Fara á efnissvæði
30. ágúst 2018

Ertu á leið í lýðháskóla?

UMFÍ veitir ungu fólki sem hyggur á nám við lýðháskóla í Danmörku styrk fyrir námsárið 2018 - 2019.

Markmið með styrkveitingunni er að gefa ungu fólki tækifæri til að víkka sjóndeildarhring sinn. Einnig tækifæri til að kynnast nýju tungumáli og menningu, auka færni sína og þekkingu á völdu sviði í gegnum óformlegt nám og styrkja leiðtogatogahæfileika sína um leið.

Styrkirnir eru greiddir út eftir á, þ.e. í júlí 2019. Til þess að uppfylla kröfur um styrkinn þurfa umsækjendur að skila tveimur verkefnum.

Umsóknarfrestur er til 15. september 2018 fyrir haustönn og heilt ár. Umsóknarfrestur fyrir vorönn er 10. janúar 2019.

Smelltu hér til þess að sækja um.