Fara á efnissvæði
24. júlí 2022

Ertu búin/n að skrá þig á Unglingalandsmót UMFÍ?

Skráning er nú í fullum gangi á Unglingalandsmót UMFÍ sem verður á Selfossi um verslunarmannahelgina. Ljóst er að líf og fjör verður á mótinu. Boðið verður upp á keppni í meira en 20 íþróttagreinum á daginn alla helgina og tónleika með flottasta tónlistarfólki landsins á hverju kvöldi. Tónleikarnir verða á tjaldsvæði mótsins.

Skráning á Unglingalandsmót UMFÍ er í tveimur liðum. Fyrst er greitt þátttökugjald eftir því hvaða íþróttahéraði þátttakandi tilheyrir. Einnig er hægt að skrá sig án íþróttahéraðs/félags. Athugið að sum íþróttahéruð/félög niðurgreiða þátttökugjald að hluta eða öllu leyti fyrir þátttakendur á sínu svæði.

Smelltu HÉR til þess að greiða þátttökugjald. 

Þegar búið er að greiða þátttökugjaldið er gengið frá skráningu í einstakar greinar með því að smella HÉR.
 

Ertu ekki viss hvað íþróttahéraðið þitt heitir? 

Smelltu hér fyrir nánari upplýsingar. 


Við höfum tekið eftir því að fólk hafi skráð þátttakendur til leiks og greitt þátttökugjald en ekki klárað skráningu viðkomandi í greinar á mótinu. Mikilvægt er að ljúka því sem fyrst. Ef einhver vandamál koma upp er mikilvægt að anda rólega, skrifa tölvupóst og lýsa vandamálinu og senda á umfi@umfi.is

Athugið að skráningu á Unglingalandsmót UMFÍ á Selfossi lýkur mánudaginn 25. júlí.

Aðeins kostar 8.500 krónur fyrir hvern þátttakanda á Unglingalandsmót UMFÍ á Selfossi. Fyrir þátttökugjaldið hefur viðkomandi kost á að skrá sig í margar greinar, aðgangur er að tjaldsvæði fyrir alla fjölskylduna og aðgangur að öllum viðburðum og tónleikum tengdum Unglingalandsmótinu. Öll ungmenni á aldrinum 11 - 18 ára geta skráð sig til leiks. Ekki er skilyrði að vera skráð/ur í ungmenna- eða íþróttafélag.

Með hverjum ætlar þú á Unglingalandsmót UMFÍ? Hvattu vini þína og vinkonur til að koma með!

Meiri upplýsingar og skráning á www.ulm.is