
Sund og baðstöðum og líkamsræktarstöðvum verður áfram lokað.
Áfram verður tíu manna samkomubann, tveggja metra regla, grímuskylda þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra fjarlægðarmörk og fleira í sama dúr.
Í tilkynningu heilbrigðisráðherra segir að í minnisblaði sóttvarnalæknis frá 29. Nóvember hafii hann gert ráð fyrir að hægt yrði að ráðast í varfærnar tilslakanir á gildandi sóttvarnalögum 2. desember og kynnt ákveðnar hugmyndir þar að lútandi. Sóttvarnalæknir setti þó fyrirvara um að hann áskildi sér rétt til að endurskoða tillögur sínar um tilslakanir ef þróun faraldursins myndi breytast. Fram kemur hjá sóttvarnalækni að undanfarið hafi orðið breytingar á faraldrinum. Upp hafi komið hópsýkingar og smitum fjölgað. Þá virðist fjöldi þeirra sem greinast utan sóttkvíar stefna í línulegan vöxt og hugsanlegan veldisvöxt segir sóttvarnalæknir. Tillaga hans er sú að engar breytingar verði gerðar á gildandi sóttvarnaráðsstöfunum, þ.e. takmörkunum á samkomum og skólastarfi næstu eina til tvær vikur. Við endurskoðun sóttvarnaráðstafana sem hefjast þegar í stað, verður meðal annars horft til þess hvort tilefni sé til að gera tilslakanir á landsbyggðinni umfram höfuðborgarsvæðið í samræmi við hugleiðingar sóttvarnalæknis í meðfylgjandi minnisblaði, dags. 30. nóvember.
Sem fyrr segir felur ákvörðun ráðherra í sér óbreyttar sóttvarnaráðstafanir til og með 9. desember.