04. febrúar 2025
Ert þú næsti verkefnastjóri Unglingalandsmóts UMFÍ?

UMFÍ óskar eftir að ráða verkefnastjóra Unglingalandsmóts UMFÍ í tímabundið starf. Mótið verður haldið á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina 2025 í samstarfi við Ungmenna- og Íþróttasamband Austurlands (UÍA) og sveitarfélagið Múlaþing.
Starfið felur í sér vinnu við undirbúning og framkvæmd Unglingalandsmótsins með framkvæmdastjóra þess og öflugum hópi fólks á Austurlandi.
Meginþungi starfsins er í júlí og yfir verslunarmannahelgina, 31. júlí – 3. ágúst.
Umsóknarfrestur er til og með 20. febrúar 2025.
Umsóknir skal senda á umfi@umfi.is.
Nánari upplýsingar um starfið veitir framkvæmdastjóri mótsins:
Ómar Bragi Stefánsson í síma 898-1095. Eins er hægt að senda tölvupóst á netfangið omar@umfi.is.