Ertu búin/n að sækja um í Íþróttasjóð?
Ertu búin/n að sækja um styrk í Íþróttasjóð? Frestur til að gera það rennur út í dag klukkan 17:00.
Styrkirnir eru ætlaðir íþrótta- og ungmennafélögum á landinu til að bæta aðstöðu til íþróttaiðkana. Einnig til að stunda rannsóknir á ýmsum þáttum íþróttastarfsemi í landinu.
Markmið Íþróttasjóðs er að stuðla að nýsköpun og eflingu íþróttastarfs fyrir börn og unglinga, efla þekkingu þjálfara og leiðbeinenda í íþróttastarf, auka gildi íþróttastarfs í forvörnu og auka veg og virðingu íþróttastarfs í samfélaginu.
Verkefnin þurfa að falla að markmiðum Íþróttalaga. Þar segir að íþróttir séu hvers konar líkamleg þjálfun er stefnir að því að auka líkamlegt og andlegt atgervi, heilbrigði og hreysti.
Hverjir geta sótt um?
Öll íþrótta- og ungmennafélög í landinu. Einnig þeir sem stunda rannsóknir á sviði íþrótta og lýðheilsu.
Nánar um Íþróttasjóð