Fara á efnissvæði
25. apríl 2023

Eru íþróttir fyrir alla?

ÖBÍ réttindasamtök standa fyrir málþinginu Eru íþróttir fyrir alla? Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ, mun flytja erindið Með ungmennafélagsandann að leiðarljósi, og Valdimar Gunnarsson, verkefnastjóri Allir með, flytur erindi sem heitir Farsælt samfélag fyrir öll – brúum bilið.

Málþingið fer fram á Hilton Reykjavik Nordica miðvikudaginn 26. apríl 2023 á milli klukkan 13:00 - 16:00.

Fjöldi annarra fyrirlesara stígur á stokk. 

 

Dagskráin í hnotskurn

13:00 – 13:15 Setning málþings – Sindri Viborg, þjálfari, formaður Tourette samtakanna og meðlimur barnamálahóps ÖBÍ réttindasamtaka.
13:15 – 13:30 Fótbolti fyrir alla: Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, yfirþjálfari knattspyrnudeildar hjá Öspinni og landsliðskona í fótbolta.
13:30 – 13:45 Farsælt samfélag fyrir öll – brúum bilið: Valdimar Smári Gunnarsson, verkefnastjóri “Allir með”.
13:45 – 14:00 Hreyfing við hæfi - finnska módelið: Hjalti Sigurðsson, æskulýðs- og tómstundaráðgjafi .
14:00 – 14:30 Kaffihlé
14:30 – 14:45 Þátttaka án aðgreiningar: Sólný Pálsdóttir, reynslusaga móður.
14:45 – 15:00 Hvað verður um þau efnilegu?: Ragnheiður Lóa Stefánsdóttir, sjúkraþjálfari á LSH ásamt því að æfa með meistaraflokki kvenna HK í knattspyrnu.
15:00 – 15:15 Með ungmennafélagsandann að leiðarljósi: Auður Þorsteinsdóttir framkvæmdastjóri UMFÍ.
15:15 – 15:30 Lokorð: Haraldur Þorleifsson
15:30 – 16:00 Pallborðsumræða.

Fundarstjóri: Kári Jónsson landsliðsþjálfari hjá ÍF í frjálsum íþróttum.

Allir velkomnir – ekkert þátttökugjald

Skráning fer fram með því að senda tölvupóst á netfangið: andrea@obi.is

Viðburðurinn á Facebook