Fara á efnissvæði
14. september 2022

Ertu á leið í lýðháskóla í Danmörku?

UMFÍ hefur undanfarin ár veitt ungu fólki styrk  vegna náms við lýháskóla í Danmörku. Og nú er komið að því aftur. Fyrir veturinn 2022 - 2023 er engin breyting á og skólaárið að skella á og farið að styttast í að sækja um styrk vegna námsins.

Markmið með styrkveitingunni er að gefa ungu fólki tækifæri til að víkka út sjóndeildarhring sinn, kynnast nýju tungumáli og menningu, auka færni sína og þekkingu á völdu sviði í gegnum óformlegt nám og styrkja leiðtogahæfileika sína um leið. 

UMFÍ og Højskolernes Hus í Kaupmannahöfn eru með samstarfssamning um verkefni tengt námsdvöl íslenskra ungmenna í dönskum lýðháskólum. Højskolernes Hus heldur utan um alla lýðháskóla í Danmörku og því er námsframboðið fjölbreytt. Sem dæmi má nefna að margir skólanna hafa það markmið að kenna íþróttir, tónlist, leiklist, skapandi skrif og fleira.

Til þess að hljóta styrk þurfa umsækjendur að standa skil á tveimur til þremur verkefnum til UMFÍ. 

Umsóknarfrestur er til mánudagsins 19. september í næstu viku. 

Allar nánari upplýsingar veitir Ragnheiður, starfsmaður UMFÍ. Netfang ragnheidur@umfi.is.