Fara á efnissvæði
15. maí 2019

Ertu 13-16 ára og vilt sitja þingfund á Alþingi 17. júní?

Fyrirhugað er að halda þingfund ungmenna á Alþingi 17. júní. Þátttakendur verða bæði tilnefndir af ungmennaráðum en einnig geta áhugasamir unglingar af öllu landinu sótt um að taka þátt. Markmiðið með fundinum er að gefa ungu fólki á aldrinum 13-16 ára kost á að kynna sér störf Alþingis og tækifæri til að koma málefnum sínum á framfæri við ráðamenn þjóðarinnar. 

Gert er ráð fyrir að 70 ungmenni af öllu landinu taki þátt í fundinum. Um helmingur er tilnefndur af hinum ýmsu ungmennaráðum á landinu og um helmingur verður valinn úr hópi þeirra sem sækja um. 

Dagskrá þingfundar 

Að morgni 17. júní hittast þátttakendur og taka þátt í hátíðardagskrá á Austurvelli. Að lokinni hátíðardagskrá er gengið í þinghúsið þar sem þingfundur ungmenna fer fram frá kl. 12:00–13:00. Við lok fundarins verður forsætisráðherra afhent ályktun fundarins. Ungmennunum og forsjáraðila þeirra verður boðið til móttöku eftir að þingfundi lýkur. 

Þingfundurinn verður í beinni útsendingu á RÚV og vef Alþingis. Einnig er samstarf við UngRÚV um upptökur og frekari kynningu.

Fram kemur í tilkynningu frá forsætisráðuneyti Íslands að boðið verður upp á styrk vegna ferða- og gistikostnaðar fyrir þá sem koma langt að.

Gert er ráð fyrir að foreldri/forsjáraðili ferðist með hverjum þátttakanda og er ferðakostnaður hans einnig styrktur. 

Umsóknarfrestur er til og með 20. maí.

Nánari upplýsingar er að finna á hlekknum hér fyrir neðan:

https://www.stjornarradid.is/default.aspx?PageID=a1403318-287c-4382-9e6d-9dc01ec14ae9

Umsóknarform má nálgast hér: https://www.stjornarradid.is/default.aspx?PageID=3113f8a4-6e76-4537-add3-3858280882ec

 

Ungmennaráð UMFÍ

Ungmennaráð er innan UMFÍ. Stærsta verkefni ráðsins er að skipuleggja árlegu ráðstefnuna Ungt fólk og lýðræði. Þar er lögð áhersla á erlingu lýðræðislegrar þátttöku ungs fólks í leik og starfi. Ráðstefnan hefur verið haldin árlega frá árinu 2009 og hefur því fest sig í sessi á meðal mikilvægustu viðburða fyrir ungt fólk á Íslandi. Aðalstyrktaraðili ráðstefnunnar eru Erasmus+

Síðasta ráðstefnan, sem ætluð var 16-25 ára, var haldin í Borgarnesi í apríl og var yfirskrift hennar Betri ég! Hvernig get ég verið besta útgáfan að sjálfum mér? 

 

Meira og myndir um ráðstefnuna Ungt fólk og lýðræði:

Lilja hvetur ungt fólk til að taka þátt í félagsstarfi

Ungt fólk hefur mikil áhrif

Mikilvægt að fylgja innsæinu og trúa á sjálfan sig, segir ráðherra