Fara á efnissvæði
28. janúar 2022

Enn slakað á sóttvarnarreglum

Fjöldatakmarkanir fara úr 10 manns í 50, nándarregla verður 1 metri og íþróttakeppnir verða leyfðar með áhorfendum, 500 í hverju hólfi. Grímuskylda er samt áfram í gildi, þótt hún taki almennt mið af nándarreglunni.

Þetta er megininntak nýrra og slakari reglna á samkomutakmörkunum en verið hafa í gildi í langan tíma. Ný reglugerð tekur gildi á miðnætti í kvöld.

Reglugerð um skólastarf helst eftir sem áður óbreytt.

Fulltrúar ríkisstjórnarinnar kynntu nýja reglugerð, drög að afléttingaráætlun og forsendur hennar

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra kynnti áformaðar breytingar. Hann sagði þetta verða áskorun. „En við munum vinna þetta áfram og meta aðstæður,“ sagði hann og áréttaði að gangi áætlunin eftir sé hægt að horfa til afléttingar allra aðgerða um miðjan mars.

 

Breytingar frá og með 29. janúar

 

Minnisblað sóttvarnalæknis, dags. 26. janúar 2022, um afléttingu opinberra sóttvarnaaðgerða vegna COVID-19

Reglugerð um 2. breytingu á reglugerð um sóttkví og einangrun og sóttvarnaráðstafanir á landamærum Íslands vegna COVID-19, nr. 38 2022

Samkomureglugerð frá 29. janúar 2022 undirrituð

Skólareglugerð frá 29. janúar 2022 undirrituð

Ítarlegri umfjöllun má lesa á vefsíðu Stjórnarráðsins